Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 38

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 38
Fulltrúaráðsfundir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra: Mótun nýrrar byggðaáætlunar og nýskipan raforkumála Ávarp á 61. fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga 23. nóvember Sl. vor hófst vinna á vegum iðnaðarráðuneytisins við mótun nýrrar byggðaáætlunar sem koma á til framkvæmda i upphafi næsta árs. Að þessu sinni hefur starfinu við mótun byggðastefnunnar verið hagað með talsvert öðrum hætti en áður. Skipuð var sex manna verkefnisstjórn, undir formennsku Páls Skúlasonar háskólarektors, en auk þess voru skipaðir þrír starfshópar sem unnið hafa að til- Valgerður Sverrisdóttir lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1967 ogstundaði nám í þýsku við Berlitz-skóla i Hamboig 1968-1969 og í ensku við Richmond-skóla í London 1971-1972. Hún var ritari hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1967-1968, ritari kaupfélagsstjóra KEA 1969-1970, læknaritari á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1970-1971 og stundaði kennslu við Greni- víkurskóla 1972-1976 og í hlutastarfi 1977-1982. Hún var varaþingmaður Norðurlands eystra í apríl 1984, kosin áAlþingifyrir Norðurlandskjördœmi eystra 1987 og hefur setið áAlþingi síðan. Hún hefur verið iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 31. desem- ber 1999. Valgerður átti sæti í stjórn Kaupfélags Ey- firðinga 1981-1992, í stjórn Sambands ísl. sam- vinnufélaga 1985-1992, í stjórn Slippstöðvarinnar á Akureyri 1989-1991, í skólanefnd Samvinnuskólans 1990-1995 ogsem formaður 1995. Hún átti sœti í Norðurlandaráði 1987-1990 og 1995-1999 og var formaður íslandsdeildar 1995-1999, i stjórn Nor- rœna menningarmálasjóðsins 1991-1993 og 1995-1998, formaður 1995. Hún var 2. varaforseti Sameinaðs þings 1988-1989 og 1990-1991 og 1. varaforseti Alþingis 1992-1995. Hún var formaður þingflokks framsóknarmanna 1995 til 1999. lögum í tilteknum málaflokkum, en það eru al- þjóðasamskipti, atvinnumál og fjarskipta- og upplýsingatækni. í verkefnisstjórn og starfshópunum situr breiður hópur fólks með fjölbreytilega menntun og starfs- reynslu og með búsetu víðs vegar á landinu. Með þessari tilhögun starfsins viljum við leggja áherslu á að byggðarþróun og byggðastefna er mál þjóðar- innar allrar. Orsakir þeirra breytinga sem orðið hafa í byggðum landsins á undanförnum árum og áratugum eru margþættar og varða nær alla þætti samfélags okkar. Sömuleiðis hafa þessar breytingar víðtækar afleiðingar, ekki aðeins fyrir íbúa lands- byggðarinnar eða einstakra byggðarlaga, heldur fyrir menningu og efnahag þjóðarinnar í heild. Það er því brýnt að sem viðtækust sátt og samstaða ná- ist í þjóðfélaginu um stefnumörkun og aðgerðir í byggðamálum. Tillögugerð byggðanefndar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sem lagðar voru fram sl. sumar er mikilvægt framlag til slíkrar sáttar og hafa þær tillögur nýst vel í þeirri vinnu sem nú stendur yfir um mótun nýrrar byggðaáætlunar. Þróun samfélagsins, einkum á sviði efnahagslífs og menningar, hefúr gert það að verkum að fram- boð atvinnu og þjónustu hefúr vaxið hratt í borgum um leið og hefðbundið atvinnulíf í dreifbýli hefúr sífellt þurft á minna vinnuafli að halda. Þessi þróun er mjög skýr hér á landi þar sem hefð- bundnum störfum í sjávarútvegi og landbúnaði hefúr fækkað mjög mikið á síðustu áratugum og þeim mun halda áfram að fækka. Við þurfum því að byggja upp atvinnutækifæri á landsbyggðinni á öðrum sviðum. Bygging álvers á Reyðarfirði er liður í því. Hér á landi hafa búsetubreytingar verið örari og gengið lengra en víðast hvar annars staðar. I flestum landshlutum stóð íbúafjöldi nánast i stað

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.