Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 90

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 90
úð með frelsishreyfingum þjóðanna út frá þjóðernissjónarmiðum og dáði frelsi í anda liberalismans, og mun ég sýna fram á það hér á eftir. Skrif Gísla á tímabilinu upp úr 1848 einkennast af almennum áhuga hans á stjórnmálahræringum í Evrópu, en skrif hans og gagnrýni á stefnuna í frelsisbaráttu íslendinga koma fram upp úr setu hans á Al- þingi 1859—63. Það má því með nokkrum rétti skipta skrifum Gísla niður í tvö tímabil. Afstaða Gísla 1848—1852 Lítum þá á fyrra tímabilið, og þá fyrst á glefsur úr dagbók Gísla sem gefur innsýn inn í þankagang hans, en dagbókin er forms síns vegna að mestu sundurlausar hugleiðingar. Gísli eyðir samkvæmt dagbókinni miklum hluta tíma síns í kaffihúsasetur, og liggur þar yfir erlendum blöðum og tímaritum, en lætur sér í léttu rúmi liggja þótt hann sofi af sér flestra fyrirlestra. Hugsanir hans og skynjun eru stilltar á allt aðra tíðni en fyrir- lestrarnir bjóða upp á, hann er ör, og hefur vissa vitsmunasnerpu sem fær hann til að fullyrða að hann viti ekkert vesælla en há- skólann danska.2) Hann les vítt og breitt og stundar sjálfsnám sem hann uppsker ríku- lega af í greinum sínum í Norðurfara. Þessi tilvitnun í dagbókina gefur góða innsýn í stjórnmálalega afstöðu hans á þessum tíma: Allar stjórnir eru vitlausar, og þegar ég hugsa til frakkneska skrílsins, þess hjartalausasta og versta sem til er, þá hata ég Frakka. Það sem þeir hafa gjört, er mikið verk eða stórvirki, en það er ekki góðs drengs lund sköpuð í þeim. Er þá frelsi þetta kommúnista æði? Ónei, eigingirni, sem drepur allt frelsi í raun og sannleik og alla drengslund. Frelsi er ekki nema hvers einstaks manns frelsi, og svo er á Englandi. Það er svo hræðilega langt á undan Frökkum í öllu góðu.3) Samúð Gísla er greinilega með framkvæmd frelsishugmynda á Englandi. En uppreisnir i þágu þjóðernisafla fá náð fyrir augum hans þótt hann sé mótfallinn frönsku byltingunni 1789. Gísli talar af mik- illi tilfinningu um uppreisnina í Holtsetlandi, og fordæmir Dani fyrir andstöðuna gegn málstað uppreisnarmanna, sem „örmustu, nöprustu og vesælustu þjóð i heimi.“ Gísli hafði ranghermt að Rússakeisari ætlaði að veita Pólverjum frelsi, og segir í því sam- bandi: 88 nú getur hann sett sig í brodd slavneskra þjóða og þá losnar líka Bæheimur, og allar þjóðir skiljast að og hreinsast, og svo á að vera, allir vinir, en hver fyrir sig og óháður öðrum; en þetta skilja ei Danir, og það er ólán þeirra, að þeir aldrei geta gert neitt verulegt af fyrra bragði, en fyrst þegar aðrir eru búnir að því löngu á undan.4) Hérna sést þjóðernis-hugsýn Gísla glögglega, en andstaða hans gagnvart þeim sem honum finnst standa í vegi fyrir því að hugljómun hans verði að veruleika birtist í fyrirlitningu á Dönum. Hann segir á einum stað að þeim sé best að verða þýskir þar sem þeir hafi aldrei verið og muni aldrei verða annað en átumein í norrænu samfélagi. Svipaðar full- yrðingar eru algengar í fyrri hluta bókar- innar, en síðar áttar hann sig og segist sjá að það sé rangt að hata þjóð. Uppreisnir eru i augum Gísla leið til að koma Evrópu úr viðjum þess afturhalds sem einkenndi stjórnarfarið í Evrópu, þar sem stjórnir reyndu með ritskoðun og valdi að halda öllum frelsishugmyndum niðri. En takmarkið er einhverskonar enskt þingbund- ið kerfi hann vill að þjóðarviljinn og þjóð- ernið fái að njóta sín: En ei líka mér þeir menn á þýzkalandi, sem eins og Dahlmann, eru að bulla um forn skjalaréttindi, því þau eru einskisverð, en þjóðarviljinn og þjóðernið, það á að vinna, og í þvi (hafa) uppeisnarmennirnir alltaf betur og réttara mál en Danir.5) Gísli hefur svo megna óbeit á fornum skjala- réttindum að hann sættir sig ekki við notkun Jóns Sigurðssonar á þeim i frelsisbaráttunni, þótt hún sé í þágu málstaðarins, en að því komum við betur siðar. í dagbókinni kemur glögglega í ljós, að samhyggð Gísla er með Fjölnismönnum og skoðunum þeirra. Hann telur Konráð Gísla- son djúpsæjastan og gáfaðastan allra íslend- inga.6) Á einum stað þar sem hann minnist á að hann hafi verið á fundi i nefnd Nýrra Félagsrita segir hann mál þeirra vera allt of danskt.7) Hann sér á rómantískann hátt fyrir sé þjóðfund á Þingvelli, þótt þingið sé flutt til Reykjavikur.: Á Þingv(elli) mætti fyrst halda sanna þjóðfunda innan um svo margar fornmenjar, og konur ættu að vera þar í þjóðbúningi og eins karlar ef þeir hefðu nokkurn.8) Þegar Gísli svo í formála fyrra árgangs Norðurfara ræðir hlutverk tímaritsins, hugs- ar hann sér að það fylli hið auða skarð eftir Fjölni. Norðurfari fylgir og stafsetningu Konráðs Gíslasonar. í fyrra blaðið skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.