Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 39

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 39
Afbrot og sérstæð sakamál þyrmingarmálin áttu sér einnig flest stað í Reykjavík. Pví má ætla að allt fram á 9. áratug 19. aldar hafi virkni óformlegs félagslegs taumhalds verið mikil hér á landi. Með auknu þéttbýli hætti fólk að geta fylgst með hvað hver og cinn átti og ákærum fækkaði. Þannig virðist, samkvæmt héraðs- og landsyfirréttardómabókum á um- ræddu tímabili, stærri þjófnaðar- málum fjölga á kostnað smærri mála. Á þessu tímabili voru ekki allir dómar Landsyfirréttar birtir eins og tilhneiging var til á fyrstu árum ísafoldar, því hefur ísafold meira valið og hafnað og Þjóðólfur ein- farið valið. Þess vegna er líklegt að af töflunni, hér á undan, megi ráða hvaða mál þóttu mest spennandi á tíunda áratugi 19. aldar. Þjófnaðar- mál sem voru hlutfallslega flest á fyrra tímabilinu fækkaði á því seinna, en landaþrætu- og mis- þyrmingarmálum fjölgaði. Samt sem áður voru þjófnaðarmál enn algengustu afbrotamálin hér á landi á þessu tímabili.34 Hugsanlega endurspeglar breytt áhersla í dóma- birtingum breytingar í þjóðfélag- inu sjálfu. Fréttir af glæpum Eina þjófnaðarmálið sem fjallað var um í ísafold 1891-1893 er hið for- vitnilegasta en það segir frá máli réttvísinnar gegn Bjarna Sigurðs- syni strokumanni. Bjarni lagði af stað héðan úr bænum [Reykjavík] snemma í maí mánuði á leið austur í Flóa í þeim erindum að útvega sér þar jarðarveð, til að setja fyrir skuld er hann átti að greiða í Lands- bankanum. Áður en hann fór tók hann í húsi Magnúsar Pálssonar, úr læstum klæðaskáp í herbergi sem hann svaf í sem næturgestur, svört jakkaföt, er Jón sonur Magnúsar átti og fór í þau innan undir yfirföt sín og hélt svo leiðar sinnar. Hjá Jóni Ólafssyni bónda á Bústöðum fékk hann lánaðan hest, beisli og svipu austur að Arnarbæli í Ölvesi. Þaðan hélt ákærði áfram ferðinni að Kolviðarhóli. Dóttir bóndans þar, Rósa Jónsdóttir, beiddi hann fyrir kvenmannsúr og átti hann að selja það fyrir 14 kr. Þegar hann var kominn austur yfir fjall og niður í Ölvesið, mætti hann Ólafi Árnasyni, verslunarstjóra á Eyrar- bakka og beiddi hann ákærða fyrir hest jarpskjóttann níu vetra gamlan, til Gunnars bónda Einars- sonar á Selfossi og tókst ákærði á hendur að flytja hestinn. Þegar ákærði hafði þannig fengið yfirráð yfir tveimur hestum, fékk hann þá flugu í höfuðið að breyta áformi sínu og strjúka burt, til þess að losa sig þannig við fjárkröggur er hann var í (skuldaði m.a. 325 kr. í Landsbankanum). Ásetti hann sér að kasta eign sinni á hestana og úrið, fara austur í Múlasýslur og komast þaðan með skipi til útlanda. Segir ekki meira af ferðum Bjarna fyrr en hann var kominn austur á firði þar sem sýslumaður tók hann höndum og var hann dæmdur í 2x5 daga fangelsi við vatn og brauð auk alls kostnaðar af málinu.35 Þannig hljóðaði eina þjófnaðar- málið sem ísafold birti á seinna tímbilinu og það komst væntanlega á síður blaðsins þar sem það þótti stinga í stúf við önnur þjófnað- armál samtímans. Altént er ólíklegt að þessi tegund þjófnaða hafi verið algeng, því þá hefði fólk tæplega treyst aðkomumanni fyrir hlutum eða skepnum á milli bæja. Á vissan hátt má líkja þessum þjófnaði við sauðaþjófnaðina, þ.e. Bjarni virtist ekki hafa farið af stað með þann ásetning að stela (fyrir utan fötin), heldur hafa aðstæðurnar lagt grunninn að þjófnaðinum. Hann fékk ákveðin verðmæti óvænt upp í hcndurnar og frcisting læddist að honum að eigna sér þær.3fi Aðra sögu er að segja af Helga Ingimundarsyni, það væri gróf sögufölsun að halda því fram að verðmætin hafi óvænt komið upp í hendurnar á honum. Saga Helga er hin athygliverðasta, því hér var um síbrotamann að ræða. Hún hófst á því að Þjóðólfur birti frétt af því að innbrot hafði verið framið á Stokks- eyri, þar sem stolið var „tveim hveitisekkjum, talsverðu af smjöri, rullu og einhverju dálitlu af pen- ingum...“ í landsyfirréttardómi frá 1899 hafði hinn ákærði, Helgi Ingi- mundarson, játað að hafa tekið ófrjálsri hendi á vetrarvertíð 1898 töluvert af afla húsbónda síns, lagt hann inn í verslanir á Stokkseyri og tekið út á hann ýmislegt. Einkum tóbak og brennivín. Fyrir jólin 1898 stal hann níu pd. ullar og nýtti þær á sama hátt og fiskinn. Sama dag stal hann fimm pd. stykki af munntóbaki og tveimur pd. af Árið 1885, þegar þessi mynd var tekin var Reykjavík í hraðri uppbyggingu. Myndin er tekin neðst úr Bankastræti. „Steinhúsið til hægri er barnaskólinn, sent síðar var landsímahús og lögreglustöð." Maðurinn meðgráa skeggið við staurinn virðist vera Jón Pétursson háyfirdómari, sem dæmdi nokkra ajbrotamenn, sem hér koma við sögu á bak við lás og slá. SAGNIR 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.