Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Síða 100

Sagnir - 01.05.1982, Síða 100
þeirra atburða sem áttu sér stað næstu sjö ár breytti þjóðernishyggja flokkanna um svip. Nú var það staða íslands sem þjóðar sem varð aðalinntak þjóðernishyggjunnar.6) Hatrammar deilur um Keflavíkursamning- inn, NATO aðildina og herverndarsamn- inginn settu djúpt mark á þjóðernishyggju flokkanna. Segja má að þjóðernishyggja flokkanna krystallist í afstöðu þeirra til áðurtalinna atriða. Sósíalistaflokkurinn barðist af hörku gegn öllum þessum samningum og sú barátta markaði mjög alla starfsemi flokksins. Tilgangur ÆTT. ÆTT. kom út 1954 en bókin er að stofni til fyrirlestrar sem Einar flutti í flokksskóla Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins veturinn 1951—1952.7) Skrif/fyrir- lestrar Einars hafa mjög ákveðinn tilgang. Yfirlýstur tilgangur var sá að vekja áhuga alþýðu og einkum alþýðu- æskunnar á þjóðveldinu og gera verkalýðshreyf- ingunni ljósar, hvern arf hún ætti þar.8) í ritdómi sem birtist 1954 í Tímariti Máls og Menningar eftir Björn Þorsteinsson segir að Einar hafi með fyrirlestrum sínum viljað benda landsmönnum á að leggja aukna rækt við menningararf þjóðarinnar. Því það var sannfæring hans að alþýða manna ætti að gera baráttuarf þjóðarsögunnar að sínum.9) Einar dregur upp glæsta mynd af þjóð- veldinu og notar þá mynd í baráttu sinni. Þjóðveldistúlkun Einars, einkum 10. og 11. öld, er auðsjáanlega ekki fjarri þeim hug- myndum sem hann gerir sér um hið frum- kommúníska samfélag. Hann vill sýna fram á ágæti frumkommúnismans og skírskotar því til þess félagslega ástands sem hann sá ríkja á þjóðveldistímanum. Þjóðveldið á að vera fyrirmynd á leið til kommúnísks ríkis. Samtíðin á að læra af þjóðveldinu og láta sér að kenningu verða hvernig fór. Fordæmi þessara manna er íslendingum nútímans hið eftirbreytnisverðasta. Það sýnir oss, hve mikill þjóðmálaþroski þessara manna er, sem gera hina sögulegu tilraun til að leiða þróun þjóðfélagsins, sem rís upp úr ættsveitaskipulaginu, áfram til sið- menningar og friðsamlegrar sambúðar heillar þjóðar eftir nýjum, ótroðnum leiðum, án þess að fara braut ríkisvaldskúgunar harðsvíraðrar yfir- stéttar með konung í broddi fylkingar. Vit og reisn þessara þjóðmálaleiðtoga íslendinga á þessu skeiði mætti lýsa oss á erfiðustu tímum þjóðar vorrar.10) Erfiðleikar þjóðveldisins og líðandi stund- 98 Einar Olgeirsson á yngri árum, líklega aö flytja eina af sínum eldheitu barátturæöum. ar, þ.e. tímabilsins kringum 1950, eru af sama toga spunnir. Meðan landsmenn voru lausir við utanaðakomandi áhrif á þjóð- veldistímanum lék allt í lyndi. Þegar norska ríkisvaldið kom til sögunnar fór að síga á ógæfuhliðina, barátta bióðveldisins stóð gegn norsku ríkisvaldi, síðan gegn því danska og nú síðast gegn bandarisku. Barátt- an beinist því enn að utanaðkomandi ríkis- valdi. Því má draga lærdóm af átökum þjóð- veldisins. Fyrir oss, sem lifum úrslitaárin í sögu þjóðarinnar nú, — þau ár, sem skera úr um það hvort hún heldur áfram að vera til sem sérstök þjóð, — er mikilvægt að reyna að skilja til fulls, hvaða öfl það eru og hvaða aðstæður, sem valda því, að það tókst að vinna þessi þjóðfélagslegu afrek.11) Skírskotanir Einars lúta flestar að því að sýna fram á, hvert glappaskot inngangan í NATO og herverndarsamningurinn voru. Bandaríkin voru í hans augum ríkisvald sem í krafti gulls og hermáttar voru að seilast til heimsyfirráða. Gullið er sífellt á lofti og villir mörgum veikgeðja sálum sýn. Hann skír- skotar því til Auðar Vésteinsdóttir í Gísla sögu Súrssonar. Maðurinn, sem trúir á gullið og heldur, að allt verði keypt fyrir það: Eyjólfur grái, — og konan, Auður Vésteinsdóttir, persónugerving tryggðarinnar, er hún slær fjársjóðnum á nasir honum. Það er sið- ferði og skapfesta ættsveitarinnar, sem sigrar gullið, hinn mikla bölvald mannkynsins.12) í seinasta kafla bókarinnar, „Arfur alþýð- unnar“ útlistar Einar hættuna sem stafi af bandarísku auð- og hervaldi. Það sé að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.