Sagnir - 01.05.1991, Side 82

Sagnir - 01.05.1991, Side 82
Kristín V. Á. Sveinsdóttir blómum úr akantusblöðum og hin stranga stílfæring hætti. Oftast var teinungurinn tvöfaldur, alltaf speg- ilmynda og blöðin breidd svo út til beggja hliða. Fuglar og margar gerðir náttúrulegra blóma komu oft fyrir inn á milli akantusblað- anna. Einnig urðu breytingar á formi akantusblaðsins og það varð stærra, þynnra og fjölbreytilegra en hið gríska.12 Hinn rómanski akantus er frekar talinn ákveðinnar gerðar en sér- stakt laufform. Gegnum tíðina tók munstrið ákveðnum breytingum og margvísleg stílþróun átti sér stað. Akantusmunstrið átti einnig mismunandi miklum vinsældum að fagna gegnum aldirnar. Sem dæmi um stílbreytingu er hægt að nefna þær breytingar sem urðu er mið- punktur Rómverska ríkisins færð- ist austur á bóginn, nálægt árinu 300 e.Kr. Þá urðu býsönsk áhrif alls ráðandi og nákvæmar eftirlík- ingar og smáatriði hurfu úr munsturgerðinni. Munstrið bar þá sterk merki um austurlensk áhrif, sem síðan átti eftir að hafa áhrif á evrópska skreytilist. Munstrið varð stíft og flatt og stöngull og blöð urðu samgróin. Eftir fall rómverska ríkisins hafði akantusmunstrið lítil áhrif um sinn á Ítalíu þegar ger- mönsk áhrif urðu alls ráðandi. Það vaknaði aftur til vegs og virðingar í Karólínsku endurreisninni á 9. öld og var áberandi í Frakklandi á 12. öld (protorenessansen) og ítölsku endurreisninni á 15. öld.13 Þróunin í Noregi Vafteinungar hafa skipað stóran sess í norskri alþýðulist. Það kemur vel frani í dýraskreyting- unum sem þykja táknrænar fyrir víkingaaldarlistina. Útskorin skip og munir frá Ásubergi eru þekkt dæmi um þess háttar víkingaaldar- skreytilist. Dýraskreytingarnar viku svo smátt og smátt og evr- ópskar jurtaskreytingar tóku við hlutverki þeirra. Ástæðuna fyrir því hve greiðan aðgang akantus- teinungurinn átti í norska list- sköpun telur Hauglid vera þá, hve vel hann fellur að gömlum hefðum í norskri skreytilist. f stafkirkjunum mættust þessar óskyldu gerðir skreytinga, gamall norrænn víkingaaldararfur og evr- ópskar jurtaskreytingar. Fyrstu frjókorn akantusmunstursins cr því að finna í stafkirkjunum innan um fornu norrænu dýraskreytingarnar og þar skjóta þau rótum. Fyrstu vísa munstursins er að finna á bautasteini, svo kölluðum Jalang- urssteini sem Haraldur blátönn reisti Gornri gamla. Þar er hægt að finna einstaka jurtaskreytingar, fyrirmyndir þeirra eru taldar vera lýsingar í heilögum bókum sem trúboðar sunnan úr Evrópu tóku með sér á trúboðsferðum til Norðurlanda. Á dögum Haraldar hófst trú- boðið fyrir alvöru og þýskir trú- boðar voru sendir á danskt yfirráða- svæði í Noregi. Margir bauta- steinar frá þessum tíma hafa fundist Valþjófsstaðaluirðin frá því um 1200. Einti af þekktustu mununum frá miðöld- um, sem varðveist hafa liér á landi. Dýra- skreytingarnar eru mest áberandi en jafn- framt má greina jurtaskreytingar sem rckja má til Evrópskra áhrifa. á þessu svæði, þeir eru með sér- stæðar skreytingar í Hringaríkis- stíl. Sá stíll var ráðandi í víkinga- aldarlistinni á tímabilinu 1000-1060 og var kenndur við stein frá Hringaríki. Þar er meira farið að bera á jurtaskreytingum en dýra- myndum. Þessar skreytingar sem skyndilega kornu fram í norskri skreytilist eru taldar tilkomnar vegna áhrifa frá evrópskum hand- ritunr. Hinn karólínski akantus hafði orðið æ staðlaðri, þar til hann endaði í upprúlluðum blaðhlutum sem líktust mjög þeim skreyt- ingum sem svo birtust í Hringarík- isstílnum. Það form sem helst ein- kennir þann stíl er tvöfaldur tein- ungur með greinar sem skerast og fléttast saman. Þetta form kom fram í bókalýsingum Reichenau- skólans og þar mátti einnig finna hringfléttiformið sem var einkenn- andi fyrir Jalangursstílinn. Hann er eldri en Hringaríkisstíllinn, talinn ná yfir tímabilið 870-1000. Jalang- ursstíllinn er nefndur eftir silfur- bikar sem fannst í Jalangri. Nokkur munur var á útbreiðslu munsturgerða í Noregi á þessum tíma. Áhrifa jurtamunstursins gætti mest á dönsku áhrifasvæð- unum í suð-austurhluta landsins og akantusinn óx í fótspor trúboð- anna. Stíllinn var fyrst um sinn óþekktur á vesturlandi, þar var dýrastíllinn ennþá allsráðandi (Urnesstfllinn). Hringaríkisstíllinn varð tákn hinnar pólitísku og trúar- legu skiptingu landsins á valda- tímum Hákonar jarls, hann hefur verið nefndur „trúboðstíllinn" í Noregi. Með kirkjubyggingunum barst svo jurtateinungurinn einnig til vesturhluta landsins.14 Eftir að dýravafningar Urnes- stílsins höfðu breyst í hreinar bandskreytingar, kom jurta- teinungurinn fram sem eðli- legur arftaki og endurnýjun hinna einhliða bandfléttna. Ekki svo að skilja að dýrin hverfi. Teinungurinn yfirtók bara, með sínum jurtaformum, hlutverk fyrirrennarans. Jafnvel þó að hann sé tekinn upp utan frá sem 80 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.