Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 24

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 24
24 Hvaðan. er fjárkreppan? [Stefnir er þjóðin sí og æ á verði um skattana. Franskir stjórnmála- menn mega láta eins og þeir vjlja, skilmast og fella stjórnir o. s. frv., en það eru hafðar ná- kvæmar gætur á sköttunum. — Þjóðin er sparsöm, og kreppan vinnur seint á henni. Englendingar eru að vísu auð- ug þjóð og hafa orð á sér um fjármálavit. En þeir eru eyðslu- þjóð mikil, og í stjórnmálum hafa þeir komizt á vald sósíal- ista, að vísu sósíalista í skárstu mynd en þó sósíalista, og þess Vegna líka ógætinna í fjármálum og háðra lýðskrumurum. Á þeim hefir kreppan bitnað. Eða berum saman tvær af sjálfstjórnarnýlendum Breta, Ástralíu og Suður-Afríku. Önn- ur hefir verið full af „fram- förum“, sem sé Ástralía, langt um fram getu. Hafa þá verið tek- in lán á lán ofan. Lýðskrumið hefir algerlega náð tökunum, svo að enginn stjórn hefir þorað að taka í taumana. Þeir, sem það hefðu reynt, hefðu fljótlega ver- ið kveðnir niður með röksemd ,,Tímans“: „Það er ekki furða þó að íhaldið sé á móti framför- unum“. Loks herti snaran að hálsinum, og þá var betra að hætta en í tæka tíð. Bretland hefir orðið að hjálpa og hlaupa. undir baggann með greiðslufrest. En svo þegar stjórn Suður-Afríku var boðin samskonar hjálp, af- þökkuðu þeir. Þeir þurftu eng- an greiðslufrest. Þar hafa yfir- leitt setið vitrir menn að stjórn. í yfirliti, sem eg fæ mánaðar- lega í tímariti um viðburði í ver- öldinni, eru vandræðin í Ástra- líu ávalt á dagskrá. Sama má segja um New Foundland, en Suður-Afríka og Nýja Sjá- land eru sjaldan nefnd nema ef þaðan koma einhverjar smærri fregnir. Og þó eru fram- farir þar miklar og jafnar, og nú halda þær þar áfram, þegar Ástralía er komin undir eftirlit, og ríkisgjaldþrot vofir yfir New Foundlandi. Hvert land á mikinn þátt í sínum eigin kreppum. En þó hygg eg, að ísland hafi þá sér- stöðu, að það ræður meira við þær en flest önnur ríki. Það staf- ar bæði af því, að hér er allt smátt og fjárhagslega einfalt. Þetta er ekki stærra né flóknara til yfirlits en eitt stórt fyrirtæki, og vakandi auga getur því séð það niður í kjölinn, nokkurn veg- inn. Það eru ákveðnir loftþyngd-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.