Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Qupperneq 35
Stefnir]
Hvaðan er fjárkreppan?
35
Eg ætla nú að nema staðar með
þessu. Eg ætla mér ekki að bera
hér fram neinar tillögur um það,
hvað gera skuli. Kreppan ber sína
eigin hrossalækning í sér, fátækt-
ina og baslið. Þegar kreppan er
komin, keppast allir við að skera
niður, og nauðsyn knýr til þess.
En þó hygg eg, að þar verði að
beita varúð engu síður en í óhóf-
inu á góðu árunum. í blíðu og
stríðu er betra að hafa einhverja
stjórn á sér.
En tilgangur minn með þessu
erindi er sá, að reyna að finna
upptök og orsakir þessara vand-
ræða. Að vísu kynni einhver að
segja, að lítið gagn sé að þeirri
vizku eftir á. En því fer fjarri.
Við megum eiga alveg víst, að það
birtir upp eftir þetta él og syrtir
svo að aftur. Eina gagnið, sem
við getum nú haft af óvitaskap og
illu ráðslagi stjórnarinnar er það,
ef við gætum lært að forðast slíka
menn framvegis í stjórnarsessi.
Þá hefði þessi reynsla ekki orðið
alveg til ónýtis.
FÓLKSFJÖLDI RÍKJA.
Það er ekki óhugsandi, að einhverj-
um geti komið dálítið á óvart fólks-
fjöldi sumra ríkja í veröldinni, — er
ríkin eru talin með nýlendum og öllu
saman. Sum smá-lönd braytast þá í
stórveldi. Hér fer á eftir fólkstala í
nokkrum ríkjum, og skal þess getið, að
tölurnar eru ekki alveg nýjar (um 4—5
ára) en eiga að vera mjög áreiðanlegar,
eftir því sem frekast er hægt að fá þær.
Lang f jölmennust eru :
1. Brezka alríkið 444 milljónir
2. Kínaveldi 440 —
Þá er langt hil, og svo verður röðin:
3. Rússncska ríkið 138 milljónir
4. Bandaríkin 117 —
5. Frakkland 100 —
6. Japan 82 —
7. Þýzkaland 60 —
8. Hollenzka ríkið 56 —
9. Ítalía 41 —
10. Brasilía 30 —
11. Pólland 27 —
12. Spánn Pámennust eru: 23 —
1. Páfaríkið með 600 íbúum
2. Audona —, 5000 —
3. Liehtenstein — 12000! —
4. San Marino — 13000 —
5. Monaco — 23000 —
í samanburði við þessi ríki er Island
stórveldi, með sínar 100 þúsundir og
betur þó!
3