Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 61
Gleymmérei Reykjavíkurstelpa
Gleymmérei heiti ég eins og
blómið bláa. Ég er stelpuskotta
sem á heima í Reykjavík. Mín
Reykjavík er kaupstaður, sá stærsti
á landinu og ég er hundrað árum
eldri en þið. Forvitin og tíu vetra
gömul er ég og á ijólubláan
óskastein. Ég óskaði mér að fá að
sjá Reykjavík eftir hundrað ár.
Klemmdi augun aftur og allt í einu
lá ég á einhverju köldu, gráu og
drullugu og undir ógnar ferlíki á
fjórum hjólum. Ég öskraði eins
hátt og ég gat og skældi síðan dálít-
ið. Ekki lengi og fór að skellihlægja
þegar freknótt andlit konu birtist.
Hún var svo undrandi að andlitið
teygðist upp og niður á víxl svo
minnti á hænu. Hún var líka nreð
stutt hár eins og karl og á buxum.
Hún tók mig með sér í fína höll og
gaf mér kaffi og vondar kleinur.
Við spjölluðunr aðeins og hún lán-
aði mér skrítin föt. Við skoðuðum
borgina og ég ætla ekki að lýsa
fyrir ykkur undrun minni, geymi
það öðrum. En mikið varð ég glöð
að sjá tjörnina og alþingishúsið.
Tjörnin hafði minnkað. í minni
Reykjavík nær tjörnin alveg að
alþingishúsinu. Flest húsin voru
mér framandi, hávaðinn, tækin og
fólkið. Húsin skyggðu á öll fjöllin
sem ég sé allt í kringum mig hvert
sem ég lít. Reykjavík hafði stækkað
svo mikið. Þar sem stór kirkja stóð
á hæð (Hallgrímskirkja) eru enda-
mörk minnar Reykjavíkur. Einu
sinni fór ég með frænku minni ríð-
andi á hestum að Árbæ (Árbæjar-
safn). Þaðan sá ég ekki húsin í
Reykjavík. Á því má sjá hve lítil
mín Reykjavík er.
Eftir þennan viðburðaríka og
ótrúlega dag laumuðumst við á
staðinn þar sem vinkona mín á
buxunum fann mig. Ég lagðist
niður, kyssti óskasteininn fjólubláa
og var á svipstundu komin í rúrnið
mitt kæra. Ég ligg núna í rúminu
og skrifa bréf til ykkar um mína
Reykjavík. Ég get auðvitað ekki
sagt ykkur frá öllu, heldur aðeins
broti af því sem ég held að veki
furðu ykkar. Ég hef nægan tíma
því veturinn er kaldur og voðalega
dimmur. Ævintýralegar frostrósir
eru innan á gluggunum. Þær koma
vegna þess að enginn hiti er í hús-
inu nema af okkur. Það eru yfirleitt
engir ofnar inní húsunum í
bænum. Þess vegna ligg ég kapp-
klædd undir sæng.1 Ég myndi
alveg vilja sofna í smástund en get
það ekki fyrir vælinu í litla bróður
mínurn. Hann er með barnaveikina.
Við erum öll hrædd við þá flensu
því margir krakkar deyja úr henni.2
Amma reynir að fá hann til að totta
dúsuna sína. Hann getur nefnilega
ekki borðað mat því hann er alveg
tannlaus. Dúsan hans er gerð úr
tusku. Amma tyggur kjöt eða fisk
og lætur í dúsuna. Stundum lætur
hún smjör, graut eða eitthvað
annað gott með.3
Hann vill ekki dúsuna sína og
heldur áfram að gráta. Vonandi
deyr hann ekki eins og Sigursteinn
og Guðrún. Núna erum við aðeins
átta systkinin eftir.4 Það er
stundum gaman að eiga mörg syst-
kini. Við leikum okkur saman í
allskyns hópleikjum, stórfiskaleik,
eltingaleik og feluleik.5 Á veturna
þegar snjór er, rennum við okkur
niður Arnarholtið á gömlum pott-
hlemmum eða ónýtum skóflublöð-
um.6 Við megum ekki renna okkur
á rassinum í fötunum því við
eigum aðeins ein.
Það er ekki alltaf jafn gaman að
eiga mörg systkini. Við sofum öll í
sömu stofunni, borðum þar og
lærum lexíurnar okkar.. Þið búið í
sallafínum húsum sem halda vatni
og vindum og fáið tært vatn úr
krönum, heitt og kalt. Húsið mitt
er byggt úr torfi, grjóti og viði og
í því eru engir kranar eða vatn, ekki
heldur í fínu timburhúsunum. Þið
haldið kannski að við fáum vatn úr
tjörninni! Nei og nei, það er drull-
ugt og salt og á veturna frýs það
eins og hjá ykkur. Þá er fljúgandi
skemmtilegt að renna sér á
ísleggjum á ísnum. Vinkona mín á
betri skauta en ég, þeir eru úr tré
með járntein neðan á sem renna
betur en ísleggirnir. ísleggir eru
bara fótabein af hestum, kúm eða
kindum. Mínir leggir eru af hesti
og pabbi gerði gat á hvorn endann
og í gegnum gatið voru síðan settar
reimar til að binda við skóna. Þar
sem þeir renna ekki eins vel og
tréskautar nota ég staf til að ýta
mér áfram.7 Eins og ég sagði áðan
er tjörnin sölt. Það er vegna þess að
lækur rennur úr tjörninni út í saltan
sjó og þegar flóð er, rennur sjórinn
í tjörnina. Hún er líka ansi drullug
því að í lækinn rennur skólp og
annað fljótandi rusl úr rennum frá
austur og vesturbænum. Annars er
í daglegu máli talað um austan og
vestan lækjar. Kleinuvinkona mín
sýndi mér götuna þar sem lækurinn
rennur undir, hún er kölluð Lækj-
SAGNIR 59