Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 78
TVÆR GREINAR UM ATVINNU-
LEYSI OG ATVINNUBÆTUR.
Eftir Gustav Cassel.
I>ær tvær greinar um atvinnu-
leysið, sem hér eru birtar, eru að
vísu orðnar nokkuð gamlar. En
svo þrálátt reynist þetta böl, og
svo lítið ráða menn við það, að
menn eru engu nær nú en fyrir
6—7 árum, þegar Cassel skrif-
aði greinarnar og gagnrýndi með
skarpleika sínum „ráðstafanir"
þær, sem sósíalista postularnir
hafa b'arflt fyrir, og fjöldi ann-
ara manna láta glepjast af. Sá
tími, sem liðinn er, síðan þessar
greinar voru skrifaðar, gefur
kenningum þeirra aukið gildi, því
að reynslan hefir staðfest það,
sem þar er sagt. Náttúrlega er
ýtt þéttings-fast á eftir þessu
máli hér sem annars staðar. Óp-
in um atvinnubætur af hendi þess
opinbera, atvinnuleysistryggingar
og allt það, sem nú er að sliga
aðrar þjóðir, gerast æ háværari
og háværari, því að ekki er um
að tala að læra af reynslunni.
l»að virðist því vera tímabært
að birta nú þessar greinar hins
skarpa sænska þjóðmegunarfræð-
ings. —
1. Lækning atvinnuleysisins.
30. nóv. 1925.
Það var einu sinni auðugur
jarðeigandi. Hann hafði mikið um
sig og hélt margt starfsfólk. En.
það voru erfiðir tímar, og í sömu
sveit var dálítið af atvinnulausum
mönnum.
Einn góðan veðurdag kom sósí-
alisti til ríka jarðeigandans og
sagði: ,,Þú auðugi maður. Þú lif-
ir sjálfur í allsnægtum, en lætur
aðra ganga atvinnulausa í sömu
sveit. Sparaðu við sjálfan þig og
láttu féð ganga til þess, að út-
vega þeim atvinnulausu vinnu“.