Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 29

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 29
Stefnir] 1929 — 2.1 + 3.4...............= 5.5 1930 — 7.4 + 12.8 .............= 202 1931 — 8.2+ 3.5. . . . . . = 11.7 Samtals 37.4 Þessum greiðslujöfnuði hrakar sem sé um eitthvað nálægt 37 milljónir frá ársbyrjun 1929 til ársloka 1931. Og á árinu, sem stjómin borg- ar úr ríkissjóði 26 milljónir króna, er hallinnn á greiðslujöfnuðin- um við útlönd yfir 20 milljónir. Óhagstæður greiðslujöfnuður banka ætti æfinlega að vera hverri stjórn viðvörun, og það er viðvörun, sem kemur þegar í stað. Á fyrsta mánuði ársins 1930 var orðið augljóst, að halli hafði orðið á búskapnum 1929. En stjórnin sá ekki, eða vildi ekki sjá. En þó að eg hafi nú hér verið að tala um þetta, og sýna fram á, að hægt var að sjá kreppuna fyrir, þá á ieg ekki með því við það, að neitt slíkt eigi að þurfa, til þess að stjórn haldi vel og gætilega á fé þess opinbera. Þó að engin fjárkreppa hefði verið sýnileg, eða þó að stjórnin væri raunverulega svo glámskyggn á tákn tímanna, að hún sæi þau ekki, þá hefði hún ekki þurft neitt annað, en þá ráðvendni og samvizkusemi, sem hver maður 29 á að hafa, og þó einkum þeir, sem fyrir miklu er trúað, til þess að stýra slysalaust. En gáleysið verð- ur náttúrlega því óafsakanlegra og afleiðingar þess því hörmu- legri, þegar svona fór, að einhver þyngsta fjárkreppa var aðsteðj- andi. Það þyrfti í rauninni ekki að segja meira en það, sem hér hef- ir verið nefnt, til þess að allir geti séð, að fjárkreppan, sem að okkur sverfur nú, er að mjög miklu leyti orsökuð af illri fjár- málastjórn þess opinbera. En eg vil vil nú samt leitast við að draga þetta sérstaklega fram dá- lítið meira. Megin orsök hverrar fjár- kreppu er framferði mannanna sjálfra. Að vísu geta kreppur og vandræði stafað af náttúruvið- burðum og slíku, en það kemur ekki þessu máli við. Hinar eigin- legu fjárkreppur stafa af því, hvernig menn haga sér. Hinn mikli og voldugi drifkraftur, sem keyrir menn áfram til fram- kvæmda rekur menn í góðærinu fram úr því, sem til heilla horfir. Framleiðsla og allskonar rekstur eykst stöðugt, og um stund virð- ist allt vera komið á stöðuga Hvaðan er fjárkreppan?

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.