Sagnir - 01.05.1991, Side 57

Sagnir - 01.05.1991, Side 57
Húsmæður og haftasamfélag skammturinn gildi sínu þar til skömmtun var aflétt um mitt ár 1950. Annar fatnaður heyrði undir vefnaðarvöru og var skammtaður sér.23 Eftir að skömmtunin hófst var ástandið reyndar svo, að margar verslanir höfðu á boð- stólum fatnað, sér í lagi ytri fatnað sem reyndist óseljanlegur vegna þess að hann var ekki lengur í tísku. Skömmtunin var ekki það rífleg að fólk léti miðana fyrir t.d. kápu eða frakka sem ekki var lengur móðins, enda þótt ein- hverjir hefðu þó að endingu neyðst til þess, þar sem lítið framboð var á nýjum ytri fatnaði.26 Katrín Thor- oddsen vék að vefnaðarvöru- skömmtuninni í þingræðu og sagði að fólk hefði „ekki getað keypt efni í klæðnað og vinnufatnað ... heldur aðeins átt kost á vörunni fullgerðri.“27 Undir þetta tóku hús- mæður þær sem í blöðin skrifuðu. Þær vildu bæði geta átt þess kost að sauma sjálfar flíkur á sig og sína og svo auðvitað gert við gamlar flíkur. Ein þeirra segist varla getað sett bót á fat lengur vegna skorts á efni og tvinna en „hins vegar geti konur fengið atvinnu á saumastofu við að sauma tilbúnar flíkur sem seldar eru fyrir offjár.“28 Eina svar hús- mæðra við vöruskortinum var að nýta vel allar gamlar flíkur, þess vegna var líka nauðsynlegt að þær fengju efni til þess. í þá daga tóku flíkur fólks sífellt á sig breyttar myndir; pils urðu buxur, skyrtu- krögum var sprett af og þeim snúið við þegar þeir fóru að slitna o.s.frv.29 í gærmorgun var „bollaslagur" í Hafnarstræti segir í Víkverja Morg- unblaðsins: „Það hafði borist út að von væri á leirtaui í Liverpool og fjöldi bæjarbúa vaknaði um leið og hænsnin til þess að fara í röð og bíða eftir að verslunin opnaði. Þetta er einhver sá fjölmennasti „slagur“ sem sést hefur hér um margra mánaða skeið.“30 í byrjun árs 1949 var búsáhaldaskömmtunin takmörkuð við vörur úr gleri og leir, því önnur áhöld hafði reynst erfitt að skammta s.s. þau sem íjöl- skyldur nota í sameiningu.31 „Það virðist útiiokað að þessar hamst- ursjúku konur sjái að sér, þrátt fyrir að þær viti vel að vegna óþarfa kaupa þeirra, færJjöldi barna í þessu tilfelli engar botnsur ..." Til kaupa á hreinlætisvörum fékk hver einstaklingur fjcám skömmtunarreiti fyrir hverja þrjá mánuði og gilti hver þeirra fyrir hálfu kílói af blautsápu eða tveimur pökkum af þvottadufti eða einu stykki af handsápu eða stangar- sápu.32 Nokkuð skiptar skoðanir voru um sápuskammtinn. í fyrir- spurn um sápuskammtinn á Alþingi fullyrti viðskiptaráðherra að þær húsmæður sem hann hefði haft samband við segðu skammt- inn nægja og vel það.33 Barn- rnargar húsmæður fullyrtu á hinn bóginn að skammturinn nægði ekki til þess að gæta fyllsta hrein- lætis. Það ætlaði líka allt um koll að keyra þegar það fréttist að halda ætti sérstakar rútuferðir upp í Haukadal til þess að láta sápu í Geysi. Síðar var svo lesendum dagblaða skýrt frá því að sú sápa væri búin til úr lýsi og með öllu óhæf til þvotta.34 Ekki er þess getið sérstaklega í skýrslum að framboð af hreinlætisvörum hafi verið í ósamræmi við þá miða scm út voru gefnir. Samt voru dæmi þess að húsmæður fengju ekki þær hrein- lætisvörur sem þær áttu rétt á. „Ég er nýkomin neðan úr bæ, þar sem ég þurfti að ganga búð úr búð í leit að þvottadufti og sápu ..." skrifar húsmóðir í Bæjarpóst Þjóðviljans: „Ég er alveg slituppgefin eftir að SUPEIl SUDS (frb. Súper södds) þvottaduftiA lllýtur einróma lof húsmœóranna. Framleitt af: COLGATE-PALMOLIVE-PEET CO Einka-umboðsmenn: H. Ólafsson & Bernhöft REYKJAVÍK SAGNIR 55

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.