Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 17

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 17
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 17 V i ðta l V i ð j ó h ö n n U e i n a rs d ót t U r að lengra nám og betur menntaðir kennarar komi til með að auka veg og virðingu stéttarinnar. Skólinn er ekki lengur bara fræðslustofnun og störf kennara eru stöðugt að verða viðameiri og flóknari. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til skóla og kennara. Þeir þurfa því trausta og góða menntun. Hvað menntun leikskólakennara varðar þá erum við í forystu á Norðurlöndunum og nú sýna nýjar langtímarannsóknir, meðal annars svo kölluð EPPY-rannsókn (Effective Provision for Pre-school Education) í Bretlandi, að nám barna í gæðaleikskólum með vel menntuðu starfsfólki hefur áhrif á framtíðar- nám og starfsmöguleika fólks. Þó svo að nú séu uppi raddir um að lenging námsins hafi öfug áhrif og að fólk vilji ekki fara í fimm ára kennaranám þá er ég viss um að þegar til lengri tíma er litið var þetta heillaspor. Ég tel að fækkun nemenda í kennaranámi sé tímabundið ástand. Ég var í fjölmennasta árgangi Kennaraskólans, þar voru átta 25 manna bekkir. Árið eftir var námið komið á háskólastig og þá innrituðust einungis níu nemendur og árið þar á eftir þrefaldaðist nemendafjöldinn og fór upp í 27 og jókst svo síðan smátt og smátt ár frá ári. Ég held að það muni gerast aftur. En það gerist ekkert af sjálfu sér og það tekur tíma. Við erum markvisst að leita leiða til að kynna námið og gera það aðgengi- legt og áhugavert fyrir fólk. Síðastliðið vor gerðum við könnun meðal leikskólafólks, ófaglærðs fólks í leikskólum og leikskólastjóra og niðurstöður sýndu að fólk hafði hug á styttra námi. Því var stigið það skref að bjóða upp á tveggja ára diplómunám fyrir fólk sem starfar í leikskólum. Svo vonumst við til að þetta fólk haldi áfram og ljúki leikskólakennaranámi. Framtíðarsýn og verkefni við Menntavísindasvið Ég ber þá von í brjósti að þær starfsstéttir sem Menntavísindasvið menntar njóti auk- innar virðingar í samfélaginu. Það helst í hendur við bæði það sem við erum að gera hérna á sviðinu og hvernig við kynnum námið. Þetta er sameiginlegt verkefni okkar sem starfa við sviðið og tekst ekki nema allir séu ábyrgir og samtaka. Nemendum á að bjóðast gæðanám og við þurfum að vera í stöðugri sjálfsskoðun. Kennarar á sviðinu þurfa að taka þátt í alþjóðlegu fræðasamfélagi og vera virkir í sam- ræðu þjóðanna um menntamál. Við þurfum að vera í góðum tengslum við skóla og aðrar stofnanir í samfélaginu sem okkar fólk starfar við svo nemendur okkar kynnist og skilji þau verkefni sem munu mæta þeim að námi loknu. Við þurfum í auknum mæli að líta á starfsmenntun sem ævimenntun og því er uppbygging símenntunar og starfsþróunar næsta stóra verkefnið okkar. Auk þess þarf að leita leiða til að koma rannsóknarniðurstöðum á framfæri við starfsvettvanginn og þá sem móta stefnu í menntamálum. Öflug símenntun og starfsþróun sem skipulögð er í samstarfi við rannsakendur í háskólum er líka leið til að brúa bilið milli rannsakenda og þeirra sem starfa á vettvangi. Á Menntavísindasviði þurfum við að rækta mikilvæg gildi lýðræðissamfélags, svo sem samvinnu, samstarfsanda og jafnrétti. Mér finnst í dag þrengt að þeim gildum sem skipta máli í samfélaginu. Samkeppni og samanburður á milli barna er að aukast í stað þess að lögð sé áhersla á styrkleika hvers og eins. Við hömpum ákveðnum þátt- um eins og bókviti og teljum þá mikilvægari en aðra. Ég held að það sé ekki gott fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.