Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Síða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Síða 41
Fulltrúaráðsfundir 359 orku halda þeim rétti. Gert er ráð fyrir að starfs- svæði dreifiveitu geti skipst í fleiri en eitt gjald- skrársvæði þar sem sama gjaldskrá skal gilda. Líkt og flutningsfyrirtækið verða dreifiveitur að upp- fylla skilyrði er lúta að arðsemi og hagræðingu. í dag eru óarðbærar einingar í aðveitu- og dreifi- kerfinu og hefur kostnaði vegna þeirra verið jafnað út í gjaldskrá á svæðum viðkomandi veitna. Við- skiptavinir Rarik hafa einir borið kostnað af óarð- bærum einingum í aðveitu og dreifikerfi Rarik. Ennfremur hafa hinar óarðbæru einingar komið fram í hallarekstri hjá fyrirtækinu. Ljóst er að í breyttu kerfi þarf að mæta þessum kostnaði með öðrum hætti en verið hefur. ÞÓR þrumuguðinn Hæð með stöpli 3,10 m „Hann hafði að vopni hamarinn Mjölni sem er bestur gripur með goðum og mönnum" Þór er til leigu, t.d. fyrir sveitarfélög eða stærri fyrirtæki. Mánaðarleiga er kr. 18.000,- en í heilt ár kr. 200.000,-. Hann er steyptur í ál og stendur á álstöpli sem fylgir með, festist á steypta undirstöðu með múrboltum. Hallsteinn Sigurðsson myndhöqqvari Ystasdi 37 109 Reykjavík s. 557 7245 Skipuð var nefnd sl. vetur til að meta kostnað vegna óarðbærra eininga í aðveitu- og dreifikerf- inu. Nefndin skilaði tillögum sínum síðastliðið vor. I skýrslu nefndarinnar kemur fram að kostnaðurinn nemi um 500 millj. kr. á ári. Leggur nefndin til að dreifiveitusvæði fái framlag ef kostnaður notenda fer yfir ákveðin mörk á hverju svæði. Nefndin benti á tvær leiðir til að mæta þessum kostnaði. Annars vegar af almennum skatttekjum ríkissjóðs og hins vegar með sérstökum skatti á framleidda orku. Gert er ráð fyrir að síðarnefnda leiðin verði farin. Kostnaðurinn við flutnings- og dreifikerfið hefur verið óljós og borinn af mismiklum þunga af landsmönnum. Er nú í iðnaðarráðuneytinu unnið að frumvarpi þar sem m.a. verður mælt fyrir um framkvæmd niðurgreiðslna vegna óarðbærra ein- inga í raforkukerfinu. í frumvarpi til nýrra raforkulaga felast, sam- kværnt framansögðu, verulegar breytingar frá gild- andi kerfi sem beint eða óbeint snerta sveitarfé- lögin í landinu. Breyta verður rekstrarfyrirkomu- lagi fyrirtækja, forgangsréttur sveitarfélaga til að reisa og reka dreifiveitur fellur niður og jöfnun kostnaðar vegna óarðbærra eininga í raforkukerf- inu verður með öðrum hætti en nú er. Þá má búast við því að raforkufyrirtæki verði skattlögð eins og önnur fyrirtæki. A vegum íjármálaráðherra er starfandi nefnd sem ætlað er að koma með tillögur sem eiga að tryggja skattalegt jafnræði raforku- fyrirtækja. Ljóst er að hið nýja umhverfi í raforkumálum mun hafa áhrif á sveitarfélögin í landinu. Sveitarfé- lögin eru ásamt ríkinu eigendur allra þeirra fyrir- tækja sem starfa í þessum geira. Gera má ráð fyrir að þessi nýja skipan muni með tímanum leiða til breytinga í eignarhaldi og sveitarfélög og ríki muni losa um eignir sínar í þessum fyrirtækjum. Þeim fjármunum verður þá hægt að ráðstafa með öðrum hætti í þágu íbúa landsins. Ég hef rætt um tvö verkefni sem unnið er að á vegum iðnaðarráðuneytisins um þessar mundir. Miklu skiptir að vel takist til við mótun nýrrar byggðaáætlunar og nýskipan raforkumála. Ég bind vonir við að geta átt gott samstarf við sveitarfé- lögin í landinu í báðum þessum málum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.