Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Side 47

Sagnir - 01.05.1982, Side 47
„Hlutverk kvenna hefur frá fyrstu tíð verið að vernda líf og viðhalda því. Konur ganga með börn- in, fæða þau og ala upp. Vinnustaður þeirra hefur verið á heimilinu eða í námunda við það og þar hafa konur þróað sínar sérstöku vinnuaðferðir við matar- gerð, fatasaum, ljósmóðurstörf uppeldi barna og kennslu, þvotta og önnur þrif, hjúkrun og umönn- um sjúkra og aldraðra. Þrátt fyrir óllk lífskjör kvenna er þetta sameiginlegur reynsluheimur þeirra, arfur þeirra frá kynslóð til kynslóðar, það sem hefur mótað heimsmynd þeirra, sjálfsímynd og menningu." (Hugmyndafræðigrundvöllur Kvenna- framboðsins í Reykjavík. Undirstrikun er greinarhöf.) í stefnuskrá Kvennaframboðsins í Reykja- vík er lögð áhersla á eftirtalin stefnumið: ,,— að reynsla og menning kvenna verði metin sér- staklega sem stefnumótandi afl í þjóðfélaginu. — samfélagsleg þátttaka í uppeldi barna verði auk- in og bætt og jöfnun foreldraábyrgðar verði auð- velduð. — að hafa forystu um samstöðu kvenna í borgar- stjórn í sem allra flestum málum. — raunveruleg áhrif borgarbúa við mótun um- hverfis síns með auknum áhrifum á stjórn og þróun borgarmála. — mannleg verðmæti sitji ávallt í fyrirrúmi við ákvarðanir í borgarmálum. — leitað verði einfaldra leiða í framkvæmdum og að þjónusta verði sveigjanleg og komi til móts við þarfir borgarbúa." Ef tekið er mið af þeirri umræðu sem fram hefur farið um kvenfrelsismál undanfarin ár, er greinilegt að hér kveður við nýjan tón. Fyrstu árin eftir 1970 einkenndust mjög af því að ,,meðvitaðar“ konur afneituðu sínu fyrra kvenhlutverki algjörlega og reyndu hvað þær gátu til að tileinka sér karlaheim- inn — þær börðust fyrir jafnrétti á forsend- um karla. Nú hefur það hins vegar gerst að hluti kvennahreyfingarinnar hefur snúið við blaðinu, enda löngu orðið ljóst að engu var náð með því að afneita eigin kynferði, sjálfs- ímynd og menningu kvenna. Þróunin um allan hinn vestræna heim hefur stefnt í sömu átt — konur vilja öðlast sinn rétt á eigin for- sendum, finna nýtt jafnvægi þar sem kynin geta mæst á miðri leið: ,,Þá fyrst geta konur og karlar unnið saman, að karlar viðurkenni og tileinki sér þennan reynsluheim (kvenna) á sama hátt og konur tileinki sér það besta og lífvænlegasta af viðhorfum karla“. (Hugmyndafræðigrundvöllur Kv.fr. í Rvík). Drama í þremur þáttum Kemur þá næst að þeirri spurningu hvers konar fyrirbæri kvennaframboðin nú eru. Aður er vikið að tilgangi þeirra og markmið- um, en hvað er þarna á ferðinni? Mörgum hefur leikið hugur á að vita hvort í uppsigl- ingu séu nýir flokkar. Því verður að svara neitandi. Kvennaframboðið í Rvík a.m.k. miðast eingöngu við þær kosningar sem fara i hönd og kjörtímabilið sem á eftir fer. Það hefur ekki mótað neina stefnu í landsmálum, hefur ekki fastmótað skipulag eins og stjórn- málaflokkar og er þar af leiðandi ekki flokk- ur. Það er hreyfing í ætt við grasrótarhreyf- ingar sem á undanförnum árum hafa ein- kennt stjórnmálalíf ,,utan flokka“ úti í Ev- rópu, s.s. umhverfisverndarsamtök, íbúa- samtök, friðarhreyfingar o.fl. Kvennafram- boðin spruttu upp vegna óánægju, þau eru kvennahreyfing sem leggur megináherslu á ,,kvennamál“. Þær konur sem að þeim standa koma úr röðun vinnandi kvenna, þeirra sem hafa einhvern smá tíma aflögu til félagsstarfa. Á framboðslistunum má sjá að flest starfsheitin tengjast kvennastéttunum, nýjum sem gömlum. Að lokum skal vikið að þeim áhrifum sem kvennaframboðin hafa þegar haft. Þegar þessi orð eru rituð eru flestir framboðslistar á landinu komnir fram. Það er áberandi hve konum hefur fjölgað þar og er allt útlit fyrir að konur verði mun fleiri en áður í sveita- stjórnum á næsta kjörtímabili. Eflaust má þakka það að miklu leyti umræðum um kvennaframboðin og þeirri ógnun sem flokkarnir sáu í sérstökum framboðum kvenna. Konur í stjórnmálaflokkunum hafa látið þá skoðun í ljós að kvennaframboðin hafi haft mjög jákvæð áhrif á flokkana og auðveldað konum að komast að. Annar þáttur þess drama sem kvennaframboðin hleyptu af stað s.l. sumar er nú hafinn, en það eru umræður um það í hvers konar borg og bæjum við viljum lifa. Þriðji þátturinn er óskráður enn, hann ræðst eftir kosningar, er úrslit liggja fyrir. í upphafi þessarar greinar var að því vikið að kvennaframboðið fyrr og nú væru mjög ólík fyrirbæri. í lokin skulu dregin saman nokkur atriði sem styðja þá skoðun. Kvennaframboðin fyrrum voru hluti af réttindabaráttu kvenna. Þau áttu að sýna að konur vildu nota fengin réttindi. Þau áttu að koma konum að í bæjarstjórnum, án þess að nokkur stefna lægi að baki, skipulögð samtök eða ákveðnar hugmyndir um hvað konur ætluðu að gera þar innan veggja. Það var skoðun kvenréttindakvenna í þá tíð að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.