Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 118

Sagnir - 01.05.1982, Page 118
fjör í kennslu hrífur nemendur með og blæs lífi í kennslugreinina, hver sem hún er. Að sama skapi er dauðyflislegur sögukennari, sem aðeins kennir til þess að hirða launin sín, besta bólusetning gegn greininni sem unnt er að veita. í öðru lagi vantar okkur verkfæra sögu- kennara. Fólk sem kann skil á kennslugögn- um og notkun þeirra og fólk sem skilur að kennsla hefur ekki aðeins ítroðslutilgang heldur einnig uppeldisleg markmið. Rauna- legast er að sjá fullkomið skeytingarleysi margra mætra kennara um gildi skólabóka- safna og notkun þeirra. í flestum nýrri fram- haldsskólum og mörgum eldri eru afar góð söfn og á sumum þeirra starfar sérmenntað fólk sem getur og vill veita okkur alla mögu- lega aðstoð. Hvers vegna í ósköpunum not- um við ekki þennan vettvang nemendum og okkur sjálfum til aukins þroska? Og þar sem ekki eru bókasöfn. Hvers vegna er ekki einu sinni notað uppflettirit Einars Laxness um íslandssögu? Vita menn virkilega ekki af því eða nenna menn ekki að nota sér það? Þetta tengist þriðja atriðinu. Kennarar þurfa umfram allt að breyta um vinnufyrir- komulag. Einstaklings- og/eða hópvinna í skólastofu og/eða á bókasafni verður að fá stóraukið vægi af þeim tíma sem til umráða er í hverju námskeiði. Fjölbreytni er áhuga- vekjandi í sjálfu sér. í fjórða lagi eru sögukennarar ekkert of góðir til þess að framleiða dálítið kennslu- efni til útgáfu sjálfir. Hvernig væri nú að nota u.þ.b. mánuð af hverju þriggja mánaða sumarleyfi til þess að skrifa þemahefti eða kafla í yfirlitsrit? Menn fá jú kaup allt árið og markaður fyrir nýtt útgáfuefni er örugg- lega fyrir hendi. Öll þessi atriði tengjast kennaranum og verklagi hans. En er þá ekkert að kennslugögnunum eins og Helgi, Ingólfur og Sigurður staðhæfa? Jú vissulega. Höfuðgalli þeirra bóka sem við notum við íslandssögu- kennslu er að þær eru ekki samdar með ákveðin þekkingar- og kennslufræðileg markmið í huga. Höfundar hafa gengið til verks með svo og svo mikinn massa af efni og fundist þeir þurfa að koma honum til skila á einn eða annan hátt. Þetta er röng að- ferð ef hún er notuð ein sér og leiðir aðeins til ártalafræða og nafnaskráa. Kennslubæk- ur á að skrifa í ákveðnum tilgangi og efni 116 sem ekki kemur þeim tilgangi við er þarf- laust. Ég er þess ekki umkominn að kynna þær meginhugmyndir sem að baki kennslubókar í íslandssögu ættu að liggja. Mér sýnist hins vegar óhjákvæmilegt að sagnfræðingar og kennslufræðingar taki höndum saman um gerð nýs kennsluefnis sem miði að ákveðnum markmiðum. Gunnar Karlsson hefur skrifað gagnmerka grein um þessi efni og mun hún birtast í Sögu 1982. Þar fjallar hann um markmið sögukennslu fyrr og síðar á grein- argóðan hátt og kynnir hugmyndir sínar um hvernig kenna beri sögu. Gunnari sýnist lík- legt til árangurs að kenna greinina sem and- stæðu við samtímann og um leið sem upp- runa þess veruleika sem við lifum í. Jafn- framt lýsir hann þeirri skoðun sinni að sagn- fræðin sem fræðigrein sé harla lítils virði ef enginn er til þess að nota sér niðurstöður hennar. Þess vegna sé miðlun greinarinnar í skólum mikilvægt rannsóknarefni. Hug- myndir Gunnars eru fyllstu athygli verðar og vonandi verða þær kveikja að líflegri og ár- angursríkri umræðu um hlutverk og stöðu sögunnar sem náms- og kennslugreinar. Þetta er orðið langt og mál að linni. Áður vil ég þó taka upp þráðinn hjá Helga Þorláks- syni er hann talar um aðgerðarleysi Mennta- málaráðuneytisins. Vissulega er það rétt en lítum okkur nær. Ég er handviss um að hægt er að selja útgáfufyrirtækjum góð kennslu- bókarhandrit, jafnvel fyrir mikinn pening, og sennilega er hægt að komast á samning við gerð slíkra bóka. Þær mala nefnilega gull. Fyrir Sögufélagið væri það fundið fé að ráða færa menn til ritstarfa. Hvað hefur t.d. miðaldasagan hans Björns skilað miklum ágóða? Hér er því dugleysi sagnfræðinga og útgefendá um að kenna ekki síður en yfir- stjórn menntamála. Það er svo sannarlega kominn tími til að reka af sér slyðruorðið og hefjast handa en skella ekki sífellt skuldinni á aðra; ómöguleg kennslugögn, nýjar og líflegri kennslugreinar eða stjórnvöld. Þær misþyrmingar sem þessi bráðskemmtilega grein hefur orðið að þola i skólakerfinu eru nefnilega okkar verk og engra annarra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.