Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 19

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 19
Stefnir] Móðurást. 19 stæltur og vígreifur, og- þó að hún stappaði fótunum í klöppina. Hundurinn lá þarna hér um bil hálfa stund og lét jafn dólgslega. Það var komin hánótt. Allt var þögult og dularfullt undir al- stirndri festingunni. Gola rann á af hafinu, og gnauðið í sjónum gerði nóttina enn ömurlegri fyr- ir aumingja móðurina, sem stóð þarna á verði fyrir barnið sitt gegn ofureflinu. Sjáfarhamrarnir teygðu tinda og burstir upp í næt- urloftið og gerðu útsýnið í nátt- myrkrinu enn tröllslegra og ægi- legra ásýndum. Þá hóf hundurinn sókn af nýju. Hann reis allt í einu á lappir, rak upp gól og hentist í stökkum og sprettum áfram. Hann þaut í stórum hringum og jók ferðina meir og meir. Hvítur blettur, sem hann hafði á bringunni, sást ganga upp og niður, er hann þaut eftir klöppunum og herti á ferð- inni. Geitin stóð enn á sama stað, hver vöðvi strengdur og hver taug þanin, og horfði á hundinn. Hún stappaði enn í klappirnar og sneri sér um sjálfa sig þannig, hausinn vissi jafnan að hundin- um. — Þegar hann var kominn aftur á staðinn, þar sem hann hafði legið, var hann kominn á geysi- lega ferð. Hann hentist áfram eins og svartur hnöttur og klærn- ar urguðu við klappirnar. Þetta risp í klónum við klappirnar, grimmilegt gólið í hundinum og hvellirnir, er geitin sló klaufun- um í klöppina, var það eina, sem rauf kyrrð næturinnar. Nær og nær kom hundurinn. Loks var hann svo nærri, að hún sá glitta í augu hans. Hann herti enn á ferðinni um leið og hann þrengdi hringinn. Froðan vall út úr honum. Það var eins og geitina væri farið að svima af því, að snúa sér allt af á sama blettinum. Hún var óróleg og skildi ekki hvað villidýrið ætlaði sér með þessari aðferð. Gólið kvað við hærra og hærra. Höggin af klón- um voru eins og haglskúr dyndi á klöppunum. Svo kom hann. Hann kom eins og hvirfilbilur að síðunni á henni. Hann rak upp öskur, svo hátt, að hún varð eins og rugluð. Hún nötraði. En á sömu svipstundu brást hún við á- rásinni. Kiðlingurinn rak upp sker- andi vein. Við það var eins og hundinum ykist heift. Hún fann heitan anda hans og tennurnar. — Hann hafði miðað á vinstri bóginn. Um leið og hann skauzt fram hjá henni vatt hún sér með 2*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.