Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 117

Sagnir - 01.05.1982, Page 117
Bragi Guðmundsson: Kæru kollegar Á menntaskólastiginu, þar sem ég þekki nú best til, má segja að sagan hafi verið i vissri varnarstöðu í seinni tíð. Þessu veldur þrýstingur frá hinum nýju félagsvísindum; félagsfræði, stjórnmálafræði, sál- fræði og fleiri greinum. ... Sögukennarar í fram- haldsskólum hafa auðvitað verið sér meðvitandi um þessar aðstæður og andsvar þeirra hefur verið að hefjast handa við vissa endurskoðun og endurnýjun á námsefni og kennsluháttum. ... En til þess að um- bótaviðleitni ... geti borið verulegan árangur þarf auðvitað ástand í kennslubókarmálum að batna stórlega auk þess sem brýnt er að bæta aðstöðu og möguleika hvað varðar önnur kennslugögn ýmiss konar, þannig að námið geti í senn orðið fjölbreyti- legra og betra. í þessum efnum hafa kennarar þó e.t.v. ekki verið nægilega vakandi á verðinum. (Sig- urður Ragnarsson, menntaskólakennari, í Sögnum 1980, 36—37.) Ég get tekið undir þetta með kennslubækurnar. En einhvern vantar til að skipuleggja vinnuna. Menn biða eftir því að bækur verði til en ekkert gerist. Þarna stendur á yfirstjórn menntamála, Mennta- málaráðuneytinu. Það mætti hugsa sér að efna til samkeppni um gerð kennslubóka, þar sem góðum verðlaunum væri heitið, ... (Helgi Þorláksson, sagn- fræðingur og stundakennari við HÍ, í Sögnum 1980, 37.) Það er ekki nóg að skrifa kennslubókina. Það þurfa líka að vera til alls konar kennsluleiðbeiningar og menn verða að hafa kunnáttu til að geta breytt út af bókinni. Ég vil og undirstrika að það skiptir ekki höfuðmáli hversu mikið er farið í af efni og ná- kvæmlega hvaða efni er farið í heldur hvernig það er gert. (Ingólfur Á. Jóhannesson, sagnfræðinemi, í Sögnum 1980, 37.) Það var og. Þessir þrír heiðursmenn, sem þátt tóku í hringborðsumræðum Sagna um stöðu íslenskrar sagnfræði, eru allir sam- mála um nauðsyn breyttra og bættra kennslubóka. Ennfremur fullyrti Ingólfur að allt kennsluefni væri illa útbúið og kennslu- bækur úreltar og leiðinlegar. Eðlileg afleið- ing er það óorð sem sagan hefur á sér. Hér skulum við staldra aðeins við og líta á ástand mála. Hvernig er kennslu og kennslu- bókum háttað í framhaldsskólum landsins? Eg ætla að einskorða mig við kennslu í ís- landssögu en læt mannkynssögu Iiggja á milli hluta. Algengast er að kennd séu tvö námskeið í íslandssögu sem allir eru skyldir að taka; ís- landssaga fyrir 1830 og íslandssaga eftir 1830. Við kennslu eru notaðar bækur Björns Þorsteinssonar, Lýðs Björnssonar og Ólafs R. Einarssonar í fyrra námskeiðinu og bók Heimis Þorleifssonar í því seinna (sjá nánar i heimildaskrá). Auk þess eru sums staðar lesnar bækur Gísla Pálssonar, Jóakims Israel og Ólafs Ragnars Grímssonar og Þor- björns Broddasonar um þjóðfélagsfræði hvers konar. Algengara mun samt að þær séu kenndar í sérstökum félagsfræðiáföng- um. Bækur sagnfræðinganna, sem allir eru reyndir kennarar, eru tiltölulega nýjar. Tvær komu í frumútgáfu 1973, ein 1975 og ein 1978. Þrjár eru skrifaðar sem kennslubækur en ein, íslensk miðaldasaga Björns Þor- steinssonar, ekki. Þrjár hafa verið ritdæmd- ar í Sögu, 1974 og 1979, og fengu allar heldur góða dóma. Samt vantar enn nothæf kennslugögn. Hvað veldur? Margt kemur áreiðanlega til og ýmislegt hangir á spýtunni. Félagar okkar láta sér nægja að fjalla um kennslubækurnar og dæma þær lélegar. En er ekki víðar pottur brotinn og er ekki fleira sem gefið hefur sög- unni slæman vitnisburð í skólum landsins? Ég held það og ætla að nefna nokkra sam- verkandi þætti sem mér finnast ofur nærtæk skýring á óvinsældum sögunnar sem náms- og kennslugreinar. í fyrsta lagi vantar okkur áhugasama og lifandi sögukennara. Það er ekki nóg að skarta sprenglærðum prófum í háskólagrein- inni sagnfræði og sitja síðan tuðandi meira og minna leiðinleg þekkingaratriði fyrir framan blásaklausa nemendur. Áhugi og 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.