Sagnir - 01.05.1991, Page 17

Sagnir - 01.05.1991, Page 17
Er þetta foringi? Blöðin tvö sýndu Rómargöngu Benito Mussolinis og ítalskra fas- ista í október 1922 meiri áhuga en misheppnaðri valdaránstilraun Adolfs Hitlers. Morgunblaðinu þótti Mussolini líklegur til vin- sælda heima fyrir og sagði bersýni- legt að „óvenjulega sterk hönd hefur tekið við stjórnartaumum Ítalíu“.14 Árið 1930 var aftur orðið heldur dapurlegt um að litast í Þýskalandi eftir nokkurn uppgang. Kreppan var skollin á með atvinnuleysi og dýrtíð. Nasistar buðu upp á nýjar arhéraðinu Ruhr árið 1923 kom mjög illa við þýskan efnahag og var fordæmd af mörgum, ekki síst í Bretlandi. Reykjavíkurblöðin tvö tóku ekki afstöðu með eða móti. Þetta sama ár, 1923, kom fram á sjónarsviðið maður nokkur að nafni Adolf Hitler, sem borinn var og barnfæddur í Austurríki. Hann hafði barist með Þjóðverjum í stríðinu 1914-18 og var fullur heiftar yfir stríðslokunum. Hann var því ötull talsmaður goðsagnar- innar um „rýtingsstunguna í bakið“ á Þjóðverjum. Hinn 8. nóvember 1923 gerði Hitler ásamt flokki sínum, þýska þjóðernisjafnaðar- mannaflokknum, misheppnaða til- raun til valdaráns í Miinchen. Hitler og fleiri nasistar voru fang- elsaðir.12 Vísir og Morgunblaðið sýndu þessari valdaránstilraun „fas- istaforingjans" Hitlers lítinn áhuga. Birtu þau samhljóða frétt tveimur dögum eftir valdaránstilraunina: Bylting er byrjuð í Þýskalandi ruddist fasistaforinginn Hitler með 600 vopnaða menn inn í salinn og lýsti yfir, að stjórnin í Bayern ... væri rekin frá völdum, en að stofnuð væri þjóðleg einræðisstjórn....13 Vilhjálmur II. Þýskalandskeisari (t.h.), hershöfðingj- arnir Erich Luden- dorff (mið) og Paul von Hindenburg (t.v.). Blöðunum þótti keisarinn vera lítill bógur og veik- lundaður. En hann naut þó samúðar þeirra í og með, enda höfðingi. Ludendorff og Hindenburg þótti blöðunum hins vegar karlmenni mikil. Uppgangur „húsamálarans “ Adolfs HitJers Weimar-stjórnin tók við völdum í Þýskalandi 9. nóvember 1918. Morgunblaðið og Vísir voru freinur vinsamleg hinni nýju þýsku stjórn. En oft þótti þeim þýska stjórnin ekki standa sig ýkja vel og óttuðust að ólgan og ástandið í Þýskalandi endaði með valdatöku kommúnista.9 Kommúnistar, eða „Spartakistar" eins og þeir nefndust, gerðu víða byltingar- tilraunir í Þýskalandi um þetta leyti. Stjórnin tók á því af hörku og blöðin kunnu vel að meta þessa framtakssemi. Morgunblaðið tengdi rauðu hættuna við Gyðinga, það var málflutningur sem oft átti eftir að sjást bæði erlendis og í blöðunum hér. Þetta átti við þau rök að styðjast að margir í fram- varðarsveit rússneskra og þýskra kommúnista voru af Gyðinga- ættum að ógleymdum Karli Marx sjálfum. Kenning þessi um ítök Gyðinga í byltingu kommúnista var þannig alls ekki upprunnin á síðum Morgunblaðsins eða Vísis.10 Kringum 1920 varð verðbólgan svo gífurleg í Þýskalandi að sögur fóru af.11 Hertaka Frakka á iðnað- SAGNIR 15

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.