Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 18
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201418
Við erUm fámenn þjóð
okkur sem samfélag að leggja áherslu á einhverja afmarkaða hæfniþætti. Við erum fá-
menn þjóð og höfum ekki efni á öðru en að nýta styrk og hæfileika allra einstaklinga.
Á Menntavísindasviði erum við að mennta fólk til starfa sem leggja grunn að
lýðræðisþjóðfélagi. Velferð þjóðar byggist á vel menntuðu fólki sem hefur fengið
kennslu og hvatningu til að glíma við merkingarbær verkefni frá upphafi til loka
skólagöngunnar. Ef við eigum að kallast lýðræðislegt velferðarsamfélag þurfum við
að taka tillit til hvers einstaklings, viðurkenna rétt og styrkleika allra og veita hverjum
og einum einstaklingi þann stuðning sem hann þarf. Kennarar, tómstundafræðingar,
íþróttafræðingar og þroskaþjálfar sem koma auga á sterkar hliðar einstaklingsins,
kalla fram það besta hjá hverjum og einum og styðja við nám þeirra geta skipt sköpum
í lífi einstaklingsins og velferð þjóðarinnar. Þetta virðist alls ekki öllum vera ljóst. Ég lít
svo á að það sé á ábyrgð samfélagsins að til þessara starfa veljist hæfir einstaklingar.
UM HÖfUnDAnA
Guðrún V. Stefánsdóttir (gvs@hi.is) er dósent í fötlunarfræði við Menntavísindasvið Há-
skóla Íslands og formaður Rannsóknarstofu í þroskaþjálfafræðum. Hún lauk doktors-
prófi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands árið 2008. Rannsóknir hennar hafa beinst að
lífsreynslu, sögu, menntun, aðstæðum og sjálfræði fatlaðs fólks.
Ólafur Páll Jónsson (opj@hi.is) er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og
með MA-próf í heimspeki frá University of Calgary og doktorspróf í heimspeki frá
Massachusetts Institute of Technology. Á síðust árum hafa rannsóknir hans einkum
verið á sviði heimspeki menntunar, lýðræðis og félagslegs réttlætis, en þessi svið eru
m.a. viðfangsefni hans í bókinni Lýðræði, réttlæti og menntun frá árinu 2011. Hann hefur
einnig birt greinar um málspeki og réttarheimspeki og um heimspeki náttúrunnar en
árið 2007 gaf hann út bókina Náttúra, vald og verðmæti.