Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Síða 81

Sagnir - 01.05.1982, Síða 81
ari tímasetning er ógerleg og út í hött. Það segir sig sjálft að hafi þetta verið rikjandi viðhorf á 13. öld þá hefur það skotið upp kollinum nokkru áður og tekið einhvern tíma að festa sig í sessi. Bogi Melsted taldi að þegar á 10. öld hefðu Islendingar tekið að greina sig frá Norðmönnum. Ég tel þær ályktanir hins vegar ótraustar. En Norð- menn sjálfir hafa gert skýran greinarmun á þjóðunum tveimur og litið heldur niður á ís- lendinga, sem þeir sökuðu gjarnan um tóm- læti og seinlæti.14) Iðulega voru íslendingar kallaðir mörlandar eða mörfjandar. í Orkn- eyingasögu er kenningin „grúpans granni“ og í Annarri jarteiknabók Þorláks byskups segir frá þvi er enskur klerkur spottar lík- neski Þorláks með því að rétta því bjúgu og s'egja: „Viltu mörlandi? Þú ert mörbysk- up“15) . , Þótt um tvær þjóðir væri að ræða voru ís- lendingar á ýmsan hátt tengdir Norðmönn- um á þjóðveldisöld. Samskipti þjóðanna voru ávallt töluverð, til dæmis var utanríkis- verslun íslendinga að mestu bundin við Noreg. Fjöldi íslendinga starfaði og fyrir Noregskonunga og aðra stórhöfðingja og landsmenn höfðu réttindi og skyldur í Nor- egi. Noregskonungar hlutuðust allt frá upp- hafi til um ýmis málefni íslendinga, svo sem stærð landnáma, kristniboð og kirkjustjórn, siglingar til landsins og fleira.16) Af tengslum þjóðanna og ásókn Noregs- konunga til valda á fslandi má draga þá ályktun að það hafi alla tíð verið útbreidd skoðun í Noregi að íslendingar væru í raun hluti Noregsveldis. Sigurður Nordal hefur bent á, sem dæmi um þessa skoðun, að í Historia Norvegiæ er ísland talið með skatt- eyjum Noregs.17) Andstætt þessu benti Bogi Melsted á að Theodricus munkur leit á íslendinga sem sér- staka þjóð í riti sínu Historica de antiquitate regum Norwagiensium frá lokum 12. aldar.18) Ég álít reyndar að í því felist engin mótsögn að líta á íslendinga samtimis sem sérstaka þjóð og sem hluta Noregsveldis þeg- ar tekið er mið af stjórnmálalegri hugsun manna á þessum tíma. Og þá erum við kom- ln að þvi hvaða áhrif vitund um þjóð og bjóðerni hafði á sviði stjórnmála. Þjóðerni og pólitísk hugsun á miðöldum Það má líklega til sanns vegar færa að ,,þjóðerniskennd“ í einhverri mynd sé jafn gömul manninum. Hinir ýmsu hópar, frá „frumstæðum“ þjóðflokkum til þjóða nú- tímans, hafa fundið til innri skyldleika og samstöðu og tortryggni gagnvart utanað komandi mönnum og háttum þeirra. Slík vitund hefur án efa þróast með þeim sem byggðu ísland þegar fram liðu stundir. Landfræðilega voru þeir rækilega afmark- aðir frá öðrum þjóðum og þegar tímar liðu eignuðust þeir sameiginlega og sérstaka menningu og sögu, sem nægði til að gera þá að sérstakri þjóð og aðgreina þá frá útlend- ingum, eins og þegar hefur verið fjallað um. En þjóðernishyggja í pólitískum skilningi — sú hugmynd að mörk þjóðar og ríkisvalda skuli fara saman — kemur hinsvegar ekki fram fullsköpuð fyrr en á 18. öldinni með frönsku byltingunni. Að hve miklu leyti slík þjóðernishyggja var til staðar fyrir þann tíma og á miðöldum er umdeilt mál og flókið og ætla ég ekki að fara út í þá sálma hér. íslenska þjóðin var það fólk sem bjó á ís- landi og myndaði ákveðna menningarheild, en engin pólitísk stofnun var til staðar sem samsvaraði þeirri heild og gat komið fram fyrir hönd allra íslendinga. Þetta benda þeir Björn Þorsteinsson og Sigurður Líndal á þegar þeir fjalla um milliríkjasáttmála ís- lendinga og Noregskonungs frá 1022. Þá þurftu tveir stórhöfðingjar úr hverjum fjórð- ungi og biskup að staðfesta sáttmálann, „en þá skiptist ísland í meira og minna sjálfstæð héraðsríki...“19) Eins voru það fulltrúar einstakra héraðsríkja og ætta sem hylltu Noregskonunga á árunum 1262—64 og virðist sú hylling ekki hafa þurft þinglega af- greiðslu. Átök Sturlungaaldar eru raunar svo lýsandi dæmi um skort á miðstýringu að þaö ætti ekki að þurfa að ræða það öllu frekar. Pólitísk hugsun manna hefur miðast við þessi „sjálfstæðu héraðsríki“. Venjulegur ís- lenskur bóndi hefur litið á sig sem þegn ákveðins goða eða höfðingjaættar og fundist hann hafa skyldum að gegna gagnvart þvi staðbundna yfirvaldi. Eins hefur hann liticý á sig sem kristinn og þar með að einhverju leyti þegn kirkjunnar, þótt hugmyndafræði Hins heilaga rómverska ríkis hafi varla gætt hér 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.