Sagnir - 01.05.1991, Síða 23

Sagnir - 01.05.1991, Síða 23
„Er þetta foringi?“ Morgunblaðið og Vísir tóku Þjóðernishreyfingunni fagnandi í fyrstu, ekki síst vegna andúðar þeirra á kommúnistum: þjóðernishreyfing íslend- inga, sú hreyfmg sem að því miðar, að verjast kommún- iskum sjúkdómum og erlendum niðurdrepsáhrifum er sprottin úr alíslenskum jarðvegi — af inn- lendri nauðsyn.40 Hlýhugur blaðanna tveggja í garð íslenskra þjóðernissinna átti eftir að kólna verulega og verða að fullum Qandskap og 1936 var þetta skrifað í Morgunblaðið: Fullt útlit er á, að flokkurinn, sem kennir sig við íslenskt þjóðerni, fari veg allrar veraldar hvað úr hverju. Má um það segja, að farið hafi fé betra. Þeir fáu vitibornu menn, sem upp- haflega létu glæpast á þessu flokksskrípi, eru flestir eða allir skildir við hann fyrir fullt og allt.41 Ekki er hægt að segja með vissu hvers vegna Morgunblaðið og Vísir sýndu íslenskum þjóðernis- sinnum þvílíka óvinsemd, en héldu áfram að skrifa næsta gagnrýnis- laust um þýska nasismann. Þau virtust oft beinlínis hliðholl honum, en sáu ekkert jákvætt við íslenska nasista. Þessi mótsögn er skiljanleg að vissu marki. íslensku nasistarnir sýndu tilhneigingu til að fara með látum og ofbeldi. Slíkur „ribbaldaháttur" hefur yfirleitt ekki verið vinsæll á íslandi og blöð- unum mislíkaði hann greinilega. Þjóðernissinnar sýndu Sjálfstæðis- flokknum allt að því ijandskap og voru í samkeppni við hann. Það var því ekki undarlegt að Morgun- blaðið og Vísir sendu þeim tóninn. Að lokum má geta þess, sem hugsanlega er meginástæðan, að þó að blöðunum tveimur hafi fallið eitt og annað ágætlega í þriðja ríki Hitlers, er ekki þar með sagt að þau hafi kært sig neitt um að heimfæra það upp á ísland. Það sama var uppi á teningnum í Bretlandi, mörgum breskum hægrimönnum líkaði vel við þýska nasismann og ítalska fasismann serp bjargráði fyrir Þýskaland og Ítalíu, en ekki fyrir Bretland. Landvinningar Hitlers °g styrjaldarógnin Landvinningar Hitlers nutu samúðar í fyrstu, en kröfur hans til Súdeta-héraðanna í Tékkóslóvakíu þóttu nokkuð ískyggilegar. Þegar tókst að fá Hitler til að fara samn- ingaleiðina varð mikill léttir. Neville Chamberlain var hetja dagsins, cnda þóttist hann sjálfur hafa samið „frið um vora tíma“. Blöðin tvö treystu á samningalip- urð Breta, en ásökuðu þó Hitler ekki um að ætla að spilla friðinum. Innlimun Hitlers á Tékkóslóvakíu í mars 1939jók á stríðsóttann. Menn virtust bíða þess sem verða vildi með öndina í hálsinum. Griðasátt- máli Hitlers og Jósefs Stalíns var reiðarslag fyrir alla bæði til hægri og vinstri. Morgunblaðið og Vísir fordæmdu samninginn og sögðu Stalín ætla að leiða heiminn inn í Þó Pjóðemishreyfmg- unni væri þokkalega tekið af hœgriblöðun- utn, þá gegndi öðru máli um Flokk þjóð- ernissinna, sérstaklega er á leið. Par voru sagðar vera „sams- konar dreggjar" og í hópi kommúnista: „ís- lensku nasistarnir vekja athygli á sér á þann hátt einan, að mönnum hlyti að renna til rifja, ef þeir vœru ekki sokknir ífyrirlitn- ingu meðal allra hugs- andi manna. Ofát- ungshátturinn og ræf- ilsskapurinn vega þar salt. Þeir eru sífellt að blaðra um bardaga, en fýja eins og rottur í holur sínar, ef nokkrir rauðliðasnápar ráðast inn á fund þeirra. “ (Tilv.: „Nasablástur Nazistanna", Morg- unblaðið 9.feb. 1938). SAGNIR 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.