Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 10

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 10
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201410 Við erUm fámenn þjóð Urriðafossi í Flóa en sú jörð var og er í eigu fjölskyldunnar. Þar stundaði faðir minn laxveiðar í net öll sumur og við krakkarnir tókum þátt í bústörfum og sveitalífinu. Við fórum í maí og komum ekki til borgarinnar aftur fyrr en eftir réttir á haustin. Móðurafi minn bjó á Hvammeyri við Tálknafjörð og þar dvaldi fjölskyldan einnig á sumrin og þar á ég sterkar rætur. Ég ólst upp við mikið öryggi og umhyggju. Foreldrar mínir voru sjálfmenntaðir og fluttu bæði úr sveit til borgarinnar á eftirstríðsárunum eins og algengt var. Þau helguðu líf sitt hvort öðru og börnum sínum fjórum og lögðu sig fram um að skapa okkur góðar lífsaðstæður. Við systkinin höfum öll gengið menntaveginn. Það var bara einhvern veginn eðlilegt að við menntuðum okkur og var aldrei talað neitt sérstaklega um það. Það var bara hluti af því viðhorfi að maður skyldi standa sig í því sem maður tæki sér fyrir hendur. Á þessum tíma bjó fólk þröngt en úthverfin voru að byggjast upp með stærra hús- næði. Við bjuggum í lítilli íbúð við Leifsgötu og fluttum síðan í raðhús sem foreldrar mínir byggðu í Árbæjarhverfinu. Þetta var rúmlega 100 fm raðhús og engin höll fyrir hjón og fjögur börn en mömmu fannst þetta svo fínt að hún bauð fólki að koma til að fara í bað og nýta sér aðstöðuna. Það var ekki til að monta sig, bara til að gera fólki gott. Mamma er mikill mannvinur og einkennandi fyrir lífsgildi hennar er umhyggja og virðing fyrir öðru fólki. Þegar ég hugsa um hvaðan þau gildi koma sem hafa mótað mig og haft áhrif á lífsviðhorf mín og starfsval, þá rek ég þau beint til bernskunnar og þeirra viðhorfa sem ég ólst upp við. Kennaraskólinn Ég lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1969 og fór þá í Kennaraskól- ann. Mér hefur alltaf liðið vel í skóla og hafði kennara sem voru góðar fyrirmyndir. Ég var í Austurbæjarskólanum á þeim tíma þegar raðað var í bekki eftir lestrargetu. Mamma kenndi mér að lesa áður en ég fór í skólann og þess vegna fór ég í besta bekk og hafði mjög góðan kennara, Dagnýju Valgeirsdóttur. Mér er í bernskuminni fyrsti skóladagurinn þegar öll sjö ára börn sem voru að hefja skólagönguna biðu ásamt for- eldrum sínum (mæðrum) eftir úrskurðinum um hvaða bekk þau færu í. Með aukinni þekkingu og breyttu hugarfari lagðist þetta fyrirkomulag sem betur fer af. Ég var í Kennaraskólanum á hippatímanum, var í síðasta árganginum sem útskrif- aðist úr gamla Kennó árið 1973. Kannski var það tilviljun að ég valdi kennaranám, kannski voru það áhrif frá æskuheimilinu eða skólagöngunni, eða kannski var það tíðarandinn. Á þessum tíma var mjög algengt að stúlkur veldu stutt starfsnám í stað þess að fara í langt háskólanám. Það voru nokkuð margar stúlkur sem brautskráðust úr Kvennaskólanum vorið 1969 sem fóru annaðhvort í kennaranám eða hjúkrunar- nám. Framhaldsnám í Bandaríkjunum Eftir að ég lauk stúdentsprófi frá Kennaraskólanum fór ég í framhaldsnám til Banda- ríkjanna. Ég kynntist manninum mínum, Bjarna Reynarssyni, á þessum tíma. Hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.