Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Side 45

Sagnir - 01.05.1982, Side 45
heimilunum og konur hafa í æ ríkara mæli aflað sér menntunar, en samt sem áður eru konur enn láglaunavinnuafl. Þær búa við margfallt vinnuálag og ábyrgðin á börnun- um og heimilinu er þeirra. Félagsleg þjón- usta fullnægir ekki þörfinni og ofan á allt bætist krafa um þátttöku í félagslífi. Hin mikla vinna karla og kvenna kemur niður á börnunum og margar konur bera ugg í brjósti vegna þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Það er eins og samfélagið reikni með því að konur séu heima til að sinna börnunum, en þær eru þar bara ekki; félagsleg þjónusta er ekki í takt við tímann. Uti í samfélaginu blasir alls staðar við valda- °g áhrifaleysi kvenna, hvort sem litið er á stjórnarstofnanir þjóðfélagsins, verkalýðs- samtök eða vinnumarkaðinn í heild. Eða eins og segir í yfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna frá kvennaráðstefnunni 1980: Þar sem völdin eru, þar eru konur ekki. Þar sem kon- ur eru, þar eru völdin ekki. Karlveldi og kapitalismi Lagabreytingar fyrr á öldinni dugðu skammt, en voru þó skref í áttina. Eins er með umræðu síðasta áratugs, hún hefur skil- að konum aðeins á veg, en dugar hvergi nærri. Ástæðan er einfaldlega sú að kúgun kvenna er innbyggð í samfélagsgerðina. Karlveldið (patríarkatið — yfirráð karla á öllum sviðum þjóðlífsins) byggist á því að konur veiti körlum nauðsynlega þjónustu. Karlar gætu t.d. ekki sinnt pólitík ef þeir hefðu ekki konu að baki sér til að sinna dag- legu amstri, heimili og börnum. ,,Án þeirra starfa sem konur vinna á heimilunum getur ekkert þjóðfélag verið til, en þrátt fyrir það eru þessi störf ekki metin sem vinnuframlag til samfélagsins heldur sem einkamál hverrar og einnar konu“ segir í hugmyndafræði- grundvelli Kvennaframboðsins í Reykjavík. Eins er með kapitalismann, hann nærist á láglaunavinnuaflinu sem löngum hefur verið hægt að senda heim í eldhúsin þegar kreppir að. í kapitalismanum hafa konur það hlut- verk að sjá um endurframleiðsluna (þ.e. að ala af sér börn og viðhalda því vinnuafli sem yrir er), launalaust og á eigin ábyrgð. Með- an konur eru bundnar af þessum hlutverkum og á meðan störf þeirra eru einskis metin, reytist staða þeirra ekki. Af þessu leiðir að lausnin hlýtur að felast í breyttu samfélagi og hugarfarsbyltingu. Spurningin er: hvernig á að breyta og hvers konar samfélag ber að skapa? Þar með erum við komin að orsökum þess að kvennalistar komu fram í dagsljósið á því herrans ári 1982. Með þeim er verið að leita leiða til að breyta og bæta. Enginn væntir þess að kvennaframboð ein og sér valdi byltingu, en þau eins og svo margt annað geta verið skref í áttina, ekki síst ef þau knýja menn til að hugsa og taka afstöðu. Eftir lognmollu síðustu ára fundu konur sig knúnar til að grípa til kvennaráða. Kvenna- framboðin í Reykjavík og á Akureyri eru mótmæli við ríkjandi ástand, vantraust á þá stjórnmálaflokka sem fara með völdin, þau eru pólitísk aðgerð kvenna sem gerð er hér og nú i þeirri von að konur vakni enn til stór- sóknar í kvenfrelsisbaráttuni. En hvers vegna að fara þessa leið? Hvers vegna ekki að vinna innan stjórnmála- flokkanna? Því er til að svara að fyrirmyndina er að finna á blöðum sögunnar, það var nærtækt að gripa til þessa gamla ráðs, aðrar leiðir virtust ekki færari. Svo vitnað sé til hug- myndafræðigrundvallar Kvennaframboðsins í Reykjavík: „Allir stjórnmálaflokkar á íslandi eru byggðir upp og þeim stjórnað af fámennum hópi karla. Það eru karlar sem setja leikreglurnar. Enginn þessara flokka tekur sérstaklega mið af reynsluheimi kvenna, og konur fá ekki að koma þar nær en kö'rl- um hentar. Málefni sem konur láta sig miklu varða eru að vísu stundum á stefnuskrá flokkanna, en þau sitja gjarnan á hakanum þegar að framkvæmdum kemur. Eins og máium er nú háttað virðist fullreynt að konur geti aukið vald sitt og athafnasvið í íslensk- um stjórnmálum með því að fara hina hefðbundnu leið flokkakerfisins". Þetta er álit þeirra kvenna sem standa að Kvennaframboðinu í Reykjavík, en að sjálf- sögðu eru mjög skiptar skoðanir um það meðal kvenna almennt hvers stjórnmála- flokkarnir eru megnugir og hverju konur geta komið til leiðar innan þeirra. Það er staðreynd að allar tilraunir til að koma á fót nýjum flokkum hafa mistekist hingað til, þeir fjórir flokkar sem nú eiga fulltrúa á alþingi og í bæjarstjórnum virðast fastir í sessi. Það er líka staðreynd að umræður um kvennaframboð hafa ýtt mjög við konum innan flokkanna, þeim hefur fjölgað til muna á framboðslistum og einnig innan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.