Sagnir - 01.05.1991, Page 91

Sagnir - 01.05.1991, Page 91
Enn er eftir textabyltingin bindi af Sögu íslands, sem fjallar einmitt um 15. öld, tímabil þessara atburða, og ég man ekki til að þar birtist nein túlkun á þeim af því tagi sem Jón ísbcrg segir svo al- þekkta. Höfundar fyrirmyndarritgerða taka lesendur sína með sér inn í söguna. Þeir tala líka við þá sem næst eins og jafningja, blátt áfram og eðlilega, en þó með tilbreytni í tjáningarhætti og orðaforða. Alþekkt er að fræðilegri þjóðfé- lagsumræðu fylgir einatt dálítið upphafið og þungt málfar, en þó flatt og tilbreytingarlítið. Höfundar Sagna eru ekki slæmir að þessu leyti en gætu þó sumir bætt ráð sitt á einfaldan hátt. Sumir detta ofan í að hjakka á nafnorðum (43): „En hverjar voru þær erlendu hugmyndastefnur sem einkum höfðu mótandi áhrif á stefnu- mörkun í uppeldismálum á íslandi fyrr á öldum?“ Svo spyr Ólöf Garðarsdóttir í sex nafnorðum og tveimur merkingardaufum sögnum: vera og hafa. Guðfmna Hreiðars- dóttir segir að minnsta kosti tólf sinnum að um sé að ræða, þar sem einfaldlega er eða var (8-15). Birgi Jónssyni hættir til að nota orðið þáttur næsta merkingarsnautt (69): „í fyrsta lagi var skoðað ... hvaða þættir höfðu áhrif á hvernig tekjur skiptust.“ „En höfðu einhverjir þættir áhrif á það hvernig tekju- skiptingu prestakalla var háttað?" Jón Ólafur ísberg notar orðið hefð- hundinn með orðunum búskapur og landbúnaður þar sem hann meinar eiginlega ekkert annað en búskapur (74). Svo þarf líka að fara rétt og hóf- lega með listræna notkun máls. Noti maður líkingamál verður að halda því hreinu og forðast að slá saman tveimur eða fleiri líkingum. „Rótleysið festi rætur í Reykjavík“, segir Eggert Þór Bernharðsson (26), svo þversagnakennt að hvarflar að manni að það sé sagt svona af ásettu ráði. Hjá Ólöfu Garðarsdóttur hafa þrjár stefnur bæði sameiginlegan kjarna og rauðan þráð, jafnframt því sem þær eru leiðir að marki (49). Óskar og Unnur halda því 'fram að Stóri- dómur hafi lognast út af vegna þess að vindar úti í heimi hafi blásið öðruvísi (66). Sjálfsagt gæti það staðist sem veðurlíking — breytt vindstaða einhvers staðar úti í heimi gæti leitt af sér logn hér — en býsna er hún samt flókin og langsótt. Hins vegar er líking alveg rétt notuð þegar Eggert segir að Guðmundur Kamban hafi tekið upp silkihanskann fyrir Reykjavík- urstúlkuna (18). Svona dæmi orka óttalega smá- munasöm þegar þau eru tekin. En þessu lík smámunasemi er einmitt leiðin að góðum texta, eins og hverri annarri fagmennsku. Texti er vefur — orðið er skylt textíl — og þar má enginn þráður vera slakur ef heildaráferðin á að vera falleg og viðkoman þægileg.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.