Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 80
Kristín V. Á. Sveinsdóttir
varð svo hrifinn af fyrirmynd-
inni að hann „mótaði súlur kor-
intumanna eftir þessari fyrir-
mynd og hafði þær spegil-
mynda“.6
Seinni tíma menn hafa reynt að
útskýra uppruna korintísku súlu-
höfðanna á annan veg. Frakkinn
Théophile Homoelle rakti upprun-
ann til myndskreytinga á attískum
smyrslakerjum. Myndirnar sýndu
oft súlulaga minnisvarða með
akantusskreytingum og taldi hann
þessa akantusskreyttu minnisvarða
vera tilraun til náttúrulegra eftirlík-
inga jurtarinnar. Akantusinn hefði
verið sú jurt sem oftast var lögð í
attískar grafir og hin grænu blöð
hennar vcrið hengd á legsteina sem
fórn til hinna dauðu.
Hauglid telur þann veikleika
vera á kenningum Homoellc að
hann hefði ekki tekið tillit til þess
að akantusformið kom samtímis
fram á höggnum minnisvörðum
og máluðu kerunum. í byrjun
hafði formið á minnisvörðunum
verið veikt sem benti ekki til
nákvæmra eftirlíkinga af þeirri
gerð sem Homoelle talaði um.
Skoðun Haugilds er sú að upp-
runi akantusmunstursins er ekki
rakinn til grískra súluhöfða, heldur
er hægt að rekja hann miklu lengra
aftur í tímann, allt til attískra graf-
steina, og enn í dag vex akantus-
jurtin milli gömlu grísku grafanna
og minnir á að það var í grískri
graflist sem fyrstu vísar akantus-
munstursins spruttu fram.7
Nokkrar deilur hafa staðið um
elstu gerð munstursins, t.d. hvort
akantusmunstrið hefði upphaflega
verið nákvæm eftirlíking eða stíl-
færð útgáfa jurtarinnar. Alois
nokkur Riegl taldi fyrstu akantus-
formin ekki líkjast jurtinni á nokk-
urn hátt, til sannindamerkis sagði
hann að formin skorti alveg, hin
tenntu, fjaðurlaga blöð jurtarinnar.
Hann kom fram með þá tilgátu að
akantusskreytingarnar væru ein-
göngu afbrigði af pálmamunstrinu,
sem algengt var í grískri skreytilist.
Morten Meurer kom fram með þá
tilgátu að fyrirmynd akantusmunst-
ursins hafi ekki verið neðstu og
stærstu blöð jurtarinnar, heldur
þau minni sem standa ofar á
stilknum og eru ekki eins þyrnótt
og fjaðurlaga og hin stærri. Hann
staðhæfir að akantusbikarinn með
sín þrjú blöð, eitt í prófíl á hvora
hlið og eitt sé bcint framan á í miðj-
unni, sæki fyrirmyndina til plönt-
unnar sjálfrar. Pá telur hann sig í
litaleifum hafa fundið sömu liti og í
sjálfri náttúrunni: græn blöð með
purpuralitum tón á jöðrunum.
Meurer tók einnig undir kenningu
Homoelle um akantusinn sem sér-
staka graíjurt Grikkja. Hauglid
telur kenningar Meurers sannfær-
andi en hann líkt og Riegl sé of ein-
strcngislegur í kenningum sínum.
Þessar kenningar þeirra kumpána
eru síðan grunnurinn fyrir öllum
síðari rannsóknum á þessu sviði.
Þær tilgátur Riegl sem aðrir hafa
síðar tekið upp, að pálminn sé upp-
runaleg fyrirmynd akantusskreyt-
inganna telur Hauglid fjarstæðu-
kenndar. Riegl hafi gert þá skyssu í
rannsóknum sínum að ganga ekki
út frá elstu varðveittu akantus-
skreytingunum. Hauglid segir að
það fyrirfinnist ekkert dæmi þess
að pálminn hafi tekið form akant-
uss. Þvert á móti vaxi hann við
hliðina á akantusinum á sínum
hefðbundna stað gegnum alla hina
grísku list og langt inn í rómanska.8
Miklar vangaveltur hafa verið um
ástæður þess að munstrið hafi fyrst
komið fram í grískri graflist. Svarið
hlýtur að vera á þá vegu að jurtin
tengdist á cinhvern liátt dauðanum.
Sem svar við þeirri tilgátu að um til-
viljun sé að ræða, hefur verið nefnd
sú staðreynd að akantusskreytingar
komu fram á smyrslakerum en ekki
að nokkru ráði í annarri grískri kera-
miklist.
Margar fleiri goðsagnir og þjóð-
sögur sem tcngjast akantusjurtinni,
en frásögn Vitruvíusar, eru kunnar.
Líkvagn Alexanders mikla átti sam-
kvæmt frásögnum að vera skreyttur
gullnum akantusblómum. Akantus-
inn var eins og fleiri þyrnijurtir tákn
ófrjóscmi og þar með tileinkuð
undirheimum. Gröf Memnons sem
var þekkt persóna f grískri goða-
fræði og sonur Eosar, morgungyðj-
unnar, var skreytt fléttum af akant-
us, sem tákni um sorg. Víða um
heim er hjátrú tengd jurtum af þyrni-
ætt, og er t.d. alsiða á Indlandi að
setja þyrna í grafir til að koma í veg
fyrir að hinir dauðu gangi aftur og
víða eru þyrnirunnar settir á leiði
manna. í danskri bronsaldargröf
--------------------------------------------;----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ara Pacis. Friðar-
aritiinn. Rómversk
útfœrsla á akant-
usmunstrinu.
Rómverjar komu
fram með hinn eig-
inlega blaðteinung.
Munstrið er orðið
blaðríkara og
stönglarnir
enda í hnöppum
og blómurn. Frá
Róm lð.f.Kr.
78 SAGNIR