Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 27
Kallaði verslunargróðinn á fyrirlitningu samfélagsins?
Hænsna-Pórissaga er spenn-
andi heimild til að skoða
hvernig íslendingar á
miðöldum litu á auðsöfnun, versl-
unarágóða og valdhafa. Fáar aðrar
íslendingasögur er hægt að aldurs-
greina nákvæmar og gefur það
möguleika á að athuga þröngt
tímabil. Við lestur sögunnar vakna
spurningar um það hverjir máttu
auðgast, í hvaða tilgangi og með
hvaða aðferðum. Er eðlilegt að
stórbóndinn Blund-Ketill sé auð-
ugur, en ekki farandsalinn
Hænsna-Þórir? Ef svo er, var það
þá { anda gamla goðaveldisins;
fslands á dögum norska konungs-
valdsins, eða átti það jafnvel við
bæði samfélögin?
Skarpar andstceður
Sögusvið Hænsna-Þórissögu er
ísland á ofanverðri 10. öld, heimur
goða og bænda. Hún segir frá sam-
nefndum manni sem efnast á að
nota hýru sína til að kaupa vörur í
einu héraði og selja aftur í öðru
með hagnaði. Með þessu gerist
hann „svo mikill auðmaður, að
hann átti undir vel hverjum manni
stórfé."1 Umsvif Hænsna-Þóris
voru því mikil og virðist hann ná
tangarhaldi á mönnum með ein-
hvers konar lánaviðskiptum. Allt
gengur honum í haginn þar til hann
lendir í útistöðum við annan auð-
mann, Blund-Ketil að nafni. Sá
kemur til Þóris og vill kaupa af
honum hey en hann vill ekki selja
þrátt fyrir kostaboð. Ketill nýtir sér
þá meiri liðsstyrk og tekur það
með valdi. í framhaldi at' heytök-
unni verða vígaferli og málarekst-
ur. Goðarnir í héraðinu blandast
inn í deiluna, safna liði og allsherjar
uppgjör er fyrirsjáanlegt. Áður en
sagan er öll næst þó sátt í málinu.
Goðarnir mægjast innbyrðis og
jafnvægi kemst aftur á í héraðinu.
En Hænsna-Þórir og Blund-Ketill
eru báðir fallnir í valinn.
Það vekur athygli að Blund-Ket-
ill og Hænsna-Þórir eru sem and-
stæður í sögunni. Kctill „sonur
Geirs hins auðga ...“" á ijölda
leigujarða og er „hinn vinsælasti
maður í héraðinu."3 Aftur á móti
hefur Hænsna-Þórir vísast til
fengið viðurncfni sitt í háðungar-
skyni þegar hann einhverju sinni
hefur verið að selja hænur. For-
feður hans eru ekki kynntir og
hann er óvinsæll af allri alþýðu
manna. Ekki bætir úr skák þó að
hann stórauðgist afiðju sinni vegna
þess að „varla var til óþokkasælli
maður en Hænsna-Þórir var.“4
Með háttalagi sínu og óbilgirni
kemur hann málaferlunum af stað
og stendur á bak við illvirki. Svo
dæmi sé tekið, er það fyrir hans
tilstuðlan að Blund-Ketill er
brenndur inni á bæ sínum ásamt
öllu heimilisfólki en þvílíkt athæfi
er fáheyrt í íslendingasögum. Eðli-
legra þótti við slíkan verknað að
bjóða konum og börnum að ganga
út og öðrum þeim sem ekki áttu
sökótt við brennumann. Til
samanburðar má nefna Brennu-
Njálssögu, þegar Flosi bauð Berg-
þóru slíkan kost en hún hafnaði því
þar sem hún vildi ekki yfirgefa Njál
bónda sinn.
1 Blund-Katli má greinilega sjá
dyggðum prýddan náunga, sann-
kallaðan rjóma samfélagsins og í
samanburði við hann virðist
Hænsna-Þórir vera gjörsneyddur
öllum jákvæðum eiginleikum. T.d.
slátrar Blund-Ketill 40 hrossum
einn harðindavetur til þcss að geta
látið landseta sína fá hey. Þegar það
dugar ekki til tekur hann heyið af
Þóri sem hafði voveiflegar
afleiðingar fyrir hann sjálfan.
Hvernig ber að túlka hlutverk
Hænsna-Þóris og Blund-Ketils í
sögunni? Það er nærtæk skýring að
líta svo á að verið sé að skerpa
mörkin á milli réttrar og rangrar
breytni. Og markmiðið er þá að
lcsandi hneigist til að taka málstað
Blund-Ketils. Hér hlýtur einnig að
skipta máli hvaða stöðum Þórir og
Ketill gegna í samfélaginu — sá
óþokkasæli er farandsali en hinn
stórbóndi sem leigir út jarðir. Hve-
nær áttu slík gildi við að farandsala
væri illa séð en söfnun og leiga
jarða samþykkt?
Aldur
í þessu sambandi er. gagnlegt að
vita hvenær Hænsna-Þórissaga var
fyrst fest á skinn. Hugarfar ritunar-
tímans hlýtur hér að skína í
gegnum frásögnina en ekki at-
burðatímans, 10. aldar. Sem rök
fyrir þessu sjónarmiði mætti jafn-
vel taka Gerplu Halldórs Laxness
sem dæmi. í henni verður samruni
tveggja ólíkra tíma; umgjörðin
heyrir undir goðaveldið en frá-
sagnarandinn er nýr. Og vissulega
er sagan betri heimild um viðhorf
Halldórs til hetjuímyndar í íslend-
ingasögunum en um goðaveldið
sjálft. Á hliðstæðan hátt má spyrja,
hvers konar samfélagi Hænsna-
Þórissaga sé að lýsa og frá hvaða
tíma. Til að komast að raun um
það skulum við skoða niðurstöður
úr tveimur nýjustu rannsóknum á
aldri Hænsna-Þórissögu, þeirra
Björns Sigfússonar5 og Jónasar
Kristjánssonar/’
Björn Sigfússon rannsakar aldur
Hænsna-Þórissögu með hliðsjón af
einni klausu úr Jónsbók 1281 og
því þegar Blund-Ketill tekur heyið
af Hænsna-Þóri í sögunni. f Jóns-
bók er kveðið á um að í harðæri
mcgi taka hey af bændum, með
valdbeitingu ef þurfa þykir og ef
sannanlegt sé að þeir eigi
umframbirgðir en vilji ekki selja.
Einmitt á þessum forsendum tekur
Ketill heyið af Þóri. Björn telur
hugmyndina að heytökunni hafa
átt sér rætur í norskum landslögum
þar sem svipað ákvæði er um korn.
Tæplega kom frumkvæðið frá ís-
landi, vegna þess að í samtíma-
heimild, Árna sögu biskups, er sagt
frá harðri andstöðu landsmanna
1281, þegar þeif báðu sendimann
konungs um að afnema ákvæðið.7
Með heytökuklausunni kom krafa
um nýjan réttarskilning, því að
samkvæmt Grágás kallaðist slíkt
athæfi rauðarán og refsingin var
skóggangur. Að mati Björns var
Hænsna-Þórissaga rituð á tímabil-
inu 1275-81 í þeim tilgangi að liðka
til fyrir þessum nýja skilningi.
Aftur á móti setur Jónas Krist-
jánsson söguna í samhengi við and-
SAGNIR 25