Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 32

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 32
32 Hvaðan er fjárkreppan? [Stefnir kreppan komið ári fyr. (Sú yfir- færslustöðvun, sem kom um síð- ustu áramót hefði þá komið um næstu áramót á undan. Fyrirtæki þau, sem sízt hefðu átt að halda áfram að auka tap sitt hefðu stöðvast. Úr verzlun og kaup- getu hefði dregið. Verzlunar- jöfnuðurinn hefði lagfærst ári fyr. Markaðurinn hefði verið rýmri og verð skárra. Það, að ár- ið 1931 er látið vaða áfram á falskri kaupgetu, hefir átt meiri þátt í vandræðunum, en við get- um að svo komnu gert upp. En, munu einhverjir spyrja, var þá hægt að komast af án þess að taka lánin 1930? Voru ekki allir sammála um þær ráðstafan- ir, sem þetta fé fór til? Það getur vel verið, að seinni- part ársins 1930 hafi ekki verið annað fyrir hendi en taka þessi stór-lán. En auðvitað stafaði það af óhófs fjáreyðslu undanfar- andi ára. Þegar þrjú ár veita inn í ríkissjóðinn 15 milljónum króna umfram áætlun, eins og árin 1928—’30 gerðu, nær það vitan- lega ekki nokkurri átt, að stjórn eigi að þurfa að taka^ lán til alir'a óvæntra hluta. Og það þýðir ekki að vitna í lánsheimildir þingsins og afsaka stjórnina með þeim, því að auðvitað eru þær miðaðar við venjulegar tekjur, en ekki 5 milljónir króna á ári umfram. Ef stjórnin því hefir verið orð- in neydd til þess á síðari parti ársins 1930, að taka lán, þá er það ekkert annað en staðfesting þess gamla og beizka sannleiks- orðs, að ein synd býður annari heim. Þessar miklu umframtekjur hefðu átt að nægja til alls, sem kallað var eftir, svo sem að greiða Landsbankanum stofnféð og ann- ars slíks. Hinni spurningunni, hvort ekki hafi allir verið sammála um það, sem féð fór til, get eg ekki svar- að hér nema fara út fyrir efni það, sem fyrir liggur. En úr því að eg bar hana upp, get eg þó sagt alveg afdráttarlaust, að þessu fer mjög fjarri. Því að bæði voru andstæðingar stjórnarinnar yfir- leitt ósammála ýmsum samþykkt- um þingsins, svo sem til dæmis stofnun síldareinkasölunnar o. fl. og svo verður sérstaklega að hafa það í huga, að langmestur hluti eyðslunnar — sá hluti hennar, sem steypt hefir öllu um þvert bak — er algerlega án samþykkt- ar alþingis. Þetta sannast bezt af skýrslum stjórnarinnar í bók- inni frægu. Þar er — og af því er virðist með talsverðu stolti — sagt frá því, hve ábyrgðarlaust

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.