Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 49

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 49
Viðtal: Orri Vésteinsson og Adolf Friðriksson var heilan vetur í deildinni. Þess- konar viðskipti hafa ómetanlegt gildi fyrir hvorn tveggja aðila. Stutt að svara hafa bein áhrif íslendinga á íslensk fræði í Bretlandi verið heldur lítil en óbein áhrif þeirra ómælanleg. íslenskfrœði eru nú ekki beinlínis á forsíðum dagblaðanna — hvernig heldur þú að áhugi á slíkum efnum vakni hjá breskum fræðimönnum? Það væri forvitnilegt að spyrja aðra kennara hvernig þeir hafa komist í kynni við íslenskar bók- menntir, ég hef aldrei talað við þá um þetta, enda þegar maður er búinn að taka við trú, undrast hann ekki þótt aðrir séu með í flokknum — það er sjálfsagður hlutur. Lík- lega hafa flestir verið snortnir af fornsögulestri þegar á unglings- aldri. Ég veit að Gabriel Turville- Petre var það á meðan hann var skólapiltur, en hann hafði áhuga á fuglafræði líka og má vera að það hafi ráðið intressu hans að nokkru. Svo eru aðrir menn sem eru fæddir í héruðum norðarlega í landinu, þar sem nóg sérkenni eru til á mál- lýskum, örnefnum og sögu til að minna þá á hálfnorrænt upphaf þeirra, og áhuginn verður þá hluti í einhverskonar persónulegri upp- runaleit. Um sjálfan mig er það að segja að ég ólst upp í lítilli sjávar- borg við suðurströndina, sem lengst í burtu frá þeim slóðum þar sem víkingar bældu og brenndu og námu land, og ættir báðumegin eru hreint engilsaxneskar svo langt aftur sem hægt er að rekja þær. Svo ég er fæddur alveg saklaus og hlut- laus, það veitir kannski ekki af að búa í einhverri fjarlægð við áhuga- mál sín, hleypidómar eru ekki inn- rættir. Á unglingsárum voru enskar bókmenntir uppáhaldslestur minn, helst í bundnu máli. Ég var mjög hrifinn — og er það enn — af Gerard Manley Hopkins, ensku nítjándu- aldarskáldi en kvæði hans birtust ekki fyrr en árið 1918. Hann var til- raunamaður í versagerð og hafði gaman af dýrum háttum, þar á meðal velskum, og þekkti eitthvað til forníslensks kveðskapar. Ég Úr íslandsleiðangri Atkinsons Í833. Hann ferðasögu um landið. hafði góðan menntaskólakennara líka sem hjálpaði mér að stauta svo- lítið áfram í fornensku. Samtímis fór ég að lesa þýðingar sem ég rakst á af tilviljun, Grettis sögu og Egils sögu — vondar þýðingar myndi ég segja núna og vara aðra við að lesa þær en það gerði ekkert til á byrj- unarstigi mínu, og svo fékk ég blóð á tönn — ég er hræddur um að þetta sé dönskusletta. Sennilega hefur það haft meiri áhrif en ég gerði mér grein fyrir á meðan það stóð yfir, að koma til Noregs í maí 1945 — ég var þá í sjóhernum — og sigla fjórum sinnum fram og til- baka milli Stafangurs og Þránd- heims og koma við í ýmsum fjörðum. Ég lauk svo enskunámi heima ’48 og var þá, sem sagt, einn vetur í Oslo og las norrænu hjá þeirri yndislegu vísindakonu Önnu Holtsmark. Ég var orðinn nokk- urnveginn læs á nútímaíslensku en vissi ekki neitt um framburðinn fyrr en ég sótti stutt námskeið — sex tíma — sem Jón sálugur Helga- son hafði í Oslo þann vetur. Þá var ég þrjá mánuði á íslandi sumarið 1950, uppí sveit að mestu, og fór svo að læra betur, en satt að segja er var meðal fyrstu Englendinga til að skrifa ég lítill málama'ður. Þá var ég nýskipaður lektor við deildina í University College, og hér sit ég enn eftir 40 ár og aldrei eins ham- ingjusamur og núna, laus við kennslu og basl, nefndir og sendi- herra. En eins og þið sjáið, var þessi reynsla mín mjög af hend- ingu, og sennilega hafa aðrir í fag- inu svipaða sögu að segja. Finnst þér vera munur á afstöðu íslenskra og erlendra fræðimanna til íslandssögunnar? Einhver munur er óhjákvæmi- legur. Þjóðernistilfinningar ráða litlu eða engu hjá þeim síðari, þjóð- lífið verður aldrei einskonar helgi- dómur fyrir þá, ættfræði er bara eitthvað svart á hvítu, ekki blóð í æðum, stundum skilja þeir forn- málið betur en nútímaíslendingur gerir, yfirleitt geta þeir farið hægar og gætilegar að, þurfa ekki að gera byltingu hvert tíunda ár. Vissulega eru þeir ekki troðfullir af stað- reyndum eins og íslendingar, en þeir hafa aðra þekkingu til saman- burðar, víðara baksvið, eru til dæmis kunnugri kaþólskum kirkju- siðum og þess háttar, oft kannski SAGNIR 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.