Sagnir - 01.05.1991, Page 66

Sagnir - 01.05.1991, Page 66
Margrét Jónasdóttir sem segir: Vápnum ok váðum skulu vinir gleðjask; þat‘s á sjálfum sýnst; viðgefendr erusk vinir lengst, ef þat bíðr at verða vel Vini sínum skal maðr vinr vesa, ok gjalda gjöf við gjöf; hlátr við hlátri skyli hlöðar taka, en lausung við lygi.s Gjafir í Laxdœlu og Bjarnar sögu Hítdælakappa í íslendingasögum er að finna ýmsar lýsingar á siðum (normum) og venjum sanrfélagsins sem þær gerast í. En eru þær nothæfar heim- ildir um íslenska þjóðveldið? í þjóðveldi er engin miðstjórn og markaðir eru engir. Þjóðveldi er því fábreytt samfélag líkt og íslenska sanrfélagið var á tímum íslendingasagnanna. En koma þeir siðir og venjur sem sagt er frá í sögunum heim og saman við kenn- ingar mannfræðinga og annarra fræðimanna um gjafir í fábreyttum samfélögum? Svarið er já. Þessu til stuðnings verða tekin nokkur dæmi um gjafaskipti í tveimur íslendingasögum sem valdar voru af handahófi, Laxdælu og Bjarnar sögu Hítdælakappa. Eftir eðli má skipta gjöfunum í sex flokka, þótt oft skarist efni þeirra talsvert. Flokkarnir eru gjafir til friðar og sátta, gjafir til vináttu, menn gátu orðið sárir og reiðir ef einhver í svipaðrí stöðu fékk stærri og veglegri gjafir.4 Stundum fylgdu gjöfuin einhvers konar álög, hamingja eða óham- ingja. Með skartgripum og ýmsu öðru voru höfðingjar og konungar taldir gefa nrönnum sínum hlut- deild í velgengni sinni. Höfðingi sem ekki deildi út gjöfum, eða var sparsamur á þær, var hreinlega ekki þess virði að vera þjónað. Sannur höfðingi var rausnarlegur. Veislur höfðingja gegndu sama hlutverki og gjafir. Markmið höfð- ingja var að safna vinum saman og vekja athygli á örlæti sínu, viðhalda gömlum vináttuböndum og skapa ný.5 Á formlegum ferðum jarla og konunga (höfðingja) um valdasvæði sín sátu þeir veislur hjá bændum. Oll hagsmunamál voru rædd í þessum veislum og guðunum færðar fórnir. Það var venja að enginn færi úr veislu án þess að fá einhvers konar gjöf, og var skylda að endurgjalda gjafir.6 Kröfuna um að endurgjalda er að finna í Grágás:6 „Ef maður gefur öðrum manni 12 aura fjár eða meira þeim er hann á hvorki að launa lið né gjafar, enda verði eigi hálf launuð gjöfin, þá á hann heimting til ef hann andast."7 Lögin kváðu þannig á um að cf maður hafði gefið gjöf sem var ólaunuð þegar hann andaðist þá áttu erfingjarnir heimt- ingu á jafnvirði gjafarinnar frá þiggjanda. Kröfuna um endurgjöf má einnig finna í Hávamálum þar 64 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.