Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 35
Afbrot og sérstæð sakamál
gæta viðhorfa til að líta á mildandi
kringumstæður þó að ný löggjöf í
þeim efnum liti ekki dagsins ljós
fyrr en 1869.
Fréttir af afbrotum
Markmið þessarar greinar er eins
og fyrr sagði að kanna með hvaða
hætti fréttablöð landsins fjölluðu
um glæpi. Hvers konar glæpir
þóttu fréttnæmir og hvort gildis-
mat blaðamanna kæmi fram og
segði eitthvað um afstöðu manna
til ólíkra glæpa. Hreinar glæpa-
fréttir voru fáar á fyrra tímabilinu.
Það hversu fáar þær voru skýrist að
einhverju leyti af því sem áður var
sagt, þ.e. það hefur verið talið
þjóna takmörkuðum tilgangi að
birta fréttir af glæp áður en dómur
var genginn vegna þess hve miklu
fælnihlutverki dómurinn sjálfur
gegndi. Einnig hefur haft áhrif að
sakamál upplýstust flest fljótt og
sákborningar voru yfirleitt komnir
undir hendur réttvísinnar þegar
blöðin komust í málið. Ekki er að
efa að fréttir væru fleiri ef sakborn-
ingar hefðu gengið lausir og mál
verið óupplýst um tínra.
Ef litið er á tegundir þeirra fáu
afbrota sem ísafold greindi frá
kemur í ljós að tvær fjalla um
dulsmál, ein um innbrotsþjófnað
nokkurra kvenmanna og ein um
gripdeildir útlendra sjómanna hér á
landi, bæði sauðaþjófnað og
innbrot.13 Við skulum líta á hvaða
orðum blaðið fór um annað duls-
málið:
Barnsburður í dulsmáli
Á býlinu Sauðagerði hjá
Reykjavík hefir 19 vetra gömul
stúlka, fósturdóttir húsbónd-
ans, alið barn í dulsmáli og
myrt það á hryllilegan hátt.
Um réttirnar kvartaði hún
um kveisu sem hún kvað eiga
vanda til. Lagðist hún og ól
barnið án þess að heimilisfólkið
tæki eftir neinu og var það þó á
rápi inn og út úr svefnherberg-
inu. Barnið grét cr það var fætt.
Hún banaði barninu með sjálf-
skeiðungi og faldi undir kodda
til næsta dags er hún setti líkið í
poka og lagði í mógröf skammt
frá bænum. Var hún þá alfrísk
og grunaði engan athæfi
hennar. Reyndar hafði fundist
blóð í fötum hennar og eins í
rúminu; en hún kvað og blóð
þetta hafa valdið þykkt þeirra,
er sumir höfðu þóst sjá á henni
en sem nú var horfm. Þykktina
hafði hún annars klætt svo vel af
sér, að fáir urðu hennar varir.
En rúmum mánuði eftir þetta
laust allt í einu upp orðsveim
um útburð í Sauðagerði, og
vissi enginn, hvaðan sá kvittur
kom.
Komst þá glæpurinn upp,
sem nú er frá skýrt.
Líkið af barninu fannst eftir
tilvísan móðurinnar sjálfrar.
Hafði hún lagt það skammt frá
barminum á mógröfinni, svo
vatn flaut aðeins yfir, og nokkra
móhnausa ofan á. Á líkinu
fundust 8 stingur, 2 í hjarta-
stað.14
Það er einkum hin falda mögnun í
frásögninni sem vekur athygli.
„Barnið grét er það var fætt“ segir
í fréttinni og þar er undirstrikað
hversu kaldriijað verk stúlkunnar
var, en samkvæmt rannsókn Más
Jónssonar15 á dulsmálum var mun
algengara að mæður segðu börn sín
andvana fædd en að þær deyddu
það sjálfar. „ ... laust allt í einu upp
orðsveim um útburð í Sauðagerði,
og vissi enginn, hvaðan sá kvittur
kom.“ Þessi setning sveipar málið
dulúð en ber með sér að upp kom-
ast svik um síðir. Punkturinn yfir i-
ið og það sem fúllkonmar fyrirlitn-
ingu blaðsins á stúlkunni og verki
hennar er: „Á líkinu fundust 8
stingur, 2 í hjartastað." Þó að frá-
sögn ísafoldar virki hlutlæg í fyrstu
þá læðist ákveðið gildismat með
eins og áðurnefnd dæmi sína, og
ekki var það til heilla fyrir stúlkuna
og hennar málstað. Engin tilraun
var gerð til að leita orsaka í
Lækjarlorg árið 1882. Bærinn tók ört á sig mynd höfuðstaðar. Pó samanburður við myndina á hinni síðunni sé vandkvæðum
bundinn, má glöggt greina vöxtinn, sem hafði í fór með sér takmarkaðra félagslegt taumhald og breytt afbrotaform.
SAGNIR 33