Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 58

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Page 58
FJARMEÐFERD STJORNARINNAR Ræða Magnúsar Guðmundssonar á eldhúsdegi 1932. Við fyrri hluta þessarar um- ræðu, gat eg þess, að mér þætti skýrsla hæstv. fjármálaráðherra, um afkomu ríkissjóðs 1931 mjög dapurleg. Síðan hann gaf þá skýrslu hefi eg haft tækifæri til, bæði að athuga þessa skýrslu betur og skoða niður í kjölinn áætlun hæstv. stjórnar um tekj- ur og gjöld ársins 1933 og verð eg að gera þá játningu, að dap- urleikinn yfir hag og framtíðar- afkomu ríkissjóðs hefir ekki minkað í huga mínum við þessa nánari athugun. Mér virðist út- litið ákaflega skuggalegt og mér sýnist allt benda til þess, að hæstvirt stjórn hafi ekki nægan skilning á hversu svart er fram- undan. iÞessa ályktun dreg eg af hinni ægilegu fjáreyðslu henn- ar undanfarið, af áætlunum hennar fyrir árið 1933 og af hinum mikla fjölda nýrra skatta- frumvarpa, sem komið hefir frá henni og hennar liðsmönnum á þessu þingi Eg hefi ekki kastað tölu á þessu frv. en eg man, að 7 af þeim voru fyrir nokkru á dag- skrá einn og sama daginn. í þessu sambandi get eg ekki látið vera, að minna á, að á fyrsta þinginu (1928), sem nú- verandi stjórnarflokkur réði lög- um og lofum hér á þingi, voru skattar hækkaðir svo, að nam 1 Ví> milljón kr. á ári. Þá var góð- æri og eg man ekki til þess, að síð.an hafi neinir skattar verið lækkaðir. Nú er hin mesta kreppa en samt vill hæstvirt stjórn og hennar flokkur hækka skatta enn stórlega. Nú spyr eg: Hvar lendir, ef allt af á að hækka skatta, hvort sem vel ár- ar eða illa. Hver getur ímyndað sér, að framleiðsla landsins þoli stöðugt auknar álögur. Með sama áframhaldi og verið hefir verða skattþegnarnir þx*ælar stór-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.