Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 90
úð með frelsishreyfingum þjóðanna út frá
þjóðernissjónarmiðum og dáði frelsi í anda
liberalismans, og mun ég sýna fram á það
hér á eftir. Skrif Gísla á tímabilinu upp úr
1848 einkennast af almennum áhuga hans á
stjórnmálahræringum í Evrópu, en skrif
hans og gagnrýni á stefnuna í frelsisbaráttu
íslendinga koma fram upp úr setu hans á Al-
þingi 1859—63. Það má því með nokkrum
rétti skipta skrifum Gísla niður í tvö tímabil.
Afstaða Gísla 1848—1852
Lítum þá á fyrra tímabilið, og þá fyrst á
glefsur úr dagbók Gísla sem gefur innsýn inn
í þankagang hans, en dagbókin er forms síns
vegna að mestu sundurlausar hugleiðingar.
Gísli eyðir samkvæmt dagbókinni miklum
hluta tíma síns í kaffihúsasetur, og liggur þar
yfir erlendum blöðum og tímaritum, en
lætur sér í léttu rúmi liggja þótt hann sofi af
sér flestra fyrirlestra. Hugsanir hans og
skynjun eru stilltar á allt aðra tíðni en fyrir-
lestrarnir bjóða upp á, hann er ör, og hefur
vissa vitsmunasnerpu sem fær hann til að
fullyrða að hann viti ekkert vesælla en há-
skólann danska.2) Hann les vítt og breitt og
stundar sjálfsnám sem hann uppsker ríku-
lega af í greinum sínum í Norðurfara. Þessi
tilvitnun í dagbókina gefur góða innsýn í
stjórnmálalega afstöðu hans á þessum tíma:
Allar stjórnir eru vitlausar, og þegar ég hugsa til
frakkneska skrílsins, þess hjartalausasta og versta
sem til er, þá hata ég Frakka. Það sem þeir hafa
gjört, er mikið verk eða stórvirki, en það er ekki
góðs drengs lund sköpuð í þeim. Er þá frelsi þetta
kommúnista æði? Ónei, eigingirni, sem drepur allt
frelsi í raun og sannleik og alla drengslund. Frelsi er
ekki nema hvers einstaks manns frelsi, og svo er á
Englandi. Það er svo hræðilega langt á undan
Frökkum í öllu góðu.3)
Samúð Gísla er greinilega með framkvæmd
frelsishugmynda á Englandi.
En uppreisnir i þágu þjóðernisafla fá náð
fyrir augum hans þótt hann sé mótfallinn
frönsku byltingunni 1789. Gísli talar af mik-
illi tilfinningu um uppreisnina í Holtsetlandi,
og fordæmir Dani fyrir andstöðuna gegn
málstað uppreisnarmanna, sem „örmustu,
nöprustu og vesælustu þjóð i heimi.“ Gísli
hafði ranghermt að Rússakeisari ætlaði að
veita Pólverjum frelsi, og segir í því sam-
bandi:
88
nú getur hann sett sig í brodd slavneskra þjóða og
þá losnar líka Bæheimur, og allar þjóðir skiljast að
og hreinsast, og svo á að vera, allir vinir, en hver
fyrir sig og óháður öðrum; en þetta skilja ei Danir,
og það er ólán þeirra, að þeir aldrei geta gert neitt
verulegt af fyrra bragði, en fyrst þegar aðrir eru
búnir að því löngu á undan.4)
Hérna sést þjóðernis-hugsýn Gísla glögglega,
en andstaða hans gagnvart þeim sem honum
finnst standa í vegi fyrir því að hugljómun
hans verði að veruleika birtist í fyrirlitningu
á Dönum. Hann segir á einum stað að þeim
sé best að verða þýskir þar sem þeir hafi
aldrei verið og muni aldrei verða annað en
átumein í norrænu samfélagi. Svipaðar full-
yrðingar eru algengar í fyrri hluta bókar-
innar, en síðar áttar hann sig og segist sjá að
það sé rangt að hata þjóð.
Uppreisnir eru i augum Gísla leið til að
koma Evrópu úr viðjum þess afturhalds sem
einkenndi stjórnarfarið í Evrópu, þar sem
stjórnir reyndu með ritskoðun og valdi að
halda öllum frelsishugmyndum niðri. En
takmarkið er einhverskonar enskt þingbund-
ið kerfi hann vill að þjóðarviljinn og þjóð-
ernið fái að njóta sín:
En ei líka mér þeir menn á þýzkalandi, sem eins og
Dahlmann, eru að bulla um forn skjalaréttindi, því
þau eru einskisverð, en þjóðarviljinn og þjóðernið,
það á að vinna, og í þvi (hafa) uppeisnarmennirnir
alltaf betur og réttara mál en Danir.5)
Gísli hefur svo megna óbeit á fornum skjala-
réttindum að hann sættir sig ekki við notkun
Jóns Sigurðssonar á þeim i frelsisbaráttunni,
þótt hún sé í þágu málstaðarins, en að því
komum við betur siðar.
í dagbókinni kemur glögglega í ljós, að
samhyggð Gísla er með Fjölnismönnum og
skoðunum þeirra. Hann telur Konráð Gísla-
son djúpsæjastan og gáfaðastan allra íslend-
inga.6) Á einum stað þar sem hann minnist á
að hann hafi verið á fundi i nefnd Nýrra
Félagsrita segir hann mál þeirra vera allt of
danskt.7) Hann sér á rómantískann hátt fyrir
sé þjóðfund á Þingvelli, þótt þingið sé flutt
til Reykjavikur.:
Á Þingv(elli) mætti fyrst halda sanna þjóðfunda
innan um svo margar fornmenjar, og konur ættu að
vera þar í þjóðbúningi og eins karlar ef þeir hefðu
nokkurn.8)
Þegar Gísli svo í formála fyrra árgangs
Norðurfara ræðir hlutverk tímaritsins, hugs-
ar hann sér að það fylli hið auða skarð eftir
Fjölni. Norðurfari fylgir og stafsetningu
Konráðs Gíslasonar. í fyrra blaðið skrifar