Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 54

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 54
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201454 lífsgæði 8–17 ára getUmiKilla Barna með einhVerfU að foreldrar barna með einhverfu hafi áhyggjur af þátttöku, félagslegum tengslum og horfum barna sinna, sem síðan endurspeglast í mati þeirra, jafnvel þótt þeir séu beðnir að svara líkt og barnið myndi gera. Þá geta gildi barna og foreldra verið ólík, þar sem foreldrar bera barn sitt hugsanlega saman við jafnaldra þess á meðan barnið sjálft metur lífsgæði sín út frá eigin reynslu. Mörg börn líta á einhverfuna sem jákvæðan þátt í eigin sjálfsmynd og miða lífsgæði sín því síður við hið dæmigerða þroskaferli (Humphrey og Lewis, 2008; Molloy og Vasil, 2004). Meira ósamræmi reyndist milli svara eldri barna og foreldra þeirra en meðal yngri barna á lífsgæðavíddum tengdum andlegri líðan, heimilislífi og sjálfræði og félags- legri þátttöku. Sambærilegar niðurstöður hafa komið fram í öðrum rannsóknum þar sem innsýn foreldra í lífsgæði barna sinna virðist minnka eftir því sem börnin eldast (Gaspar, De Matos, Batista-Foguet, Ribeiro og Leal, 2010; Rajmil, López, López-Aguilà og Alonso, 2013). Með auknum aldri og þroska öðlast börn alla jafna aukið sjálf- stæði og verða til dæmis frjálsari ferða sinna en áður (Feldman, 2006). Í ljósi þessara breytinga virðist eðlilegt að innsýn foreldra í líðan og aðstæður barna sinna minnki þegar líður á unglingsárin. Þótt töluverður munur væri á mati barna með einhverfu og foreldra voru báð- ir aðilar sammála um hvaða þættir það væru sem drægju einna mest úr lífsgæðum barnanna. Einnig var áhugavert að sjá hversu sammála börn og foreldrar voru um sjálfræði þeirra og heimilislíf. Niðurstöðurnar sýna því að foreldrar höfðu ákveðna innsýn í lífsgæði barna sinna, sérstaklega hvað varðar samskipti innan fjölskyldunnar. Því má ætla að mat foreldra gefi mikilvægar viðbótarupplýsingar um líðan og þátt- töku barna með einhverfu. Þá rennir meðalhá eða há innri samkvæmni sjálfsmats- og foreldraútgáfu KIDSCREEN-27 styrkum stoðum undir niðurstöður rannsóknarinnar. Staða getumikilla barna með einhverfu Mikilvægi vináttu og félagslegrar þátttöku fyrir lífsgæði barna á einhverfurófi endur- spegluðust í niðurstöðum rannsóknarinnar. Börnin voru síst ánægð með vinatengsl sín og upplifðu síður félagslega þátttöku en jafnaldrar í samanburðarhópi. Sambærilegar niðurstöður hafa komið fram í öðrum rannsóknum sem sýna að óuppfyllt ósk um vinasambönd dregur úr lífsgæðum barna með einhverfu (Bauminger og Kasari, 2000; Bauminger og Shulman, 2003; Calder o.fl., 2013; Lasgaard o.fl., 2010). Athyglisvert var þó að mat barnanna var hæst í víddinni um andlega líðan, þar sem meðal annars er spurt um einmanaleika. Ólíkt því sem ályktað hefur verið út frá stöku rannsóknum (Bauminger og Kasari, 2000; Lasgaard o.fl., 2010) virtust börnin því ekki endilega vera einmana þrátt fyrir takmarkaða þátttöku. Mörg börn með einhverfu virðast kjósa tíma fyrir sig sjálf án þess að það hafi neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra (Calder o.fl., 2013; Tavernor, Barron, Rodgers og McConachie, 2013). Í rannsókninni hér var upplifun for- eldra á andlegri heilsu barna sinna önnur og töldu þeir líðan og sjálfsmynd barnanna töluvert verri en börnin álitu sjálf. Umhugsunarvert er því hvar vandinn liggur í raun, það er hjá börnunum sjálfum, sem hafa stundum þörf fyrir að vera í einrúmi, eða hjá samfélaginu sem álítur einveru þeirra óhjákvæmilega leiða til einmanaleika. Þrátt fyr- ir kosti þess að verja stundum tíma ein hafa börn með einhverfu ítrekað lýst löngun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.