Sagnir - 01.05.1982, Side 52
vegna þess eins að hann neitar að láta ógna
sér eða taka við mútum. Nei, því ekkert
jafnast á við illsku gamalla íhaldskerlinga.“
Það voru konurnar sem tóku að sér að
setja ríka og íhaldssama kaupmenn í bann,
kaupmenn sem vitnuðu gegn Chartistum við
réttarhöld og fleiri slíka. Margir fóru á haus-
inn, en aðrir sem studdu Chartista komust í
álnir. í Newcastle var gerð samþykkt kvenna
sem sagði að þeir kaupmenn sem ekki styddu
óskir feðra þeirra, eiginmanna og bræðra
væru andstæðingar réttlætis og hagsmuna
vinnandi fólks. Við þá ætti ekki að versla.
Konurnar skipulögðu aðgerðir, sáu um að
sauma fána, og tóku þátt í göngum og mót-
mælaaðgerðum. Þær börðust gegn fátækra-
lögunum sem sett voru 1834, þær gerðu sér
jafnvel spjót til að nota gegn lögreglunni. Á
einum stað er nefnt að hreyfingin í Hyde hafi
talið 300 karlmenn og 200 konur og sama
heimild nefnir að konurnar séu betri helm-
ingurinn í því félagi. Þegar heildarsamtök
Chartista voru stofnuð 1840 sagði í ávarpi
fyrsta þings þeirra: Enginn vinnandi karl-
maður, engin vinnandi kona eða barn á að
standa utan okkar miklu og dýrðlegu hreyf-
ingar.
Af því sem hér hefur verið sagt ætti að
vera ljóst að konur voru mikilvægur hluti
Chartistahreyfingarinnar. Þær höfðu sín eig-
in félög, þær sendu frá sér yfirlýsingar, þær
fóru út á göturnar og þær skipulögðu her-
ferðir gegn kaupmönnum, þær tóku jafnvel
þátt í undirbúningi aðgerða sem greinilega
höfðu að markmiði að velgja yfirvöldum
undir uggum.
Enda þótt Chartistahreyfingin stefndi að
auknum pólitískum réttindum var henni líka
ætlað að verja réttindi. Það var skoðun
Chartista að ríkisstjórnin væri að undirbúa
allsherjar árás á forn lýðréttindi og reyndar
allan lifsstíl verkalýðsstéttarinnar. Chartistar
töldu að hin nýríka millistétt, með sinn ný-
fengna kosningarétt reyndi að ala á slíkum
áformum. Verkafólk sá vinnuna sem það
hafði sjálft skipulagt hverfa smám saman
inn í verksmiðjurnar og það leit á hugmyndir
hagfræðingsins Malthusar2 um ,,of mikla
fólksfjölgun“ sem hreina ógnun við sig.
(Malthus sagði að ekki væri hægt að bæta
kjörin af því að fólkið væri of margt og þar
af leiðandi væri atvinnuleysi óhjákvæmilegt
innsk. ká). Þessar hugmyndir endurspegluð-
ust í fátækralögunum, sem verkafólk túlkaði
líka sem ógnun. Það er ef til vill vegna þess-
ara beinu hótana sem áhrif kvenna komu
verulega til sögunnar á 19. öld.
Vöruframleiðsla, menntun barnanna, um-
önnun, ást og tilfinningalegt athvarf einstak-
linganna, var áður innan fjölskyldunnar.
Þegar talað er um fjölskyldu hér, er ekki að-
eins átt við kjarnafjölskylduna í nútíma
skilningi, heldur allt heimilisfólkið. Fjöl-
skyldan var framleiðslueining, um leið og
hún sá um endurframleiðsluna (endurnýjun
og viðhald vinnuaflsins innsk. ká). Hún
þurfti að hafa innan sinna vébanda lærlinga,
sölumenn, þjónustufólk og aðra þá sem til-
heyrðu framleiðsluferlinu, ættu heimilis-
störfin og framleiðslan að ganga að óskum.
Það var að miklu leyti starf kvenna að halda
heimiliskerfinu gangandi, ýta undir fram-
leiðslu eiginmanna og sona, en líka að taka
þátt í framleiðslunni, auk heimilisstarfanna.
Hún varð að kunna skil á öllum þáttum
handverksins og geta tekið stjórnina þegar
þurfa þótti. (Til er kvæði um það hverning
kona iðnaðarmannsins átti að vera til að telj-
ast hin fullkomna eiginkona, innsk. ká).
Um miðja 19. öld eða á þeim árum sem
hér um ræðir, hafði þessi mynd heldur betur
fölnað. Framleiðsla fjölskyldunnar varð að
láta i minni pokann fyrir verksmiðjufram-
leiðslunni. Meistarakerfið var mjög á fall-
andi fæti, lærlingarnir urðu að ódýru vinnu-
afli í verksmiðjunum og skólar sem einkum
voru reknir af trúarsamtökum tóku við
menntun barnanna. Áður höfðu mæðurnar
séð um menntunina og kemur greinilega
fram í ævisögum Chartista að þeir lærðu að
lesa og skrifa af mæðrum sínum, í skólum
sem reknir voru af konum, eða þá að frænk-
ur hlupu undir bagga. Kennsla var kvenna-
starf. Þessir piltar urðu fyrir pólitískum
áhrifum, urðu róttækir innan um allar þess-
ar róttæku fjölskyldur. Konurnar héldu líf-
inu í róttækum hugmyndum og börnin
drukku þær inn með móðurmjólkinni, en
þessi kennsla þeirra í róttækni hvarf eins og
fleira síðar á öldinni.
Konan þurfti að kunna allt
50