Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 91
Kaupmannahafnarháskóli við Frúartorg. ígrein sem Gísli ritaði um skólann lagði hann til að islendingar fengju inn-
lenda síofnun, sem kenndi lögfrœði, guðfrœði og lceknisfrœði.
Gísli tvær greinar, „íslendingar við háskól-
ann í Höfn“, og ,,Frá norðurálfunnií
greininni um skólann leggur hann niður rök
fyrir því að íslendingar fái innlenda stofnun
sem kenni lögfræði, guðfræði og læknis-
fræði. Lögfræðinám við Hafnarháskóla
segir hann eingöngu felast í þvi að lesa dönsk
lög, sem íslendingar hafi lítið með að gera,
og rökin gegn danskri læknisfræði eru þau
að mjög sé sjúkdómum öðruvísi háttað á
íslandi en í Danmörku. Rök Gisla í þessari
grein fyrir því að lítið gagn sé í því að læra
guðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn
eru nokkuð beitt:
hverju ætli þeir (þ.e. guðfræðimenntaðir i Köben)
sjeu færari um að uppfræða alþýðu eða börn, þó
þeir hafi heyrt danska menn hafa upp heimspekileg
orðatiltæki eptir Þjóðverjum, (sem þá mætti kenna
á íslandi ef þörf gjörðist)?9)
Sá þáttur þjóðfrelsisbaráttunnar að fá stjórn
menntamála inn í landið var afar áríðandi,
og Gísli leggur því efni hér lið, eins og Bald-
vin, Tómas og Jón Sigurðsson höfðu gert á
undan honum.
í greininni Frá Norðurálfunni rekur Gísli
sögulega þróun stjórnskipunar almennt, og
ræðir siðan ástandið í Evrópu. Þegar menn
eru skammt á veg komnir og óupplýstir,
segir hann að stjórnarfar þeirra einkennist af
einræði, en siðar með auknum framförum
taka fleiri þátt i stjórnmálaefnum ,,fjelags-
ins“, en að lokum þegar framförin hefur
leitt manninn til fullkomnunar stjórna allir.
Þarna fara saman söguleg rök og framfara-
hyggja til að sanna gildi lýðræðis. Gísli skell-
ur svo fram góðkunnugu lýðræðis máltæki:
,,... öll stjórn, hver sem hún er, hefur skap-
ast fjelagsmanna vegna, en fjelagsmenn ei
hennar vegna.“10) Gísli lofsamar hér Eng-
lendinga fyrir stjórnarfar þeirra, eins og
hann gerði i dagbókinni, og segir um frönsku
stjórnarbyltinguna að aldrei hafi háleitari
sannindi verið sögð hroðalegar en þá. Hann
dýrkar Napóleon sem frelsishetju. Síðan
fjallar hann um þjóðernisstefnuna:
Nú lítur svo út sem allar þjóðir vilji skiljast frá hver
annari og vera fyrir sig, en það er ei nema um stund;
þær aðskiljast aðeins til að sameinast síðan aptur í
stærri flokka, og binda vináttu sína sterkari og betri
böndum enn þeim, sem höfðingjar nokkurn tíma
geta bundið.11)
Þarna tekst Gísla að gifta þjóðernishyggju
og alþjóðahyggju svo úr verður glæst fram-
tíðarsýn friðar og samvinnu. Sem dæmi um
89