Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 96

Sagnir - 01.05.1982, Page 96
þá fjöldi af þessum landflóttamönnum til íslands. En þessir atþurðir urðu þess valdandi að til íslands fór mikið af kjarkmesta fólkinu, sem til var í land- inu. En um leið var það sá hlutinn, sem óbilgjarn- astur var og verst að stjórna. Og sjálfræðið kom ís- lendingum síðast á kaldaij klaka. í þessum orðum er gefin nokkurs konar upp- skrift að íslensku þjóðinni. Hún er orðin til við baráttu sem höfundur lýsir með samúð, og hann velur ættfeðrum (og kannski ætt- mæðrum) íslendinga einkunn eins og kjark- miklir (sem er af einhverjum ástæðum orðin kjarnmiklir í síðustu útgáfu bókarinnar). Þessi þjóðernishyggja gegnsýrir alla bókina. Þjóðveldisöldinni er lýst með aðdáun. Síðan kemur löng saga sem segir aftur og aftur frá átökum milli góðra íslendinga og vondra út- lendinga. Þar eigast við íslenskir höfðingjar og Jón biskup Gerreksson með sveinum sín- um, Jón Arason og sendimenn Danakon- ungs, Oddur biskup Einarsson og Herluf Daa, Vestmannaeyingar og Tyrkir, Árni Oddsson og Henrik Bjelke, Skúli Magnússon og einokunarkaupmenn, Jón Eiríksson og honum óvitrari menn í dönskum stjórnarskrifstofum, Jón Sigurðsson og danskir stjórnmálamenn. í þessum átökum bíða íslendingar oftast lægri hlut. Loks undir lokin tekur að rofa til á ný:1 Stjórnarskráin 1874, var ávöxturinn af æfilangri baráttu og sjálfsfórn Jóns Sigurðssonar og með henni hófst nýtt tímabil í sögu fslendinga. Þá var landið í kaldakoli eftir margra alda kúgun og mis- vitra stjórn Dana. En siðan fslendingar fengu hönd í bagga með stjórn landsins hefir þjóðin tekið meiri framförum á einum mannsaldri en á öllum þeim öld- um samanlögðum, sem erlendir menn höfðu stýrt þjóðmálaefnum íslendinga. Mynd úr Islandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. 1 Þessi lokakafli er í frumútgáfunni en ekki í síð- ustu útgáfu bókarinnar (1966—67). Ég veit ekki hvenær hann var felldur niður. „Bjelke höfuðsmaður spyr Brynjólf biskup hvort hann sjái hermennina. “ Mynd úr íslandssögu Hriflu-Jónasar. Síðan fer höfundur í fáum orðum yfir helstu framfaraspor íslendinga næstliðna áratugi og lýkur bókinni með þessum orðum: „Bendir margt til að íslenska þjóðin eigi enn- þá óskaddaðan lífsþrótt sinn, þrátt fyrir allar þær hörmungar, sem yfir hana hafa gengið, síðan vélræði Hákonar gamla og þrákelkni Guðmundar góða feldu máttarstoðir þjóð- veldisins forna.“ Þannig uppfyllir bókin allar kröfur til góðrar spenningssögu. Fyrst er allt með felldu á yfirborðinu, síðan kemur langur timi átaka, en að lokum fer allt vel. Og um þjóð- ina er talað eins og manneskju, hún fær hlut- verk söguhetju. Alkunna er að þessi sterku þjóðernisvið- horf hafa lengi sætt mikilli gagnrýni, og sú gagnrýni var borin þannig fram að hún hitti vekjandi sögukennslu beint í hjartastað. Krafist var umfram allt vísindalegrar, sannr- ar og traustrar sögu í stað skáldskapar og ýkjusagna. Þetta leiddi til þess sem Wolf- gang Klafki kallar objektívíska sögu og við getum kallað hlutgerða á íslensku. í þessari sögu eiga staðreyndirnar allan rétt, hlutverk sögukennara er að planta í nemendur eins miklu af réttum sögulegum fróðleik og þeir mögulega geta. Forðast er að ræða hvaða efnisatriði skuli valin til kennslu og hvers vegna, enda væri hlutlægnin þá í hættu. I stað þess er venjulega látið eins og það sé sjálfgefið hvaða atriði teljist til ,,sögunnar“. Þannig er hugsað um ,,söguna“ sem eins konar hlut eða massa sem leitast er við að koma inn í höfuð hvers barns. En af hverju ræðst það þá hvaða efnisatriði fá inni í „sög-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.