Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 5

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 5
Stefnir] Karlmennska og- gleði Hannesar Hafsteins . . . 5 var svo handlagin og fingrafim. En markmið hans var ekki svo hátt, sem, skyldi. Það fór að líkum, að bláfátækur, ómenntaður beyk- ir lyti lægra en hámenntuð skáld, sem böðuðu í rósum. Jónas Hallgrímsson varð svo handgenginn fagurfræðinni að sorgin sjálf grét gulli, að tilstuðl- un hans — eins og sagt er um Mardöll í einhverju æfintýri. Og þessi grátfagra sorg gengur hvít- klædd, þegar „fýkur yfir hæðir“ ■og' móðir verður úti með barn sitt „á kolbláum ís“. Jónas greiðir við Galtará hárlokka ástmeyjar sinnar afbrigðilega handlaginn og mjúk- máll — en sundur kraminn þó. Hann heldur í hönd íturvaxinnar listrænu, og hún leiðir hann. Nátt- úrulýsingar hans snerta lesendur Ijóða hans, svo að þeir dást að þeim. En ekki verður Jónas talinn skáld karlmennsku né gleði, nema í kvæðinu: „Hvað er svo glatt“. Jón Thoroddsen er kerskinn stundum. og kemur fólkinu* til að brosa. Og hann vekur hjai’tanlega glaðværð, þegar hann yrkir um „vora fósturjörð“, smákvæði að fyrirferð, en vissulega langlíft. Eu kærleikur hans til þjóðarinnar, er með því marki brendur, að skáld- ið kveður svo að orði. að: Einhvers staðar út frá sól í eiði sjaldan förnu íslendingar eiga ból yzt í Hundastjörnu. Hannes Hafstein, sem stúdent. Steingrímur er svo háðskur, stundum, að hann neyðir lesend- ur sína til að bregða grönum. En þó er hann ekki glaðvær né kempu- legur í kveðskap. Hann er vits- munaskáld. Þegar hann leggur sig mest í bleyti, hallar hann börnum samtíðar sinnar á brjóst sorgar, svo að þau vitkist. Kristján Fjallaskáld einkenndi sig með þessum orðum: Allsstaðar er liarnnir og allsstaðar er böl og enn fremur sagði hann:

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.