Sagnir - 01.05.1982, Page 92
þjóð sem ætti að fá frelsi nefnir Gísli íra, því
,,þeir kvað vera allra vænstu og drenglynd-
ustu menn og unna svo innilega smáraeyju
sinni“.12)
í öðru hefti Norðurfara heldur Gísli svip-
uðum málstað á lofti í tveimur greinum,
,,Alþing að sumri“ og ,,Frelsishreyfing-
.arnar meðal þjóðanna". í Alþingisgreininni
setur hann fram róttækar þjóðfrelsisskoð-
anir, vill að Danir og íslendingar hafi ein-
ungis sameiginlegann þjóðhöfðingja, en lög-
gjafarþing í hverju landi fyrir sig. Hann
krefst þar almenns kosningarréttar og vill að
þingað verði á Þingvöllum. Hér falla skoð-
anir hans saman við þær sem flokkur Jóns
Sigurðssonar hélt fram á Þjóðfundinum
tveim árum síðar, að öðru leyti en því hvað
þingstaðnum viðkemur. Sjálfstæðiskröfur
þær sem komu í kjölfar afnáms einveldisins í
Danmörku eru hér fullmótaðar.
Greinin um frelsishreyfingarnar meðal
þjóðanna er ýtarlegt yfirlit yfir frelsisólguna
sem kom í kjölfar júníbyltingarinnar. Gísli
hefur greinina á lofsöng um „Kákasuskyn-
ið“, eða hvíta kynstofninn; hann talar um að
starfsemi hans ævinlega og allsstaðar hafi
verið hin heilavænlegasta fyrir mannkynið,
og að veraldarsagan hafi snúist um það eitt.
Þessar hugmyndir mundu í dag teljast lýsa
áköfu kynþáttamisrétti. Síðan gerir hann
grein fyrir hugmyndum Owens, Fouriers og
Saint-Simons, kallar þá ,,samlagsmenn“, og
fordæmir hugmyndir þeirra með eftirfarandi
rökum:
það er yfir höfuð villa samlagsmanna, að þeir vilja
berja það blákalt fram með lögum, sem enginn getur
búist við nema af frjálsum vilja manna, og sem verð-
ur að spretta af bættu hugarfari, slíku sem kristin-
dómurinn vill skapa.13)
í þessari grein sinni sýnir Gísli að hann hefur
fylgst vel með í pólitískum efnum, hann rek-
ur stjórnmálalega þróun Evrópu frá 1789 og
útlistar nákvæmlega sögu þjóðfrelsishreyf-
inga Magyra, ítala, o.s.frv.
Norðurfari kom ekki oftar út, en Gísli
kom tveimur greinum sínum á prent í Nýjum
Félagsritum 1850 og 1852. Sú fyrri heitir Um
þjóðmegunarfrœði (political-economy). Þar
gefur hann stutt yfirlit yfir sögu hagsögunn-
ar, og hampar mjög Adam Smith og fríversl-
unarhugmyndum hans. Hann segir þar að í
Englandi og Norður-Ameríku hafi orðið
sannar framfarir, enda séu þau lönd trygg-
ustu hornsteinar þjóðmegunarfræðinnar og
90
Gísli fordœmdi hugmyndir þeirra sem hann kallaöi
,,samlagsmenn“. Robert Owen var einnþessara manna.
alls þjóðfrelsis. Hann minnist enn á sam-
eignarmenn, og þakkar þeim það að menn
hafi farið að huga að endurbótum á kjörum
fátækra:
Og má það bera hinn bezta ávöxt, þegar betri og
skynsamari menn en sameignar og samlagsmenn eru
farnir að skerast í það mál.14)
Það er ótrúlegt að Gísli hafi verið talinn
fyrirrennari sósíalismans á íslandi, því leit er
að samtímamanni Gísla á íslandi sem skrifar
meira á móti þeirri stefnu en Gísli. í þessari
grein Gísla kemur skýrt fram að hann er ekki
eins hrifinn af vísindastarfsemi Þjóðverja og
Tómas Sæmundsson:
Þjóðverjar fara með þjóðmegunarfræðina eins og
allar aðrar vísindagreinar, að þeir gjöra hana að
snauðum hugsunar lærdómi, og eru að streytast við
að koma því í rétta hugsunar lögun, sem aðrir hafa
uppgötvað, en bæta litlu við sjálfir.15)
Grein Gísla í Ný Félagsrit 1852 er íslenskt
söguyfirlit í þjóðernisstíl. Þar kemur fram
hin gegnumgangandi hugmynd um samhengi
þess að ísland fór undir Noregskonung og
þess að hlutirnir fóru að ganga verr hér en
áður. Þar minnist hann á það að við getum
lært af fornöldinni, en bætir því við, að