Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Side 92

Sagnir - 01.05.1982, Side 92
þjóð sem ætti að fá frelsi nefnir Gísli íra, því ,,þeir kvað vera allra vænstu og drenglynd- ustu menn og unna svo innilega smáraeyju sinni“.12) í öðru hefti Norðurfara heldur Gísli svip- uðum málstað á lofti í tveimur greinum, ,,Alþing að sumri“ og ,,Frelsishreyfing- .arnar meðal þjóðanna". í Alþingisgreininni setur hann fram róttækar þjóðfrelsisskoð- anir, vill að Danir og íslendingar hafi ein- ungis sameiginlegann þjóðhöfðingja, en lög- gjafarþing í hverju landi fyrir sig. Hann krefst þar almenns kosningarréttar og vill að þingað verði á Þingvöllum. Hér falla skoð- anir hans saman við þær sem flokkur Jóns Sigurðssonar hélt fram á Þjóðfundinum tveim árum síðar, að öðru leyti en því hvað þingstaðnum viðkemur. Sjálfstæðiskröfur þær sem komu í kjölfar afnáms einveldisins í Danmörku eru hér fullmótaðar. Greinin um frelsishreyfingarnar meðal þjóðanna er ýtarlegt yfirlit yfir frelsisólguna sem kom í kjölfar júníbyltingarinnar. Gísli hefur greinina á lofsöng um „Kákasuskyn- ið“, eða hvíta kynstofninn; hann talar um að starfsemi hans ævinlega og allsstaðar hafi verið hin heilavænlegasta fyrir mannkynið, og að veraldarsagan hafi snúist um það eitt. Þessar hugmyndir mundu í dag teljast lýsa áköfu kynþáttamisrétti. Síðan gerir hann grein fyrir hugmyndum Owens, Fouriers og Saint-Simons, kallar þá ,,samlagsmenn“, og fordæmir hugmyndir þeirra með eftirfarandi rökum: það er yfir höfuð villa samlagsmanna, að þeir vilja berja það blákalt fram með lögum, sem enginn getur búist við nema af frjálsum vilja manna, og sem verð- ur að spretta af bættu hugarfari, slíku sem kristin- dómurinn vill skapa.13) í þessari grein sinni sýnir Gísli að hann hefur fylgst vel með í pólitískum efnum, hann rek- ur stjórnmálalega þróun Evrópu frá 1789 og útlistar nákvæmlega sögu þjóðfrelsishreyf- inga Magyra, ítala, o.s.frv. Norðurfari kom ekki oftar út, en Gísli kom tveimur greinum sínum á prent í Nýjum Félagsritum 1850 og 1852. Sú fyrri heitir Um þjóðmegunarfrœði (political-economy). Þar gefur hann stutt yfirlit yfir sögu hagsögunn- ar, og hampar mjög Adam Smith og fríversl- unarhugmyndum hans. Hann segir þar að í Englandi og Norður-Ameríku hafi orðið sannar framfarir, enda séu þau lönd trygg- ustu hornsteinar þjóðmegunarfræðinnar og 90 Gísli fordœmdi hugmyndir þeirra sem hann kallaöi ,,samlagsmenn“. Robert Owen var einnþessara manna. alls þjóðfrelsis. Hann minnist enn á sam- eignarmenn, og þakkar þeim það að menn hafi farið að huga að endurbótum á kjörum fátækra: Og má það bera hinn bezta ávöxt, þegar betri og skynsamari menn en sameignar og samlagsmenn eru farnir að skerast í það mál.14) Það er ótrúlegt að Gísli hafi verið talinn fyrirrennari sósíalismans á íslandi, því leit er að samtímamanni Gísla á íslandi sem skrifar meira á móti þeirri stefnu en Gísli. í þessari grein Gísla kemur skýrt fram að hann er ekki eins hrifinn af vísindastarfsemi Þjóðverja og Tómas Sæmundsson: Þjóðverjar fara með þjóðmegunarfræðina eins og allar aðrar vísindagreinar, að þeir gjöra hana að snauðum hugsunar lærdómi, og eru að streytast við að koma því í rétta hugsunar lögun, sem aðrir hafa uppgötvað, en bæta litlu við sjálfir.15) Grein Gísla í Ný Félagsrit 1852 er íslenskt söguyfirlit í þjóðernisstíl. Þar kemur fram hin gegnumgangandi hugmynd um samhengi þess að ísland fór undir Noregskonung og þess að hlutirnir fóru að ganga verr hér en áður. Þar minnist hann á það að við getum lært af fornöldinni, en bætir því við, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.