Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 26
kvennasaga eigi ekki eingöngu að fjalla um
konur heldur beri að fjalla um tengsl kynj-
anna í félagslegu samhengi rúms og tíma.
Það beri að líta afstætt á þessi tengsl og í
ljósi framleiðsluhátta og stéttasamsetningu
þjóðfélagsins. Svo mörg voru þau orð.
Hver á svo tilgangurinn með kvenna-
sögu að vera?
Þegar fjallað er um ákveðið þjóðfélag þá
verður það að vera krafa að bæði körlum og
konum séu gerð skil, hvað varðar samfélags-
legt hlutverk þeirra og stöðu. Það er þó mest
aðkallandi að sögu kvenna séu gerð skil á
sannfærandi hátt og það verði liður í ritun
einhverskonar heildarsögu, ekki bara sögu
kvenna. En hér er komið að mikilvægu at-
riði. Á undanförnum árum hafa komið upp
þær raddir að nauðsynlegt sé að koma með
nýjar áherslur í kvennasögu, atriði sem eiga
sér litla hefð í sögurannsóknum almennt.
Dæmi um þetta er t.d. fjölskyldan, börnin,
kynlífið, getnaðarvarnir og sjúkdómar.
Auðvitað er þetta gott og blessað allt saman,
en það eru þó næsta fáir sem bent hafa á það
að kvennasagan megi ekki lenda í þeirri sjálf-
heldu að fjalla eingöngu um þessi atriði.
Útgangspunkturinn hlýtur alltaf að vera
sá: hvernig tengjast konur samfélagslegri
framleiðslu. Hvaða þýðingu höfðu konur
fyrir framleiðslu samfélagsins. Þetta hlýtur
að vera útgangspunkturinn þegar meta á
stöðu kvenna í ákveðnu þjóðfélagi. Það má
ekki falla í gleymsku, að konur skiptast í eins
margar stéttir og karlar. Þetta atriði virðist
oft hafa lent neðarlega á blaði meðal þeirra
mörgu kvenna sem fást við kvennasögu. Það
er ekki sama hvern maður er að skrifa um, er
það ánauðug kona á tímum rómaveldisins,
Elísabet fyrsta eða íslensk fiskverkunarkona
í byrjun þessarar aldar. Hagsmunir þessarra
þriggja kvenna geta aldrei farið saman, hvað
þá að þær hafi sömu vitund um stöðu sína.
Ef það gleymist að ganga út frá efnahags-
legri stöðu kvenna innan ákveðins þjóð-
félags, þá er auðvelt að lenda á þeim villi-
götum sem gera það að verkum að framsetn-
ingin verði bæði stöðnuð og villandi í sögu-
legum skilningi. Þetta er einkum mikið
vandamál þegar fjallað er um löngu liðin
tímabil þar sem heimildir eru af skornum
skammti. Stundum hefur viljað brenna við
þegar loksins einhverjum hefur tekist að
grafa eitthvað merkilegt upp, t.d. heimildir
sem fjalla um konur og þá ekki síst þegar
komið hefur í ljós að höfundurinn var sjálf
kona, að mikilvægi heimildarinnar hefur
verið stórlega aukið: Að þarna kæmu fram
upplýsingar sem ættu við allar konur, en oft
gleymist að athuga úr hvaða stétt sú kona var
sem upphaflega reit skilaboðin, frásögnina,
bréfið eða hvað það nú kann að vera. Þetta
er ekki hægt að gera því konur eru ekki eins-
litur hópur sem býr við sömu lífsskilyrði.
Tilgangurinn með kvennasögu er ekki að-
eins einn, að veita konum einhverja
samsömun við fortíð sína. Forðast verður
líka, að kvennasagan lendi í þeirri blindgötu
að vera aðeins ennþá ein sérgreinin sem
hægt er að sérhæfa sig í eða velja sér úr öllum
þeim aragrúa af sérgreinum sem nú fylla
sagnfræðina, eins og til dæmis hernaðar-
saga, verkalýðssaga og svo mætti lengi telja.
Markmiðið með kvennasögu hlýtur að vera
að rita einhverskonar heildarsögu eins þjóð-
félags. Þetta er auðvitað ansi háleitt mark-
mið og líka af því taginu sem virðist mörg
ljósár i burtu. En það er alltaf vænlegt til
árangurs að hafa markmiðið fyrir framan sig
og endurtaka það fyrir sjálfum sér sem oft-
ast.
Heimildir:
Birgit Svane Hansted, Dorte Meiling Nielsen: Meto-
diske overvejelser vedr. kvindehistorie: Kritiske Histor-
ikere, 1978. Nr.: 1. KBH.
Kvindebevægelsens Hvem-Hvad-Hvor. Politikens
Forlag. Köbenhavn 1975.
Tinna Vammen: Kvindeperspektiv pá Historie.: Ude
og Hiemme: Historieteoretiskt Tidskrift, nr: 16. Köben-
havn 1978.
24