Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 47

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 47
Stefnir] Japanar í Mansjúríu. 47 Klnverskir rœningjar. allar þessar nýju brautir tengja nýja landshluta við járnbrautar- kerfi Suður-Mansjúríubrautarinn- ar og auka bæði flutning hennar og gagn Japana af landinu. Þeir sem þessu félagi stjórna, eru sann- færðir um, að allt, sem gert er í landinu, auki þess eigin ágóða, og ýta því undir allt slíkt, hvaðan sem það kemur. Þeir eru sannfærðir um, að Japanar muni bera sigur úr býtum, hver sem í hlut á. Það eru ekki litlir hagsmunir, sem Japanar hafa að gæta í Man- sjúríu. Þeir eiga þar um 800 verksmiðjur og myllur, og stend- ur í þeim geysileg fjárhæð, lík- lega ekki langt frá þúsund milljón- 'um króna. Á þriðja hundrað verksmiðjur framleiða ýmiskonar kemiskar vörur, á annað hundrað verksmiðjur vinna ýmsar tegundir fæðu, og álíka margar vinna úr járni og stáli, sérstaklega ýmis verkfæri. Árið 1928 var áætlað, að Japanar ættu um 700.000.000

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.