Sagnir - 01.05.1991, Page 50
Peter Foote
meira kirkjusinnaðir yfirleitt en
íslendingum flestum er tamt að
vera. Þessvegna hefur mér alltaf
þótt eðlilegt að hafa íslensk fræði
með í Norðurlandamáladeild.
Fram að 1944 finnst mér varla hægt
að gera sérstæðu gildi íslenskrar
mcnningar viðunandi skil án þess
að hafa hin Norðurlöndin og að
nokkru leyti Bretlandseyjar með á
kortinu. Vitaskuld hefur þetta
breyst síðan lýðveldið komst á
legg, og Norðurlandatengslin eru
sinátt og smátt að rofna þrátt fyrir
góðar tilraunir til að halda þeim
við. En varla ætlum við að gleyma
þeim fyrri öldum sem gáfu okkur
svo margt dýrlegt og forvitnilegt
að glíma við?
Hvað fmnst þér um nýrri strauma í
söguritun, til dæmisframlag þeirra sem
beitt hafa hugtökum mannfrœðinnar til
aukins skilnings á íslenska miðalda-
samfélaginu?
Mér leiðist yfirleitt að lcsa rit
þjóðfélagsfræðinga — þeir hafa sér-
hæfileika til að segja manni á hátíð-
legan hátt það sem hvert manns-
barn vcit — en mér finnst það
mikilsvirði að hafa framlag þeirra
Jesse Byocks og Kirsten Hastrups,
Ihaldsstjárnin okkar
hefur innleitt menning-
arlega drepsótt á
flestum sviðum.
mótað af þjóðfélagsfræðilegum
viðhorfum eða sögulegri mann-
fræði. Þau varpa nýju — stundum
gömlu þó — ljósi á ýmislegt.
Honum Jesse er hætt við að gera
flókið mál of einfalt, henni Kirsten
að gera einfalt mál of flókið. Ég hef
tekið eftir því að stundum skilur
Jesse ekki nógu vel það sem hann
les — við gerum allir villur en
ættum helst að standast þá freistni
að draga ályktanir af þeim. En
skýrastur allra útlendinga sem hafa
skrifað nýlega um íslensk miðalda-
efni er að mínum dómi William Ian
Miller, lögfræðingur. En um alla
slíka menn er það að segja að ég er
feginn að fylgja þeim í leit að
grundvallaratriðum í hugsunar-
hætti íslendinga á miðöldum, að
þeim hugtökum sem voru þeim
ósjálfráð eða sem þeir töldu gefna
hluti á sínum tíma og óþarfi að
nefna. í því sambandi er þó rétt að
minnast þess að ýmislegt í hugar-
fari miðaldamanna sem okkur
kemur spánskt fyrir sjónir er
runnið frá trúnni og skólanámi,
sem var mjög háð kirkjunni, jafnt
þeirri hjátrú sem fylgdi þeim
báðum, og það þarf að hafa tals-
vcrðan fróðleik til að greina á milli
almennrar evrópskrar eignar og
þess sem var eða gat hafa verið sér-
íslenskt. En hjá þessum höfundum
eru drög að „mentalitetshistorie"
sem að mínu áliti er afar forvitnileg
og verðmæt. Eitt sem vantar í við-
bót er fræðigrein sem hefur verið
lítið iðkuð síðan Halldór Halldórs-
son gaf út skcmmtilegar bækur
sínar, en það er einhverskonar
söguleg merkingarfræði; þar sem
orð og hugtök fylgjast að í allri
sögu — þó oft skakkt og með mis-
jöfnum hraða — er hún alveg
ómissandi.
Ég get ekki mikið sagt um bók-
menntalegar aðferðir, of seinfær að
fylgjast með á meðan gagnrýn-
endur eru sífcllt að stofna skóla sem
flosna upp á fárra ára fresti hver á
fætur öðrum. Mér finnst gaman og
stundum gagnlegt að umfaðma
nýjar teoríur og jafnvel samrekkja
þeim, en aðeins í tilraunaskyni —
skammsýnt að giftast þeim í fullri
alvöru. Það er mikið cftir að gera í
útgáfumálum — þar á ég við bæði
bókmenntir og ritaðar heimildir
yfirleitt — en á íslandi verður lík-
lega alltaf einhver togstreita milli
strangfræðilegrar aðferðar og krafa
almennings. En verkin sem koma
út á vegum Árnastofnunar og
Fornritafélagsins sýnast mér yfir-
leitt til fyrirmyndar. Yngri menn
eru vitanlega orðnir fróðari um
mælskulist og ritklif og gcnres, cn
þó varla nóg um kirkjulíf, heilagra-
mannasögur og helgar þýðingar,
en nú sé ég að heimspekingar byrja
að gefa gaum að uppbyggilegum
kirkjuritum íslenskra miðalda, og
því ber að fagna. Og eins og allir
vita, er langt frá því búið að tæma
þann tjársjóð sem geymist í forn-
bréfasafninu og Grágásarlögunum.
Það er margt órannsakað og mikið
efni fengið málfræðingum, sagn-
fræðingum og mannfræðingum í
hcndur.
Telur þú að hœgt sé að skoða sögu
miðalda einangrað frá öðrum miðalda-
fræðum, svo sem bókmenntum og mál-
fræði, eða verður miðaldasagnfrœð-
ingurinn að hafa vald á öllum þessum
fræðigreinum?
48 SAGNIR