Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 51
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 51
linda BjörK ólafsdóttir, snæfríðUr þóra egilson og K jartan ólafsson
Tafla 4. Lífsgæðamat barna og foreldra í rannsóknarhópi
Lífsgæðavíddir Fjöldi* Meðaltal** Staðalfrávik Spönn
Sjálfsmat barna
Hreyfiathafnir og heilsa 106 45,93 10,78 20,7–73,2
Líðan og sjálfsmynd 108 49,24 10,62 24,8–73,5
Fjölskylda og frjáls tími 98 48,32 8,19 30,3–74,4
Vinatengsl 101 45,03 9,74 11,2–66,3
Skóli og nám 107 48,15 10,04 27,8–71,0
Mat foreldra
Hreyfiathafnir og heilsa 126 39,15 9,71 9,4–63,7
Líðan og sjálfsmynd 124 42,30 11,43 17,5–76,4
Fjölskylda og frjáls tími 117 47,43 7,93 27,2–79,1
Vinatengsl 122 37,52 13,01 9,3–59,7
Skóli og nám 123 44,17 8,73 22,9–70,7
* Fjöldi þátttakenda er mismunandi eftir víddum vegna ósvaraðra spurninga
** Meðaltal T-gilda < 45 gefur til kynna að víddin hafi neikvæð áhrif á lífsgæði barnanna
Lífsgæðamat foreldra
Meðaltöl T-gilda sýndu að foreldrar mátu lífsgæði barna sinna undir einu staðalfrá-
viki frá meðaltali normalkúrfunnar (< 40) í lífsgæðavíddunum Hreyfiathafnir og heilsa
og Vinatengsl (sjá töflu 4). Skor í sömu víddum voru einnig lág á sjálfsmatslistum
barna. Eins voru skor foreldra undir mörkum (≤ 45) í víddunum Líðan og sjálfsmynd og
Skóli og nám. Lífsgæðavíddin Fjölskylda og frjáls tími var sú eina þar sem skor foreldra
var innan meðalmarka. Líkt og hjá börnum var töluverð dreifing í svörum foreldra og
var spönnin víðust í víddinni Líðan og sjálfsmynd en þrengst í víddinni Skóli og nám.
Í flestum tilvikum var um svolítið jákvætt skekkta dreifingu að ræða.
Með t-prófi óháðra úrtaka voru svör foreldra skoðuð með tilliti til bakgrunnsþátta.
Þegar svör foreldra yngri og eldri barna voru borin saman kom fram marktækur mun-
ur í þremur víddum; Hreyfiathafnir og heilsa (t(124) = 2,78, p = 0,006), Líðan og sjálfsmynd
(t(122) = 2,71, p = 0,008) og Vinatengsl (t(120) = 2,10, p = 0,038). Þar skoruðu foreldrar yngri
barna hærra en foreldrar eldri barna. Samkvæmt almennu viðmiði Cohens (1988)
skýrði aldur þó aðeins lítinn hluta (4–6%) af breytileika svara innan víddanna þriggja;
Hreyfiathafnir og heilsa η2 = 0,06, Líðan og sjálfsmynd η2 = 0,06 og Vinatengsl η2 = 0,04.
Enginn munur fannst þegar svör foreldra drengja og stúlkna voru borin saman né
þegar tekið var tillit til búsetu. Þá hafði bakgrunnur foreldra engin áhrif á mat þeirra.
Samanburður á mati barna og foreldra
Til að gera samanburð á mati barna og foreldra þeirra voru svör á lífsgæðamatslist-
anum pöruð saman (n = 92) og t-prófi háðra úrtaka beitt til að kanna hvort mun væri
að finna. Talsverður munur kom fram í fjórum af fimm lífsgæðavíddum, þar sem mat
foreldra reyndist lægra en sjálfsmat barna; Hreyfiathafnir og heilsa (t(91) = 5,87, p < 0,001,
η2 = 0,28), Líðan og sjálfsmynd (t(91) = 5,41, p < 0,001, η
2 = 0,24), Vinatengsl (t(85) = 4,98, p