Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 34

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 34
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201434 má ég fá að ráða mínU eigin l ífi ? Það var mjög misjafnt hversu mikið ferðafrelsi þátttakendurnir í rannsókninni höfðu. Ýmsir ytri þættir höfðu þar áhrif, eins og til dæmis ferðaþjónustan og það að þurfa að skipuleggja allar ferðir með góðum fyrirvara. Hjá tveimur af þátttakendum kom líka fram að ekki er nóg að hafa ferðafrelsi heldur þarf líka að huga að öryggi og stuðn- ingi í ferðunum. Ragnar, sem var á fimmtugsaldri, notaði hjólastól en hann sagði frá því að tvisvar sinnum á stuttum tíma hefði hann ekki verið festur nægilega vel í bíl frá ferðaþjónustunni með þeim afleiðingum að hjólastólinn rann af stað og endaði á hliðinni. Ragnar féll í gólfið og slasaðist illa á fæti, þurfti að vera í gifsi í sex vikur. Í kjölfarið afþakkaði hann ferðaþjónustuna og treysti á fjölskyldu og vini ef hann þurfti að komast af bæ. Hér fórnaði Ragnar eigin frelsi og sjálfstæði vegna þess hann gat ekki treyst þeirri þjónustu sem honum bauðst. Þá kom líka fram hjá þátttakendum rannsóknarinnar að á heimilum þeirra væru sett takmörk á ferðir og reglur settar um að þeir ættu til dæmis að vera komnir heim fyrir einhvern ákveðinn tíma eða mættu ekki fara út eftir kvöldmat. Foreldrar og starfsfólk höfðu ákveðið þetta. Jón, sem var á fimmtugsaldri, hafði eftir langa baráttu fengið samþykki fyrir því að stjórna ferðum sínum sjálfur: „Ég er nýbúinn að ná í gegnum frelsinu … ég var orðinn svo fullorðinn maður, ég var ekki krakki lengur.“ Jón samdi við starfsfólkið um að hann léti það vita af ferðum sínum, þ.e. hvenær og hvort það væri von á honum svo það þyrfti ekki að vera hrætt um hann. Dæmi voru einnig um að takmarkað ferðafrelsi og þörf fyrir stuðning og aðstoð hefði orðið til þess að sú hefð skapaðist að fólk með þroskahömlun þyrfti oft og tíðum að borga sérstaklega fyrir aðstoð frá starfsfólki. Ef einstaklingur vildi til dæmis skjótast á næsta skyndibitastað í stað þess að borða kvöldmat heima í íbúðarkjarnanum eða sambýlinu var ætlast til þess að hann borgaði einnig fyrir starfsmanninn. Dæmi voru um að fólk þyrfti að sætta sig við að fara á aðra veitingastaði en það vildi sjálft af því að starfs- mennirnir höfðu skoðun á því sem þar var í boði. Það styður sjálfræði einstaklingsins að fá að taka ákvörðun um að fara á skyndibitastað en um leið takmarkar það sjálfræði hans að þurfa að sætta sig við annan stað en þann sem hann sjálfur kýs. Vel má líta á þetta sem dæmi um það hvernig starfsfólk hindrar sjálfræði einstaklingsins í stað þess að stefna að því að efla hann. Einn þátturinn í fagmennsku starfsfólks felst í því að efla sjálfræði einstaklingsins með því að lesa í vilja hans og styrkja hann til að tjá vilja sinn. Þegar einstaklingurinn þarf stöðugt að sveigja athafnir sínar að vilja starfsmanns, þó ekkert bendi til að hann muni á nokkurn hátt ógna öryggi sínu eða velferð með því sem hann ætlar sér að gera, grefur það undan getu hans til að þróa sjálfræði sitt. Hann gæti misst trú á eigin ákvörðunum og litið á vilja starfsmannsins sem æðri eigin vilja. Slík tilvik eru dæmi um innri kúgun (Meyers, 2010; Stoljar, 2013). Þá kom einnig fram að fáliðaðar vaktir í íbúðakjörnum og sambýlum um helgar gátu leitt til þess að ekki var hægt að mæta óskum allra. Dæmi voru um að fólk þyrfti að sætta sig við þá afþreyingu um helgar sem hópurinn kaus og missti af þeim við- burðum sem það hefði kosið sjálft. Maður á fertugsaldri greindi til dæmis frá því að hann hefði takmörkuð tækifæri til að sækja sunnudagsguðsþjónustur þar sem fáir starfsmenn væru á vakt á sunnudögum og hinir íbúarnir hefðu meiri áhuga á að fara í keilu eða bíó. Þegar aðstandendur hans gátu ekki fylgt honum til kirkju sætti hann sig við að fara í keilu frekar en að sitja heima aðgerðalaus. Af þessu má sjá að skipulagið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.