Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 31

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 31
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 31 gUðrún V. stefánsdóttir, Kristín Björnsdóttir og ástríðUr stefánsdóttir viðmælendur okkar væru háðir leyfi forstöðufólks eða foreldra til að nota peningana sína, jafnvel til að kaupa nauðsynjahluti. Algengt var að þátttakendur ættu og notuðu greiðslukort en fram komu dæmi um að þeir þyrftu að fá leyfi til að nota kortið hjá forstöðufólki. Sigurður, sem var á sextugsaldri og bjó á sambýli, var ekki sáttur við þetta og sagði: Forstöðukonan ræður yfir peningunum. Hún segir að ef ég á að ráða klári ég pen- ingana og svo ekkert til. En ef ég fæ að ráða þá geri ég ekki svoleiðis, ég veit að þeir þurfa að duga en mig langar að bjóða kærustunni út að borða og stundum má það og stundum nei. Hér má velta upp þeirri spurningu hvort ekki hafi verið óþarfi að vantreysta Sigurði eða þá hvort fræðsla og samtal um peningamál hefði getað veitt honum aukið sjálf- ræði í fjármálum. Þetta er enn eitt dæmi um að 12. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007) kunni að vera brotin. Ef gengið er út frá gerhæfi fatlaðs fólks til jafns við aðra eiga lögin jafnt við um þann hóp. Samkvæmt því ber að virða rétt Sigurðar til að ráðstafa eigin fé og aðstoða hann við það fremur en að taka af hon- um völdin. Önnur leið var farin hjá Lovísu, en hún er gift kona á sjötugsaldri. Hún hafði lengi búið á stofnun og sagði frá því hvernig hún hefði þurft að læra á peninga þegar hún flutti út af stofnuninni því þeir sem þar bjuggu höfðu yfirleitt ekki pen- ingaforráð. Hún hafði því litla reynslu af því hvernig fara ætti með peninga og kunni það ekki í byrjun. En hún lærði það með tímanum og fór meðal annars á fjármálanám- skeið. Lovísa lýsti þessu á eftirfarandi hátt: Fyrst eyddi ég öllu fyrstu viku mánaðarins en núna er þetta öðruvísi. En örorkubæt- urnar duga samt ekki og við erum alltaf blönk síðustu vikuna en þá eigum við mat í frystinum af því að við kaupum mat til að eiga þegar við fáum útborgað. Í þessu tilviki fundu hjónin skynsamlega leið sem reyndist þeim vel og höfðu full yfirráð yfir fjármálum sínum. Þetta er gott dæmi um það hvernig fræðsla og aðgengi að upplýsingum getur stuðlað að því að fólk með þroskahömlun rækti sjálfræði sitt. Aðstoð og skipulag Eitt af því sem virtist hafa áhrif á það hvernig þátttakendum rannsóknarinnar tókst að stjórna lífi sínu var sú aðstoð sem þeir fengu. Þeir sem bjuggu á sambýlum eða íbúða- kjörnum fengu yfirleitt aðstoð frá mörgum starfsmönnum og deildu þeim með öðrum íbúum. Svo virðist sem það fyrirkomulag kunni að hafa ráðið talsverðu um það sjálf- ræði sem þátttakendur höfðu náð að þróa með sér enda dagskipulagið oft gert út frá heildinni en ekki einstaklingnum. Þegar vaktir voru undirmannaðar takmarkaði það möguleika íbúa til að hafa áhrif á þann stuðning sem þeir fengu. Þó voru undantekn- ingar frá þessu, og þar ber sérstaklega að nefna tvo af þeim þátttakendum sem höfðu hvað mesta þörf fyrir stuðning, en þar voru fjölmennari vaktir og hver einstaklingur hafði sína föstu starfsmenn. Gunnar, sem var rúmlega þrítugur, bjó í íbúðakjarna og hafði starfsmann sem sérstaklega sinnti honum stóran hluta dagsins. Til að auðvelda honum að skilja hvað um var að vera á hverjum tíma dagsins hafði verið sett upp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.