Sagnir - 01.05.1991, Page 45
Viðtal: Orri Vésteinsson og Adolf Friðriksson
eitthvað í nútímamálinu síðar af
Islendingum sem hann þekkti í
London — en elsta magistersrit-
gerðin um íslenskt efni hér við
háskólann sem mér hefur tekist að
koma auga á fjallaði um Grettis
sögu og var tckin gild árið 1908.
Það var Ker sem stofnaði Norður-
landamáladeildina í University
College en fé fékkst ekki til þess
fyrr en við lok fyrra stríðs, 1918,
og þá voru kennarar í dönsku,
norsku og sænsku ráðnir. Ker hætti
1922, dó 1923. Um hann var sagt
að hitti maður Skota lítinn og lágan
á Mundíufjöllum, sem mælti
ítölsku við félaga sína og hefði
Snorra Sturluson að umræðuefni,
þá hefði það verið Ker.
Um Víkingafélagið er það að
segja, að þessir tveir straumar, lítt
lærður áhugi og áhugafullur lær-
dómur, renna enn og bakkafullir
lækir báðir. Bækistöð félagsins
hefur verið hér í University Col-
lege í 60 ár, hér er bókasafnið og
flestar samkomur eru hér haldnar.
Tímaritið, Saga-Book, hefur komið
út í samfelldri röð frá 1895 og hefúr
margvíslegt efni inni að halda,
mest þó íslenskt, bæði bókmennta-
legt og sögulegt, og ekki svo lítið
eftir íslenska fræðimenn. Á síðustu
40 árum hefur félagið lagt meiri
rækt en áður við aðra útgáfustarf-
semi, textaútgáfur og ritgerðir,
mest í þágu enskumælandi kennara
og stúdenta — þar má nefna til
dæmis Dating the Sagas eftir Einar
Ólaf Sveinsson — hún kom fyrst út
á ensku hjá okkur, síðan á íslensku
— og The Conversion of Iceland eftir
Dag Strömback; síðast hefur
komið út Hávamálaútgáfa sem
David Evans sá um, og bók um
Heimskringlu kemur nú í vetur.
Ýmislegt annað er á döfinni, þar á
meðal þýðingar með formála og
athugasemdum við Historia
Norwegiæ, Thedoricus og Sven
Aggesen, sem ég býst við að
mörgum sagnfræðingum muni
þykja fengur í. Og það markmið
sem stofnendur félagsins höfðu, að
sameina fróðleik og fagnað, er
ennþá markmið okkar og í allgóðri
hefð; þarna eru vísindamenn, ungir
Stúlka í brúðarklœðum. Úr ferðabók Hendersons.
og gamlir, sem kunna að skemmta
sér.
Hvernig hefur þróunin svo verið á
þessari öld?
í breskum háskólum hefur forn-
íslenska lengi verið kölluð Old
Norse og aðallega kennd í ensku-
deildum. Það var eins jafnvel í
University College, þrátt fyrir
stofnun Norðurlandamáladeildar-
innar; íslenskan var áfram kennd í
enskudeildinni þangað til ágætur
maður Hugh Smith, kom til sög-
unnar rétt eftir heimsstríðið síðara.
Hann var í forn- og miðaldaensku
en ritaði mest og best um örnefna-
fræði, hafði vit á mörgu, ekki síst á
lífsgæðum, sem varla er hægt að
segja um alla vísindamenn. Hann
átti góða vini á Norðurlöndum,
hafði verið sendikennari í Upp-
sölum áður en hann kom fyrst til
University College. Sem dósent,
síðan prófessor, í ensku tók Hugh
við stjórn Norðurlandamáladeild-
arinnar, og nærri því það fyrsta
sem hann gerði var að stofna fasta
SAGNIR 43