Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 32

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 32
brjóst. Þetta var þess vegna talið allt of erfitt fyrir konuna16) og ekki hollt fyrir barnið.17) Álit manna á móðurmjólkinni var ekki sér- lega gott, að minnsta kosti ekki þeirrar sem var „skapvargur og ofsafull í sinnsins hrær- ingum ... þá er mjólk hennar óholl“.18) Það var og álit manna að konurnar þyldu ekki að börnin sygju þær vegna þess þá trúlega hvernig vinnuþrælkun þeirra var. Sú ástæða stenst varla ef tekið er mið af því að konur eru taldar hafa haft börn á brjósti áður en þessi siður er tekinn upp. Þær hafa varla haft minna að gera þá. Hins vegar hafa þær verið aðþrengdar ef við athugum árferði þessara alda. Enda sér þess merki á heim- ildum að menn hafi talið þær hafa nóg með að næra sjálfa sig.19) Þá kemur í ljós að klæðaburður kvenna er afar slæmur. Það var venja að minnsta kosti upp úr aldamótum 1800 að klæða sig í mjög þröngar treyjur og fletja barminn eins og hægt var. Af þessum ástæðum voru geirvörturnar flatar og innfallnar og konur oft illa færar um að gefa barni brjóst.20) Þröng föt tíðkuðust að því er virðist fram á 19. öld þvi þá kemur fram ábending til kvenna um að passa að fötin þrengi ekki að geirvörtunum á síðustu mánuðum meðgöngutímans.21) Nú hafa verið taldar upp nokkrar hugsan- legar ástæður þessa siðs og má segja að allar hafi sinn tilverurétt. Álit erlendra fræði- manna um að kúamjólkin væri hollasta mjólk sem til væri hefur vafalaust haft haml- andi áhrif á aðgerðir kvenna. Auk þess sem hérlendir fræðimenn gáfu í skyn að kúa- mjólkin væri hollari en móðurmjólkin.22) En menn hafa einnig barist gegn þessari óheillaþróun með ýmsum ráðum. Eins og að telja fólki trú um að börnin drykkju í sig ýmislegt skynsamlegt með móðurmjólkinni. Að þau yrðu gáfaðri og fljótari að læra.23) Útlendir menn sem tjáðu sig um þetta athæfi kvenna þótti það ámælisvert. Kom það til dæmis fram í grein þar sem sagt er að þetta tíðkist ekki nema hér og í „Schweiz og Schwaben“.24) Allt umtal þeirra manna sem vildu taka upp betri siði drukknaði í hleypi- dómum aldanna. Enda var það eðlilegt að ekki var brugðið við öðruvísi en gert var því fólk gat falið sig á bak við trúna. Barnaupp- eldið var allt upp á guðsnáð komið. Það var ekki vert að vera að hafa óþarfa áhyggjur af börnunum. Það taldist ekki slæmt þótt börn dæju því þau voru hvergi betur komin en hjá guði.25) Hvað fengu börnin í staðinn fyrir móðurmjólkina? Lýsingar á næringu þeirri sem ungbörn fengu eru, þegar á heildina er litið, vægast sagt hörmulegar. Það er greinilegt að konur hafa viljað börnum sínum vel því þær hafa reynt að troða öllu því sem þeim þótti hollast ofan í þau. Því miður var það ekki allt jafn hollt fyrir hvítvoðunga. Rjómi var í uppá- haldi og var gefinn jafnt ungbörnum og full- orðnum. Má þar greina eina orsök barna- dauða sem var tiður, því ekki hefur rjómi verið talinn auðmeltur og síst fyrir nýfædd börn. Það er ekki alls staðar sem börnin fá rjóma. Er best að láta lýsingar úr heimildum gefa dæmin. Þau tala skýrast. Lýsing kaup- manna í bók Andersons um ísland er ófögur. Þar er sagt að börnunum sé hent á gólfið og hjá þeim sett ílát með mysu. Þegar barnið svo vaknaði var stungið vöfnum fjöðurstaf ofan í ílátið og barnið látið sjúga þar í gegn.26) Niels Horrebow, vildarvinur íslend- Heldri kona. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.