Sagnir - 01.05.1991, Síða 46

Sagnir - 01.05.1991, Síða 46
Peter Foote WiUiam Morris, frceðimaður, skáld og íslandsunnandi ferðaðist um landið og þýddi íslensk fornrit á árunum upp úr 1870. stöðu í forníslensku í deildinni. Þetta voru miklar framfarir, því annars var ekki til á Bretlandi neitt svipað, nema dósentsstaðan í Oxford sem kennd er við Guð- brand Vigfusson — nú við þá báða, Guðbrand og Gad Rausing, Svíann sem gaf stórfé í hitteðfyrra til þess að bjarga embættinu frá tortím- ingu. Sú staða var stofnuð rétt fyrir 1940 og var veitt Gabriel Turville- Petre á stríðsárunum, en hann var þá í utanríkisþjónustu og fór ekki að kenna fyrr en 1946. Ursula Dronke tók við af honum 1975. Þau bæði hafa verið mikilsvirtir vísindamenn, jöfn að lærdómi en ekki alveg að vitsmunum, og kunn mörgum íslendingum að góðu. Ungur maður og efnilegur var ráðinn til að kenna forníslensku hérna í deildinni, ágætur maður, en vitlaus að því leyti að þegar hann hafði kennt í þrjú ár, og hefði hæg- lega getað haldið áfram alla ævina, komst hann að raun um að mið- aldaenskan var aðaláhugamál hans og ákvað að hverfa frá. Hann fékk svo kennslustöðq við annað kol- legíum í London — það var þá auð- velt, allsstaðar var háskólakennara- skortur — og Hugh Smith bauð mér embættið. Ég var nýkominn frá Oslo, hafði lesið norrænu þar einn vetur en var nú á framhalds- styrk við University College, hafði áhuga á að semja magistersritgerð um Sturlunga sögu. Samtímis hafði ég stundakennslu í ensku- deildinni og var orðinn meðlimur í „Professor Smith‘s Seminar“ — það var mjög óformleg rannsóknar- æfing sem fram fór hvert fimmtu- dagskvöld á The Marlborough Arms, sem þá var skemmtilega gamaldags krá en er sorglega breytt núna. Hugh hélt mikið upp á bjór- menningu og mín var í sæmra lagi. Að sjálfsögðu drap ég ekki hendi við svo góðu og óvæntu boði — hafði helst búist við að verða menntaskólakennari einhversstaðar upp í sveit með íslensku til hjá- stundarafþreyingar. I 20 ár gekk allt greitt. Ég varð dósent og svo prófessor, og fjárveitingar voru nógar. Strax þegar ég var orðinn deildarstjóri 1963 gat ég stofnað tvær nýjar stöður, og þá voru ráðnir Michael Barnes, aðallega í sögu Norðurlandamála, og Ric- hard Perkins, aðallega í norrænu. Loksins, en það tók sinn tíma því fjárhagslega ástandið var alltaf að versna, tókst að stofna stöðu í Norðurlandasögu frá siðaskiptum til vorra daga. Þar var góður maður ráðinn fyrir 10 árum, Thomas Munch-Pedersen, sem þrátt fyrir eftirnafnið ætti að vera sæmilega hlutlaus í viðhorfum sínum; hann á danskan föður og sænska móður, var sjálfur uppalinn í Ástralíu en var í háskóla við London School of Economics og er doktor þaðan. Við byrjuðum að kenna nútímaíslensku í deildinni árið 1954 — Eiríkur Benedikz sællar minningar annaðast hana að mestu leyti á meðan hans naut við — og færeysku 1975 eða þar um bil. Ég hætti 1983. Michael Barnes, sem er afar duglegur og strangur vísindamaður hafði þegar fengið prófessorsnafnbót og var sjálfkjör- inn eftirmaður minn. Hann hefut átt ýmsum bágindum að mæta vegna fjárskorts og þeirrar menn- ingarlegu drepsóttar sem íhalds- stjórnin okkar hefur innleitt á flestum sviðum — hvernig er hægt 44 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.