Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 48

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 48
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201448 lífsgæði 8–17 ára getUmiKilla Barna með einhVerfU Tafla 3. Lýsing á víddum KIDSCREEN-27 Víddir Fjöldi spurninga Lýsing Hreyfiathafnir og heilsa 5 Líkamleg virkni, orka og hreysti Almenn líðan og sjálfsmynd 7 Andleg líðan og lífsánægja Upplifun á eigin útliti Fjölskylda og frjáls tími 7 Heimilislíf og samband við foreldra Sjálfræði og tækifæri til félagslegra samskipta og tómstunda Vinatengsl 4 Félagsleg þátttaka og samskipti við vini Skóli og nám 4 Líðan og þátttaka í skólastarfi Lífsgæðamatslistinn KIDSCREEN-27 er styttri útgáfa af 52 atriða lista, sem nota má til að kanna lífsgæði 8–18 ára barna óháð heilsufari. Með matslistanum er brugðist við gagnrýni á lífsgæðamælikvarða sem oft eru sérstaklega ætlaðir börnum með tiltekinn heilsubrest og gengið út frá því að hann hafi áhrif á lífsgæði þeirra. Ólíkt öðrum lífsgæðamatslistum beinast spurningar KIDSCREEN að sálfélagslegum þáttum frekar en líkamlegum einkennum. Barnið er til dæmis ekki spurt um upplifun á verkjum eins og algengt er. Matslistinn KIDSCREEN hefur einnig þá sérstöðu að vera hann- aður og staðfærður í mörgum Evrópulöndum, en það gerir samanburð milli landa mögulegan. Matslistinn er staðalbundinn og staðsetja T-gildi niðurstöður hvers barns á normalkúrfu þar sem meðaltalið er 50 og staðafrávikið er 10. Normalkúrfan endur- speglar lífsgæði barna í Evrópu og gefur meðaltal T < 45 til kynna að atriði innan víddarinnar hafi neikvæð áhrif á lífsgæði barnanna (KIDSCREEN Group Europe, 2006). Tölfræðileg prófun matslistans hefur sýnt fram á viðunandi réttmæti og áreiðan- leika. Í evrópskri rannsókn sem 22.827 börn og 16.382 foreldrar tóku þátt í reyndist innri samkvæmni (e. internal consistency) vídda KIDSCREEN-27 góð eða 0,80–0,84 fyrir sjálfsmatslistann og 0,78–0,83 fyrir foreldraútgáfuna (Robitail o.fl., 2007). Þá var áreiðanleiki endurtekinna mælinga (e. test-retest reliability) kannaður og svöruðu 559 börn (slembivalið undirúrtak) matslistanum í annað sinn að tveimur vikum liðnum. Fylgni svara reyndist vera á bilinu 0,61–0,74 en fylgni hærri en 0,6 var talin viðunandi (Ravens-Sieberer o.fl., 2007). Hugtaksréttmæti (e. construct validity) og samleitnirétt- mæti (e. convergent validity) var einnig kannað og reyndist hvorttveggja viðun- andi, þar sem niðurstöður voru í samræmi við viðurkenndar fræðikenningar. Þá var fylgni milli vídda KIDSCREEN-27 og annarra lífsgæðamatslista eins og búist var við (Ravens-Sieberer o.fl., 2007). Útgáfur KIDSCREEN voru þýddar á íslensku og staðfærðar með ígrunduðum sam- tölum, annars vegar við börn og hins vegar við foreldra, árin 2010–2011. Við þýðingar- ferlið var alþjóðlegum stöðlum KIDSCREEN-rannsóknarhópsins fylgt og handbók höfð til hliðsjónar til að uppfylla kröfur um réttmæti og áreiðanleika þýðingar (Snæfríður Þóra Egilson, Linda Björk Ólafsdóttir, Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir og Þóra Leósdóttir, 2013).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.