Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 49

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 49
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 49 linda BjörK ólafsdóttir, snæfríðUr þóra egilson og K jartan ólafsson Framkvæmd Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu 16. september til 16. desember 2013 í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA). Hlutverk Greiningarstöðvar var að afla þátttakenda úr skrám stofnunarinnar og vera tengiliður rannsakenda við þá. Fyrirkomulag rannsóknarinnar var með þeim hætti að hvorki nöfn þátttakenda né aðrar persónuupplýsingar voru rannsakendum aðgengilegar. Greiningarstöð sendi RHA upplýsingar um dreifingu innan hópsins svo hægt væri að draga parað úrtak úr þjóðskrá í samanburðarhóp, þótt það væri ekki nýtt í þessum hluta rannsóknarinnar. Hlutverk RHA var að safna gögnum í rafrænu formi og afhenda rannsakendum ópersónugreinanleg gögn úr netkönnuninni. Í upphafi gagnasöfnunartímabilsins fengu börn og foreldrar send kynningarbréf um rannsóknina. Kynningarbréfin voru send hverri fjölskyldu í einu umslagi, stíluðu á foreldra. Ef foreldrar afhentu barni sínu bréfið sem því var ætlað var litið svo á að þeir samþykktu þátttöku barnsins og kom það skýrt fram í bréfi til foreldra. Í bréf- unum var þátttakendum vísað á vefslóð og gefin aðgangsorð sem veittu rafrænan aðgang að KIDSCREEN-27. Sjö til tíu dögum eftir að kynningarbréfin voru send fengu foreldrar síðan símleiðis áminningu um rannsóknina, þar sem þeim gafst kostur á að spyrja og fá nánari upplýsingar. Til að auka svarhlutfall í báðum hópum fengu for- eldrar auk þess áminningu í pósti. Greiningarstöð annaðist samskipti við fjölskyldur í rannsóknarhópi en RHA við þátttakendur í samanburðarhópi. Tölfræðileg úrvinnsla Við úrvinnslu gagna var farið eftir fyrirmælum í handbók KIDSCREEN. Notað var tölfræðiforritið SPSS (Statistical Package for the Social Sciences) og skipanaskrár (e. syntax files), sem fylgja matslistanum, notaðar til að reikna út stig með T-gildum. Sam- kvæmt handbók má aðeins vanta eitt gildi í hverri vídd svo áreiðanlegar niðurstöð- ur fáist. Fjöldi þátttakenda getur því verið mismunandi eftir víddum ef svör vantar við einstökum spurningum og tekur SPSS-skipanaskráin mið af þessu (KIDSCREEN Group Europe, 2006). Með lýsandi tölfræði var mat barna og foreldra í hverri lífsgæðavídd skoðað, bæði í rannsóknar- og samanburðarhópi. Litið var svo á að fylgibreytan uppfyllti þær al- mennu kröfur sem gerðar eru til stikaðra prófa (sjá t.d. Field, 2009) og því var þessi tegund prófa notuð í úrvinnslu gagna. Munur á meðaltölum var metinn með t-próf- um og miðað við 95% öryggismörk. Einnig voru áhrifastærðir kannaðar með fylgni- stuðlinum eta (η2), svo sem algengt er þegar unnið er með stikaðar fylgibreytur og óstikaðar frumbreytur. Fylgt var viðmiðum Cohens (1988) við túlkun á skýrðri dreifni og miðað við að fylgni frá 0,10 teldist lítil, frá 0,25 teldist í meðallagi og frá 0,35 teldist sterk. Þá var gerð fjölbreytudreifigreining (e. mixed between-within subjects analysis of variance) til að kanna áhrif bakgrunnsþátta á mismunandi svör barna og foreldra. Aldursskipting í yngri (8–11 ára) og eldri (12–17 ára) hóp barna fylgdi þeirri hefð sem skapast hefur í rannsóknum með KIDSCREEN.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.