Sagnir - 01.05.1991, Side 32

Sagnir - 01.05.1991, Side 32
Pétur Pétursson og Snorri Már Skúlason Afbrot og sérstæð sakamál til fróðleiks og viðvörunar Glæpir og sérstæð sakamál hafa ætíð haft mikið aðdráttarafl hjá fréttaþyrstri alþýðu á öllum tímum. Pað var því viðbúið er íslenskir fjölmiðlar hófu göngu sína á síðustu öld, er miklar þjóðfélags- breytingar áttu sér stað, að þeir gerðu þessum þœtti mannlegrar tilveru skil. Á hvern hátt þeirri umfjöllun var háttað, hefur lítið verið kannað. Pessari grein er ætlað að varpa Ijósi á glæpaumfjöllun í árdaga íslenskrar fjölmiðlunar. Tímabilið 1849-54 og 1874-77 Fyrra tímabilið sem lagt er til grundvallar í grein þessari er tvískipt. Annars vegar 1849-1854, sem eru fyrstu útgáfuár fréttablaðs- ins Þjóðólfs, og hins vegar 1874- 1877, sem eru fyrstu útgáfuár frétta- blaðsins ísafoldar. Hefðin fyrir útgáfu fréttablaða var lítil hér á landi fyrir daga Þjóðólfs, sem ruddi þó brautina fyrir ísafold og fleiri blöð. Hafði jjölmiðillinn hlutverki að gegna í dómskerfinu? Það var um áramótin 1852-53, að fyrst bar á áhuga ritstjóra Þjóðólfs að birta Landsyfirréttardóma orð- rétt í heild sinni. Ástæðurnar eru vafalaust tvær: Kröfur lesenda, en í júní 1853 er að finna lesendabréf í Þjóðólfi, þar sem farið er fram á að blaðið birti dóma Landsyfirréttar orðrétt. Hin ástæðan er sú að refs- Mynd af nœturverði Reykjavíkur frá 1848. Kaupstaðarferðum fylgdi gjarnan nokkur ölvun. í Þjóðólfifrá 1853 sagði af nceturverði Reykjavíkur, sem „varðfyrir yfirfalli og óskunda af2 borgftrzkum mönnum . . . börðu þeirhann og höfðu undirsig, og bitu eða mörðu ftngur hans einn svo, að hann er handlama." 30 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.